Spilling er lævís og lipur Árni Múli Jónasson skrifar 22. ágúst 2021 21:34 Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Árni Múli Jónasson Mest lesið Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Spilling þrífst á kúgun og þöggun og grefur þannig undan skoðana- og tjáningarfrelsinu og lýðræðinu. Hún byggist á mismunun fólks og fyrirtækja og leiðir til enn meiri mismununar. Hún er illvíg meinsemd sem skaðar hagsmuni almennings á öllum sviðum þjóðlífsins. Spilling gagnast þeim auðugu og valdamiklu, sem reyna því jafnan að verja hana og viðhalda og hún bitnar alltaf mest og verst á þeim sem valdlausastir eru, minnst fá og ekkert eiga. Spilling er misbeiting valds í þágu sérhagsmuna og valdi er misbeitt með mjög margvíslegum hætti. Þar sem atvinnulíf er einhæft, eins og víða er hér á landi, ráða eigendur og stjórnendur stórra fyrirtækja því hverjir fá störfin í samfélaginu og hverjir ekki, hverjir fá launahækkun og hverjir ekki og hverjir eru reknir og hverjir ekki. Þetta vita allir sem þar búa og þeir sem valdið hafa, í krafti auðs, þurfa ekki að segja þetta upp hátt og enn síður að hóta einhverjum með berum orðum því hver treystir sér til að gagnrýna fyrirtæki, eigendur þess eða stjórnendur þegar hann veit að það getur kostað hann starfið og að það er enga aðra vinnu að hafa? Hvernig á hann þá að framfleyta sér og fjölskyldu sinni? Fólk á þannig ekki aðeins störf sín og framfærslu undir náð og miskunn stjórnenda fyrirtækjanna, heldur þarf það í raun að þola mjög miklar skerðingar á skoðana- og tjáningarfrelsinu, mannréttindum sem eru forsenda og súrefni heilbrigðs lýðræðis í hverju samfélagi. Og það er ekki einungis starfsfólkið sem þarf að þola misbeitingu þessa valds sem byggist á peningum og einokun. Þeir eiga nefnilega ekki heldur von á góðu sem voga sér að stofna fyrirtæki sem stórfyrirtækin telja að geti mögulega tekið svolítinn gróða frá þeim. Sveitarstjórnarfólk, sem íbúarnir hafa kosið til að gæta hagsmuna sinna, veit líka mjög vel hvaða áhrif það hefur á atvinnu og framfærslu íbúanna og tekjur sveitarfélagsins ef eigendum og stjórnendum stórfyrirtækjanna líkar ekki það sem sveitarstjórnirnar segja eða gera og ákveða því að flytja rekstur sinn burt úr byggðarlaginu. Fyrirtækin þurfa ekki að segja það upp hátt og enn síður að hóta því berum orðum, þó að sum þeirra geti ekki stillt sig um að sýna þannig vald sitt. Þessi staða leiðir til misbeitingar valds í þágu sérhagsmuna. Þetta ofurvald stórfyrirtækja stendur byggðunum fyrir þrifum og er gríðarlega óréttlátt gagnvart íbúunum, óheilbrigt og ólíðandi. Sósíalistaflokkur Íslands ætlar að losa fólk og samfélög úr þessu kyrkingartaki með því að ná valdinu frá stórfyrirtækjunum og færa það til fólksins og hefur nú kynnt tilboð sitt til kjósenda um aðgerðir til að uppræta spillingu: Ráðumst að rótum spillingarinnar. Taktu þessu tilboði og kjóstu Sósíalistaflokkinn! Höfundur situr í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar