Ekkert lesið úr brjóstamyndum í ágúst: Íslensku læknarnir hættir og búið að semja við danskt fyrirtæki um úrlestur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. september 2021 12:21 Um 1.400 konur bíða eftir niðurstöðum úr myndatökum í ágúst, þar af 280 sem voru með einkenni. Getty Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hættu í sumar vegna gæðamála og engin úrlestur fór fram í ágústmánuði. Annar læknanna segir Landspítalann stunda tilraunir á konum. Samkvæmt svörum frá spítalanum mun úrlestur skimunarrannsókna hefjast aftur í þessari viku. Frá því að skimun hófst á ný eftir sumarfrí, það er að segja eftir verslunarmannahelgi, hafa um 1.400 konur verið myndaðar; þar af hafa 1.120 komið í skimun og 280 í klínískar rannsóknir. Klínískar rannsóknir eru rannsóknir vegna einkenna eða annarra ábendinga. Í svörum Landspítalans segir að konur eigi að fá svör úr skimun á tveimur vikum, það er að segja á tíu virkum dögum, en rétt er að geta þess að samkvæmt evrópskum gæðaleiðbeiningum á að lesa úr myndunum innan fimm vikra daga. Þá ber sömuleiðis að svara þeim konum sem koma í myndatöku vegna einkenna innan fimm virkra daga. Tölvukerfið algjörlega ófullnægjandi og fullt af vitleysum Vísir hefur heimildir fyrir því að yfirlæknir sem ráðinn var til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans við Eiríksgötu erlendis frá hafi sagt upp störfum í vor þegar ekki var komið til móts við ábendingar um að gæðamálum væri ábótavant. Landspítalinn var spurður að því hver væri nú yfirlæknir Brjóstamiðstöðvarinnar en fékk þá það svar að „Brjóstamiðstöðin sem slík hefði ekki verið stofnuð“. Þó á hún undirsíðu á vefsvæði Landspítalans og hefur verið heimsótt af heilbrigðisráðherra. Þá er konum stefnt þangað í skimun. Samkvæmt nánari útskýringum hefur Brjóstamiðstöðin ekki verið stofnuð sem rekstrareining, „því sé ekki yfirlæknir eða annar formlegur stjórnandi yfir henni enn sem komið er“. Enn leitað á dönsk mið Samningurinn við Senologia ApS kveður á um að á Íslandi verði alltaf að minnsta kosti tveir læknar að störfum við klínískar rannsóknir. Skimunarrannsóknir, það er að segja myndir, verða lesnar bæði hér og í fjarlestri. Samkvæmt svörum Landspítala verður svokölluð tvískoðun áfram viðhöfð, það er að segja að hver mynd verður skoðuð af tveimur læknum. Vísir spurði að því hvort forsvarsmenn Landspítalans teldu fyrirkomulagið ákjósanlegt og fékk jákvætt svar. „Það hefur verið áskorun til lengri tíma að manna brjóstamyndgreiningu. Með þessu fyrirkomulagi höfum við tryggt mönnun til lengri tíma í bæði úrlestri á skimun og klínískum rannsóknum.“ Magnús Baldvinsson er annar íslensku læknanna tveggja sem störfuðu áður hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands og gerðu tímabundinn samning við Landspítalann þegar hann tók brjóstarannsóknirnar yfir um áramótin. Samningurinn var framlengdur um páska, þegar starfsemin var færð úr húsnæði KÍ og á Eiríksgötu, en það var þá sem læknarnir urðu varir við ágalla á gæðamálum. „Það sem gerist þá er að spítalinn tekur þetta alveg í sínar hendur og byrjar að nota sín eigin tölvukerfi; hættir að nota það sem áður var notað. Og það kemur í ljós að þetta tölvukerfi er algjörlega ófullnægjandi; fullt af vitleysum,“ segir Magnús. Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum.Getty Segir verið að gera tilraunir á konum Verklagið á Leitarstöðinni var byggt á evrópskum gæðastöðlum og var þannig háttað að tveir læknar fóru yfir allar myndir, í sitt hvoru lagi. Annar mátti ekki vita um niðurstöður hins og ef læknunum bar ekki saman voru myndirnar skoðaðar í þriðja sinn. „Nýja kerfið gat hins vegar ekki tryggt að þetta færi fram með þessum hætti,“ segir Magnús. „Við gátum alltaf séð hvað hinn hafði sagt. Þá gat farið svo að sami aðilinn var að vinna báða úrlestrana og síðan fór að bera á alls kyns öðrum vitleysum. Þegar við héldum til dæmis að við værum búnir að hreinsa allt upp þá birtust einhverjar rannsóknir sem voru nokkra vikna gamlar.“ Það sem Magnús á við er að það fór að bera á því að myndir voru að skila sér í úrlestur allt að sex vikum eftir að þær voru teknar. Og það var ekki allt, því á einum tímapunkti fengu á bilinu 20 til 30 konur fyrir mistök bréf þess efnis að þær þyrftu að mæta aftur í rannsókn. Þrátt fyrir ábendingarnar voru engar eða takmarkaðar útbætur gerðar á kerfinu, sem Magnús segir alls ekki samræmast gæðaviðmiðum. Hann og hinn læknirinn sáu því þann eina kost í stöðunni að segja upp störfum. Vísir veit til þess að hópur sérfræðinga sem kemur að greiningu og meðferð brjóstakrabbameina hafi haft verulegar áhyggjur af stöðu mála og óskað eftir fundi með fulltrúum Landspítala en það liggur ekki fyrir hvort hann fékkst og/eða hverju hann skilaði. „Landspítalinn er að gera tilraunir á konum,“ segir Magnús og dregur ekkert undan. Spítalinn hefði átt að fjárfesta í viðurkenndum hugbúnaði í stað þess að nota kerfi sem var smíðað fyrir eitthvað allt annað. „Svo ætla þeir bara að lagfæra villurnar þegar þær koma upp,“ segir hann. Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20. ágúst 2021 19:11 Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 8. júlí 2021 06:48 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Annar læknanna segir Landspítalann stunda tilraunir á konum. Samkvæmt svörum frá spítalanum mun úrlestur skimunarrannsókna hefjast aftur í þessari viku. Frá því að skimun hófst á ný eftir sumarfrí, það er að segja eftir verslunarmannahelgi, hafa um 1.400 konur verið myndaðar; þar af hafa 1.120 komið í skimun og 280 í klínískar rannsóknir. Klínískar rannsóknir eru rannsóknir vegna einkenna eða annarra ábendinga. Í svörum Landspítalans segir að konur eigi að fá svör úr skimun á tveimur vikum, það er að segja á tíu virkum dögum, en rétt er að geta þess að samkvæmt evrópskum gæðaleiðbeiningum á að lesa úr myndunum innan fimm vikra daga. Þá ber sömuleiðis að svara þeim konum sem koma í myndatöku vegna einkenna innan fimm virkra daga. Tölvukerfið algjörlega ófullnægjandi og fullt af vitleysum Vísir hefur heimildir fyrir því að yfirlæknir sem ráðinn var til Brjóstamiðstöðvar Landspítalans við Eiríksgötu erlendis frá hafi sagt upp störfum í vor þegar ekki var komið til móts við ábendingar um að gæðamálum væri ábótavant. Landspítalinn var spurður að því hver væri nú yfirlæknir Brjóstamiðstöðvarinnar en fékk þá það svar að „Brjóstamiðstöðin sem slík hefði ekki verið stofnuð“. Þó á hún undirsíðu á vefsvæði Landspítalans og hefur verið heimsótt af heilbrigðisráðherra. Þá er konum stefnt þangað í skimun. Samkvæmt nánari útskýringum hefur Brjóstamiðstöðin ekki verið stofnuð sem rekstrareining, „því sé ekki yfirlæknir eða annar formlegur stjórnandi yfir henni enn sem komið er“. Enn leitað á dönsk mið Samningurinn við Senologia ApS kveður á um að á Íslandi verði alltaf að minnsta kosti tveir læknar að störfum við klínískar rannsóknir. Skimunarrannsóknir, það er að segja myndir, verða lesnar bæði hér og í fjarlestri. Samkvæmt svörum Landspítala verður svokölluð tvískoðun áfram viðhöfð, það er að segja að hver mynd verður skoðuð af tveimur læknum. Vísir spurði að því hvort forsvarsmenn Landspítalans teldu fyrirkomulagið ákjósanlegt og fékk jákvætt svar. „Það hefur verið áskorun til lengri tíma að manna brjóstamyndgreiningu. Með þessu fyrirkomulagi höfum við tryggt mönnun til lengri tíma í bæði úrlestri á skimun og klínískum rannsóknum.“ Magnús Baldvinsson er annar íslensku læknanna tveggja sem störfuðu áður hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands og gerðu tímabundinn samning við Landspítalann þegar hann tók brjóstarannsóknirnar yfir um áramótin. Samningurinn var framlengdur um páska, þegar starfsemin var færð úr húsnæði KÍ og á Eiríksgötu, en það var þá sem læknarnir urðu varir við ágalla á gæðamálum. „Það sem gerist þá er að spítalinn tekur þetta alveg í sínar hendur og byrjar að nota sín eigin tölvukerfi; hættir að nota það sem áður var notað. Og það kemur í ljós að þetta tölvukerfi er algjörlega ófullnægjandi; fullt af vitleysum,“ segir Magnús. Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum.Getty Segir verið að gera tilraunir á konum Verklagið á Leitarstöðinni var byggt á evrópskum gæðastöðlum og var þannig háttað að tveir læknar fóru yfir allar myndir, í sitt hvoru lagi. Annar mátti ekki vita um niðurstöður hins og ef læknunum bar ekki saman voru myndirnar skoðaðar í þriðja sinn. „Nýja kerfið gat hins vegar ekki tryggt að þetta færi fram með þessum hætti,“ segir Magnús. „Við gátum alltaf séð hvað hinn hafði sagt. Þá gat farið svo að sami aðilinn var að vinna báða úrlestrana og síðan fór að bera á alls kyns öðrum vitleysum. Þegar við héldum til dæmis að við værum búnir að hreinsa allt upp þá birtust einhverjar rannsóknir sem voru nokkra vikna gamlar.“ Það sem Magnús á við er að það fór að bera á því að myndir voru að skila sér í úrlestur allt að sex vikum eftir að þær voru teknar. Og það var ekki allt, því á einum tímapunkti fengu á bilinu 20 til 30 konur fyrir mistök bréf þess efnis að þær þyrftu að mæta aftur í rannsókn. Þrátt fyrir ábendingarnar voru engar eða takmarkaðar útbætur gerðar á kerfinu, sem Magnús segir alls ekki samræmast gæðaviðmiðum. Hann og hinn læknirinn sáu því þann eina kost í stöðunni að segja upp störfum. Vísir veit til þess að hópur sérfræðinga sem kemur að greiningu og meðferð brjóstakrabbameina hafi haft verulegar áhyggjur af stöðu mála og óskað eftir fundi með fulltrúum Landspítala en það liggur ekki fyrir hvort hann fékkst og/eða hverju hann skilaði. „Landspítalinn er að gera tilraunir á konum,“ segir Magnús og dregur ekkert undan. Spítalinn hefði átt að fjárfesta í viðurkenndum hugbúnaði í stað þess að nota kerfi sem var smíðað fyrir eitthvað allt annað. „Svo ætla þeir bara að lagfæra villurnar þegar þær koma upp,“ segir hann.
Enn leitað á dönsk mið Samningurinn við Senologia ApS kveður á um að á Íslandi verði alltaf að minnsta kosti tveir læknar að störfum við klínískar rannsóknir. Skimunarrannsóknir, það er að segja myndir, verða lesnar bæði hér og í fjarlestri. Samkvæmt svörum Landspítala verður svokölluð tvískoðun áfram viðhöfð, það er að segja að hver mynd verður skoðuð af tveimur læknum. Vísir spurði að því hvort forsvarsmenn Landspítalans teldu fyrirkomulagið ákjósanlegt og fékk jákvætt svar. „Það hefur verið áskorun til lengri tíma að manna brjóstamyndgreiningu. Með þessu fyrirkomulagi höfum við tryggt mönnun til lengri tíma í bæði úrlestri á skimun og klínískum rannsóknum.“
Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20. ágúst 2021 19:11 Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 8. júlí 2021 06:48 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns. 20. ágúst 2021 19:11
Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“ Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. 8. júlí 2021 06:48