Ógeðfelldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar 31. ágúst 2021 12:30 Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Stjórnsýsla Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Skoðun Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Undanfarið höfum við séð ógeðfeldar árásir á starfsmenn Útlendingastofnunar. Að baki þeim stendur fólk sem býður sig fram til ábyrgðastarfa í stjórnmálum og það hlýtur að teljast viðvörun til kjósenda um að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir ábyrgð í þessum málaflokki. Ég hef talað fyrir opinni og frjálsri umræðu um málefni útlendinga á Íslandi. Þannig verði fólk að geta tjáð sig án þess að óttast að yfir það komi ómálefnaleg gagnrýni og persónulegar árásir eins og við erum núna að sjá frá fulltrúum sósíalista og pírata. Þennan málaflokk þarf að ræða af alvöru og með málefnalegum hætti. Við þurfum nefnilega sem þjóð að ákveða hvaða stefnu við ætlum okkur að taka. Við mörkun þeirrar stefnu verður að byggja á þeirri erfiðu reynslu sem grannþjóðir okkar hafa haft á undanförnum árum og áratugum. Fyrirkomulagið sem við búum við í dag er óskilvirkt og það skortir upplýsingagjöf. Við Íslendingar þurfum að byggja upp kerfi sem tekur vel á móti þeim sem vilja koma hingað til að aðlagast samfélaginu og leggja sitt af mörkum til að gera þjóðfélagið betra. Styðja þarf við fólk sem vill búa hér og starfa og fólk sem sannanlega er að flýja ofsóknir og er í hættu í heimalandi sínu. Við þurfum að finna leið í sameiningu en ekki að rífa niður hvert annað og þær stofnanir sem eru að vinna að þessum málaflokki með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er því sárt að sjá þann málflutning sem veður uppi í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að efla þarf Útlendingastofnun og styðja við starfsmenn stofnunarinnar, þar ber löggjafar- og framkvæmdavaldið mikla ábyrgð. Stytta þarf biðtíma umsókna, en það er gert með því að forgangsraða þeim miklu fjármunum sem nú þegar fara í málaflokkinn, ásamt því að efla þarf löggæslu og landamæravörslu. Við Íslendingar verðum að marka okkur stefnu sem er byggð á heildarhagsmunum samfélagsins þar sem allir þegnar þess fá að blómstra. Það gerum við með því að forgangsraða þeim fjármunum sem í málaflokkinn fara, styrkja grunnstoðirnar og nýta þá fjármuni á sem bestan og skynsamlegastan hátt, enda er það skylda hvers ríkis að hámarka nýtingu fjármuna skattgreiðenda í þágu þegna sinna. Þannig vinna ábyrgir stjórnmálamenn. Höfundur er lögfræðingur og sáttamiðlari og skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar