„Það er skrítið að vera í gulu og bláu“ Atli Arason skrifar 15. september 2021 20:30 Dagný í baráttu við De Silva í leiknum. Vísir/Vilhelm Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, var afar ánægð með að vera komin í úrslitaleik bikarkeppninnar í ár eftir 65-60 sigur á Njarðvík í kvöld. „Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum. Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira
„Tilfinningin er mjög góð. Þetta var kannski aðeins meira spennandi en við vorum að vonast til. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og mjög góður undirbúningur fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn,“ sagði Dagný í viðtali eftir leik. Dagný telur að Fjölnir eigi mun meira inni miðað við hvað liðið sýndi í þessum leik. „Okkur hefur gengið vel á æfingum og svona. Það eru mikið af hlutum sem við erum að framkvæma á æfingum sem við eigum eftir að fínstilla í leikjum. Það er auðvitað bara eitthvað sem kemur með fleiri leikjum sem við spilum. Ég held að við eigum helling inni og vonandi getum við sýnt það á laugardaginn.“ Dagný var að spila sinn annan leik fyrir Fjölni en hún skipti um félag fyrir þetta keppnistímabil frá uppeldisfélagi sínu Hamri í Hveragerði. Fyrstu dagarnir hennar í Grafarvoginum hafa verið góðir að eigin sögn. „Æðislegt. Það var ótrúlega vel tekið á móti mér, stelpurnar eru frábærar. Stjórnin, þjálfararnir og aðstæðurnar, mér finnst þetta allt geggjað. Það er skrítið að vera í gulu og bláu og allt í einu mætt í bæinn einhvern veginn en þetta er ótrúlega gaman. Ég er mjög spennt fyrir komandi tímabili,“ segir Dagný með bros út að eyum. Ásamt því að hafa leikið vel fyrir Hamar á síðasta tímabili þá hefur Dagný eytt talsverðum tíma í Bandaríkjunum í háskólaboltanum þar við góðan orðstír. Sagan segir að mörg félög hafi leitast eftir kröftum Dagnýjar í sumar, Dagný var spurð að því afhverju hún valdi Fjölni. „Það eru margir hlutir sem spila inn í en að mörgu leyti var lokaniðurstaðan bæði þjálfarinn og stelpurnar og svo framtíðarsýn félagsins,“ svaraði Dagný. Varðandi markmið Fjölnis á komandi leiktímabili voru svör Dagnýjar einföld. „Bikar á laugardaginn og svo alla leið í deildinni,“ sagði Dagný Lísa Davíðsdóttir, leikmaður Fjölnis, að lokum.
Fjölnir Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Sjá meira