Ráðherra vísar ásökunum Persónuverndar á bug Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 11:00 Kristján Þór Júlíusson er ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála. Vísir/Vilhelm Kristján Þór Júlísson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir ásakanir Persónuverndar, þess efnis að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu hafi leynt upplýsingum eða notað Persónuvernd sem skálkaskjól, hreinan rógburð. Forsaga málsins er að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann nýlega skýrslu um eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi sem var síðan harðlega gagnrýnd af Persónuvernd í bréfi til ráðuneytissins. Þar segir meðal annars að rangt sé farið með efni laga um persónuvernd í skýrslunni og bent á að upplýsingar um hlutafjáreign séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá segir jafnframt að rangt sé farið með úrskurð Persónuverndar um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga. Í skýrslunni segir að Persónuvernd hafi úrskurðað um að ársreikningaskrá hafi verið gert að afmá hluthafalista sem fylgt hafa ársreikningum og samstæðureikningum úr þeim reikningum sem skráin varðveitir og veitir aðgang að. Rétt sé að með ákvörðun Persónuverndar hafi verið lagt fyrir ríkisskattstjóra að „láta af birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á opinberum vef embættisins.“ Unnið hafi verið í gagnsæju ferli Krisján Þór segir skýrsluna hafa verið unna í samstarfi við Skattinn og að unnið hafi verið í opnu gagnsæju ferli milli stjórnkerfisins og Alþingis. „Það er ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneytið, sem gefið hefur skýringar á forsendum upplýsinga sem veittar voru Alþingi, um að leyna upplýsingum eða nota Persónuvernd sem skálkaskjól. Þessu er því alfarið vísað á bug sem hreinum rógburði,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir ráðuneytið taka lagaskyldu sína til að sinna upplýsingagjöf til Alþingis alvarlega. Þá segir hann engu hafa verið leynt um forsendur og aðferðir við undirbúning skýrslunnar. „Ef önnur lagatúlkun en sú sem Skatturinn hefur stuðst við getur opnað fyrir frekari upplýsingar frá Skattinum er fullur vilji hjá ráðuneytinu til þess að láta taka þær saman,“ segir hann. Boðar fulltrúa Skattsins og Persónuverndar á sinn fund „Ég hef óskað eftir að ráðuneytið boði fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fagmennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til,“ segir Kristján Þór í lokaorðum Facebookfærslu um málið. Sjávarútvegur Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Forsaga málsins er að atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vann nýlega skýrslu um eignarhald fyrirtækja í sjávarútvegi sem var síðan harðlega gagnrýnd af Persónuvernd í bréfi til ráðuneytissins. Þar segir meðal annars að rangt sé farið með efni laga um persónuvernd í skýrslunni og bent á að upplýsingar um hlutafjáreign séu ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. Þá segir jafnframt að rangt sé farið með úrskurð Persónuverndar um birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga. Í skýrslunni segir að Persónuvernd hafi úrskurðað um að ársreikningaskrá hafi verið gert að afmá hluthafalista sem fylgt hafa ársreikningum og samstæðureikningum úr þeim reikningum sem skráin varðveitir og veitir aðgang að. Rétt sé að með ákvörðun Persónuverndar hafi verið lagt fyrir ríkisskattstjóra að „láta af birtingu upplýsinga um hlutafjáreign einstaklinga á opinberum vef embættisins.“ Unnið hafi verið í gagnsæju ferli Krisján Þór segir skýrsluna hafa verið unna í samstarfi við Skattinn og að unnið hafi verið í opnu gagnsæju ferli milli stjórnkerfisins og Alþingis. „Það er ófaglegt og óviðeigandi af Persónuvernd að saka ráðuneytið, sem gefið hefur skýringar á forsendum upplýsinga sem veittar voru Alþingi, um að leyna upplýsingum eða nota Persónuvernd sem skálkaskjól. Þessu er því alfarið vísað á bug sem hreinum rógburði,“ segir ráðherrann. Kristján Þór segir ráðuneytið taka lagaskyldu sína til að sinna upplýsingagjöf til Alþingis alvarlega. Þá segir hann engu hafa verið leynt um forsendur og aðferðir við undirbúning skýrslunnar. „Ef önnur lagatúlkun en sú sem Skatturinn hefur stuðst við getur opnað fyrir frekari upplýsingar frá Skattinum er fullur vilji hjá ráðuneytinu til þess að láta taka þær saman,“ segir hann. Boðar fulltrúa Skattsins og Persónuverndar á sinn fund „Ég hef óskað eftir að ráðuneytið boði fulltrúa Skattsins og Persónuverndar til fundar til að fara nánar yfir þessi atriði og ákveða næstu skref. Þau verða tekin af fagmennsku og virðingu fyrir þeim reglum sem um efnið gilda. Hér eftir sem hingað til,“ segir Kristján Þór í lokaorðum Facebookfærslu um málið.
Sjávarútvegur Persónuvernd Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira