Fá að heita Svarthöfði, Bond, Saara og Blár Eiður Þór Árnason skrifar 24. ágúst 2021 14:09 Enn bætist í flóru íslenskra mannanafna. Vísir/vilhelm Mannanafnanefnd samþykkti nýverið að færa nöfnin Svarthöfði, Bond, Appollo og Blár á mannanafnaskrá. Þá bættist Skylar í ört stækkandi hóp kynhlutlausra eiginnafna. Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ekki hlutu allar tillögur náð fyrir augum nefndarinnar og fengu millinöfnin Welding, Degen og Octavius til að mynda rauða stimpilinn, meðal annars á grundvelli þess að vera ættarnafn eða ekki dregið af íslenskum orðstofni. Ólíkar reglur gilda um eiginnöfn og millinöfn sem birtist meðal annars í því að Octavius var samþykkt sem eiginnafn en ekki sem millinafn. Mannanafnanefnd felldi alls 24 úrskurði þann 6. og 11. ágúst síðastliðinn. Í rökstuðningi hennar fyrir samþykkt Svarthöfða segir meðal annars að eiginnafnið taki íslenska beygingu í eignarfalli og hafi tíðast á Íslandi á öldum áður. Í Íslendingabók má finna 23 einstaklinga sem hafa borið nafnið en aðeins einn þeirra, Alex Gló Svarthöfði Sigurðar, er á lífi og fæddist árið 2006. Blár, um Blá, frá Blá, til Blás Að sögn mannanafnanefndar getur eiginnafnið Blár talist leitt af karlkynsnafnorðinu blár og telst það uppfylla lög um mannanöfn. Nafnið beygist svona: Hér er Blár, um Blá, frá Blá, til Blás. Um kvenkynseiginnafnið May segir nefndin að fimm konur beri nafnið í Þjóðskrá og rithátturinn hafi unnið sér hefð í íslensku. Í öðrum úrskurði segir að eiginnafnið Apollosé að uppruna forngrískt, Apollōn. Umritunin Apollo tíðkist í ensku og fleiri málum og telst rithátturinn því uppfylla skilyrði nefndarinnar. Á sama fundi samþykkti nefndin kvenkynseiginnafnið Kona en Vísir ræddi nýverið við Elínu Konu Eddudóttur sem hefur beðið eftir niðurstöðunni í tvö ár. Mannanafnanefnd neitaði því fyrst að færa nafnið á mannanafnaskrá en tók málið upp aftur eftir að umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að úrskurðurinn hafi ekki verði í samræmi við lög. Nöfn sem voru samþykkt Karlkynseiginnafnið António Karlkynseiginnafnið Annþór Karlkynseiginnafnið Apollo Karlkynseiginnafnið Blár Karlkynseiginnafnið Bond Karlkynseiginnafnið Charlie Karlkynseiginnafnið Eljar Karlkynseiginnafnið Foss Karlkynseiginnafnið Octavius Karlkynseiginnafnið Svarthöfði Kvenkynseiginnafnið Eileif Kvenkynseiginnafnið Kona Kvenkynseiginnafnið Kvika Kvenkynseiginnafnið Lissie Kvenkynseiginnafnið May Kvenkynseiginnafnið Saara Kvenkynseiginnafnið Sarah Kvenkynseiginnafnið Thalia Kynhlutlausa eiginnafnið Skylar Millinafnið Dalland Nöfnum sem var hafnað Karlkynseiginnafnið Gunnarson Millinafnið Degen Millinafnið Foss Millinafnið Octavius Millinafnið Welding
Mannanöfn Tengdar fréttir Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15 Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Annþór fær grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni þess efnis að eiginnafnið Annþór verði fært á mannanafnaskrá. Þetta kemur fram í nýlegum úrskurði mannanafnanefndar. 24. ágúst 2021 10:15
Fær loksins að heita Kona Mannanafnanefnd samþykkti nýverið kvenkynseiginnafnið Kona og hefur það verið fært á mannanafnaskrá. Áður hafði nafninu verið hafnað með þeim rökum að það bryti í bága við íslenskt málkerfi en farið var fram á endurupptöku. 22. ágúst 2021 15:00