Talibanar fagna sigri í Afganistan Samúel Karl Ólason skrifar 31. ágúst 2021 14:45 Meðlimir sérsveita Talibana í Kabúl í dag. AP/Khwaja Tawfiq Sediqi Talibanar hafa fagnað grimmt í Kabúl í dag eftir að síðustu hermenn Bandaríkjanna yfirgáfu landið í gærkvöldi. Þeir segjast hafa sigrað stórveldi. Þá heita Talibanar því að tryggja öryggi í Afganistan en þó berast fregnir af áframhaldandi ódæðum vígamanna. „Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra. Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira
„Þetta er sögulegur dagur og sögulegt augnablik,“ sagði Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, við blaðamenn á flugvellinum í Kabúl í dag. „Við erum stoltir af því að hafa frelsað land okkar frá stórveldi.“ Talibanar hafa heitið því að sýna íbúum landsins skilning, tryggja öryggi í landinu og lofa því að hefna sín ekki á fyrrverandi andstæðingum sínum. Sjá einnig: Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan Blaðamaður Washington Post sagði þó frá því í dag að hann hefði fengið fregnir af því að vígamenn Talibana hefðu tekið níu hermenn af lífi eftir að þeir afhentu vígamönnunum vopn sín. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa margar fregnir af ódæðum sem þessum borist frá Afganistan. Sjá einnig: Lofa öllu fögru en halda áfram að ógna og myrða Hekmatullah Wasiq, háttsettur embættismaður Talibana, sagði AP fréttaveitunni að nú væri komið að endurbyggingu. Hann hvatti Afgana til að fara aftur til vinnu og sýna þolinmæði. Að endingu yrði allt eins og áður var. Á milli 1996 og 2001 stýrðu Talibanar Afganistan með harðri hendi og eftir strangri túlkun þeirra á Sharía-lögum. Nú hafa forsvarsmenn Talibana sagst að stjórn þeirra verði ekki jafn ströng og áður. Samkvæmt frétt Reuters munu þjóðarleiðtogar heimsins fylgjast grannt með myndun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan á næstunni. Á flugvellinnum í Kabúl í dag sagði Mujahid, áðurnefndur talsmaður Talibana, við meðlimi sérsveita hreyfingarinnar að hann vonaðist til þess að þeir hefðu komið vel fram við almenna borgara. „Þjóð okkar hefur gengið í gegnum stríð og innrás og er komin að þolmörkum,“ sagði hann. Síðasti hermaðurinn Síðasti hermaður Bandaríkjanna til að stíga upp í flugvél var herforinginn Chris Donahue, sem leiðir 82. fallhlífaherdeildina. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna birti mynd af honum stíga upp í síðustu flugvélina frá Kabúl í gærkvöldi. Herforinginn Chris Donahue var síðasti hermaður Bandaríkjanna til að fara frá Afganistan eftir tuttugu ára stríð við Talibana og al-Qaeda.AP/Master Sgt. Alexander Burnett Stríðið í Afganistan hófst eftir árásirnar á Tvíburaturnana svokölluðu í New York borg, þann 11. september 2001. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda báru ábyrgð á árásinni en talibanar, sem ríktu þá í Afganistan, stóðu þétt við bakið á samtökunum með fjárveitingum, bækistöðvum, mönnum og öðrum hætti. Sjá einnig: Bandaríkjaher farinn frá Afganistan Ríkisstjórn talibana féll tiltölulega fljótt og Bandaríkin náðu markmiði sínu; að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn notuðu Afganistan sem bækistöð til að gera árásir á Bandaríkin innan nokkurra mánaða. Leiðtogar al-Qaeda voru flestir felldir eða þeir handsamaðir en sumir flúðu frá Afganistan. George W. Bush, sem var þá forseti Bandaríkjanna, lýsti því þó yfir að markmiðin hefðu breyst. Bandaríkin myndu hjálpa bandamönnum sínum í Afganistan að byggja upp nútíma lýðræðisríki. Síðan þá hafa Bandaríkjaher og stjórnarher Afganistans átt í skæruhernaði við Talibana í tvo áratugi. Talið er að um 240 þúsund Afganar hafi fallið vegna átaka síðustu tveggja áratuga. Þá hafa um það bil sjö þúsund hermenn frá aðildarríkjum Atlantshafsbandalagsins fallið í átökum og þar af tæplega 2.500 bandarískir hermenn. Nú stjórna Talibanar stærri hluta Afganistans er þeir gerðu á hápunkti fyrri stjórnartíðar þeirra.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Mest lesið Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Sjá meira