Synti þvert yfir Kollafjörð á þrjóskunni Þorgils Jónsson skrifar 6. september 2021 15:52 Sigurgeir hafði aldrei lagt í langsund áður en hann ákvað að slá til og synda til styrktar Einstökum börnum. Hann lagði í þessa 11,6 kílómetra leið kl. 16 og kom á leiðarenda eftir miðnætti Sigurgeir Svanbergsson vann mikið þrekvirki á dögunum þegar hann synti frá Kjalarnesi að Bryggjuhverfi í Grafarvogi. Verkefnið var til styrktar Einstökum börnum – stuðningsfélagi barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Leiðin var 11,6 km og tók um níu klukkustundir. Sigurgeir segir Covid faraldurinn hafa átt sinn hlut í því að hann lagði í þetta verkefni, en hann hafði aldrei áður lagt í svona langsund. Úr bardagaíþrótt í langsund „Vegna Covid gat ég ekki keppt í minni íþrótt, sem er Lethwei hjá Iceland Combat Arts. Þá fer ég að hugsa um eitthvað annað til að einbeita mér að og ákveð að leggja í þetta sund. Þá fæðist þessi hugmynd að gera þetta að styrktarverkefni. Það er tilvalið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrst maður er að þessu á annað borð.“ En af hverju urðu Einstök börn fyrir valinu? „Ég vissi bara að þau eru að vinna gott starf og þurfa á hjálp að halda.“ Sigurgeir Svanbergsson á sundi út af Kjalarnesi. Hann og fylgdarlið hans lentu í vélarbilun þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, en hann neitaði að hætta við og fékk annan bát til að fylgja sér restina af leiðinni.Aðsend Marglyttufár breytti fyrra plani Fyrst ætlaði Sigurgeir, sem býr austur á fjörðum og starfar í álveri Alcoa á Reyðafirði, að synda frá Eskifirði til Reyðarfjarðar, en marglyttutorfa á leiðinni setti þar strik í reikninginn. „Það fylltist allt af brennihveljum á leiðinni. Ég prófaði aðeins að synda með þeim og það var ekkert mjög gaman að fá þær í sig.“ Því var ákveðið að færa verkefnið vestur á bóginn og þreyta sundið yfir Kollafjörð, og lagði Sigurgeir af stað á þriðjudaginn með aðstoðarmenn sem fylgdu honum á báti. Sigurgeir ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu honum eftir á svaðilförinni.Aðsend Tók ekki í mál að hætta við Sundið gekk ágætlega fyrst um sinn, en þegar komið var að tanganum á Kjalarnesi kom babb í bátinn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þá bilar báturinn og ég mátti þá synda í hringi í einn og hálfan klukkutíma á meðan strákarnir reyndu að koma honum í gang. Þeir ætluðu svo að flauta þetta af, en ég tók það ekki í mál. Þrjóskan í mér leyfir ekkert svona. Þannig að þeir hringdu í Hafsport sem höfðu stutt okkur vel, sem sendu annan bát og við gátum haldið áfram.“ Borgarljósin sjást í bakgrunni þar sem Sigurgeir er kominn á lokasprettinn.Aðsend „Naut eiginlega sársaukans daginn eftir“ Sigurgeir kom svo loks í land eftir níu klukkustunda barning, hérumbil að niðurlotum kominn, en sáttur við sína frammistöðu. Eins og fyrr segir er leiðin 11,6 kílómetrar, en með öllum útúrdúrum í tengslum við vélarbilunina á leiðinni var heildarvegalengdin mun lengri, enda var sundkappinn ansi lerkaður eftirá. Það var örmagna sundkappi sem kom í land í Bryggjuhverfinu uppúr miðnætti, eftir níu tíma sund.Aðsend „Ég var með alveg svakalega verki í öllum liðum daginn eftir, en þetta er bara partur af þessu. Ég naut eiginlega sársaukans daginn eftir, því að ég vissi hvaðan hann var að koma.“ Þess má geta að söfnunin stendur enn yfir og má leggja málefninu lið á vef Einstakra barna. Góðverk Reykjavík Sjósund Sund Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira
Sigurgeir segir Covid faraldurinn hafa átt sinn hlut í því að hann lagði í þetta verkefni, en hann hafði aldrei áður lagt í svona langsund. Úr bardagaíþrótt í langsund „Vegna Covid gat ég ekki keppt í minni íþrótt, sem er Lethwei hjá Iceland Combat Arts. Þá fer ég að hugsa um eitthvað annað til að einbeita mér að og ákveð að leggja í þetta sund. Þá fæðist þessi hugmynd að gera þetta að styrktarverkefni. Það er tilvalið að láta eitthvað gott af sér leiða fyrst maður er að þessu á annað borð.“ En af hverju urðu Einstök börn fyrir valinu? „Ég vissi bara að þau eru að vinna gott starf og þurfa á hjálp að halda.“ Sigurgeir Svanbergsson á sundi út af Kjalarnesi. Hann og fylgdarlið hans lentu í vélarbilun þegar hann var kominn nokkuð áleiðis, en hann neitaði að hætta við og fékk annan bát til að fylgja sér restina af leiðinni.Aðsend Marglyttufár breytti fyrra plani Fyrst ætlaði Sigurgeir, sem býr austur á fjörðum og starfar í álveri Alcoa á Reyðafirði, að synda frá Eskifirði til Reyðarfjarðar, en marglyttutorfa á leiðinni setti þar strik í reikninginn. „Það fylltist allt af brennihveljum á leiðinni. Ég prófaði aðeins að synda með þeim og það var ekkert mjög gaman að fá þær í sig.“ Því var ákveðið að færa verkefnið vestur á bóginn og þreyta sundið yfir Kollafjörð, og lagði Sigurgeir af stað á þriðjudaginn með aðstoðarmenn sem fylgdu honum á báti. Sigurgeir ásamt aðstoðarmönnum sem fylgdu honum eftir á svaðilförinni.Aðsend Tók ekki í mál að hætta við Sundið gekk ágætlega fyrst um sinn, en þegar komið var að tanganum á Kjalarnesi kom babb í bátinn, í orðsins fyllstu merkingu. „Þá bilar báturinn og ég mátti þá synda í hringi í einn og hálfan klukkutíma á meðan strákarnir reyndu að koma honum í gang. Þeir ætluðu svo að flauta þetta af, en ég tók það ekki í mál. Þrjóskan í mér leyfir ekkert svona. Þannig að þeir hringdu í Hafsport sem höfðu stutt okkur vel, sem sendu annan bát og við gátum haldið áfram.“ Borgarljósin sjást í bakgrunni þar sem Sigurgeir er kominn á lokasprettinn.Aðsend „Naut eiginlega sársaukans daginn eftir“ Sigurgeir kom svo loks í land eftir níu klukkustunda barning, hérumbil að niðurlotum kominn, en sáttur við sína frammistöðu. Eins og fyrr segir er leiðin 11,6 kílómetrar, en með öllum útúrdúrum í tengslum við vélarbilunina á leiðinni var heildarvegalengdin mun lengri, enda var sundkappinn ansi lerkaður eftirá. Það var örmagna sundkappi sem kom í land í Bryggjuhverfinu uppúr miðnætti, eftir níu tíma sund.Aðsend „Ég var með alveg svakalega verki í öllum liðum daginn eftir, en þetta er bara partur af þessu. Ég naut eiginlega sársaukans daginn eftir, því að ég vissi hvaðan hann var að koma.“ Þess má geta að söfnunin stendur enn yfir og má leggja málefninu lið á vef Einstakra barna.
Góðverk Reykjavík Sjósund Sund Mest lesið Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Með skottið fullt af próteini Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Trommari Blondie er fallinn frá Lífið Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Sjá meira