Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 21:41 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina nú í kvöld. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“ Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“
Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira