Lögreglumaðurinn sem banaði innrásarkonu stígur fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 23:00 Myndin er tekin í byrjun janúar þegar æstur múgur réðist inn í bandaríska þinghúsið. Getty/Brent Stirton Lögreglumaðurinn sem skaut konu, sem tók þátt í innrásinni í bandaríska þinghúsið, til bana mun á morgun stíga fram og segja sögu sína í sjónvarpsviðtali. Fyrst þá verður nafn lögreglumannsins þekkt en aðeins tveir dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var að lögreglumaðurinn muni ekki sæta viðurlögum fyrir manndrápið. Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Konan sem var skotin til bana hét Ashli Babbit, var 35 ára gamall Kaliforníubúi og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var ötull stuðningsmaður Donalds Trumps, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn hans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingum úrslita forsetakosningnanna í nóvember. Babbit var skotin þegar hún og aðrir voru að reyna að brjóta sér leið inn í sal þar sem vopnaðir lögregluþjónar höfðu lokað að sér. Hún var skotin af lögreglumanninum í vinstri öxlina þegar hún reyndi að troða sér í gegn um gat á rúðu, sem var á hurð salarins. Hún var flutt á sjúkrahús stuttu síðar og var þar úrskurðuð látin. Frá andláti hennar hefur Babbit orðið eins konar píslarvottur skoðanabræðra hennar á hægri væng bandarískra stjórnvalda. Stuðningsmenn Trumps hafa til að mynda safnað þúsundum Bandaríkjadala í gegn um safnanir á Internetinu og forsetinn fyrrverandi hefur sjálfur rætt við foreldra hennar. Fyrr í sumar hélt Trump því til að mynda fram að Babbit hafi verið „myrt af einhverjum sem hefði aldrei átt að taka í gikkinn á byssunni sinni“. Fjölskylda Babbit hefur jafnframt heitið því að hún muni sækja lögregluna í Washington til saka og sömuleiðis lögreglumanninn sem skaut hana. Þá hefur fjölskylda hennar krafið stjórnvöld í Washington um að birta upplýsingar um það hvert nafn lögreglumannsins er. Fjölskyldan þarf þó ekki að bíða þess mikið lengur að fá að vita nafn mannsins, en hann mun koma fram í viðtalinu klukkan 18:30 að staðartíma á morgun á sjónvarpsstöð NBC.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira