Oddvitaáskorunin: Fyrstu orðin á fjósloftinu á Hvanneyri Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2021 15:01 Bjarni ásamt fjölskyldu sinni á góðri stundu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Bjarni Jónsson leiðir lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Mér er oft sagt að ég hafi tekið fyrstu orðin á fjósloftinu á Hvanneyri þegar faðir minn var þar við skólann, en það hafi nú bara verið baul. Við fluttum síðan til Noregs í þrjú ár á meðan faðir minn stundaði nám við Landbúnaðarháskólann í Ási og mamma vann sem þroskaþjálfi á sjúkrahúsinu. Ég ólst þó að mestu leiti upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þar lærði ég til verka, bæði til lands og sjós og um leið að bera virðingu fyrir náttúrunni og nýtingu hennar. Á unglingsárunum fluttumst við að Hólum í Hjaltadal þar sem faðir minn gerðist skólameistari Hólaskóla og hef ég búið í Skagafirði meira og minna síðan.“ „Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum, í Oregon þar sem að ég lagði stund á fiskifræði. Ég hef starfað sem háskólakennari við Háskólann á Hólum og stunda rannsóknir á náttúru Íslands til lands og sjávar og veiti ráðgjöf um auðlindanýtingu. Lengst af hef ég starfað sem fiskifræðingur. Eiginkonu minni Izati Zahra, sem er frá Indónesíu kynntist ég fyrst í brúðkaupi frænku hennar, en leið barst fyrst til Indónesíu í gegnum samstarfsfólk í fiskirannsóknum og þar ferðaðist ég líka nokkrar ferðir á milli eyja með bók Alfred Russel Wallace í bakpokanum, sem skrifaði fyrstur um þær kenningar sem við þekkjum um þróun lífs á jörðinni byggða á ferðum sínum um svæðið og reyndar einnig um svæðisbundna menningu. Það handrit lá á skrifborðinu hjá Darwin nokkrum vini hans til yfirlestrar, þangað til Darwin hafði sjálfur birt sína frægu bók um uppruna tegundanna. Ég hef ferðast víða með þessum hætti til að kynnast náttúru og menningu í öðrum heimshornum, en ekki síður hef ég gaman af því að ferðast um Ísland og njóta náttúru landsins og sögu og hitta og kynnast fólki. Við Zahra eiginkona mín eigum saman hann Jón Kolka sem að er 4 ára og er í leikskóla á Sauðárkróki. Síðan á ég Kristínu Kolka sem að er 26 ára gömul, lögfræðingur og býr hún og starfar erlendis hjá Uppbyggingarsjóði EFTA. Ég hef verið mikið í félagsstörfum og starfað á vettvangi sveitastjórna um árabil. Tók fyrst sæti árið 2002 í Skagafirði. Í pólitíkinni er mér helst hugleikið að byggja upp fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi. til þess tel ég þurfa róttæka byggðastefnu, styrkingu innviði svo treysta megi búsetu um land allt. Þá er virðing og sátt við náttúruna mér mjög hugleikin.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarni Jónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kothraunsgil í Bjarnarhafnarfjalli. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða mjólkurís hreinan og ómengaðan. Íslenski rjóminn fær að njóta sín. Uppáhalds bók? Richard Brautigan: In Watermelon sugar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skriðjöklar – Ég sé um hestinn. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Holta- og Landsveit. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hámhorf á sjávardýra teiknimyndaseríur Octonauts, Peppa Pig, dýralífsmyndir, og járnbrautalestir á youtube með 4 ára syni. Hvað tekur þú í bekk? 100 kg og vil komast aftur í 120 í vetur. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir Fjölskyldan með höfnina í Stykkishólmi í bakgrunni. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi og náttúruskáld. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er ekki allt gott að frétta af fjölskyldunni? Bjarni er lítið fyrir bragðaref því hann vill ísinn sinn hreinan og ómengaðan. Uppáhalds tónlistarmaður? KK. Besti fimmaurabrandarinn? Heyrt á La Colina Pizzeria Borgarnesi: „Viltu að ég skeri pizzuna í 6 eða 8 sneiðar?“ -„Bara 6, ég held að 8 sneiðar séu of mikið.“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Grásleppuvertíð frá Bjarnarhöfn á Síldinni með afa. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Bernie Sanders. Besta íslenska Eurovision-lagið? Halla Margrét - „Hægt og hljótt“. Besta frí sem þú hefur farið í? Vikuganga einn um Landmannaafrétt. Uppáhalds þynnkumatur? Pylsur, egg og hákarl með Egils malt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Sundmeistari. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Fjáröflunarbandí fyrir íþróttafélag FNV (Fjölbrautaskóla NV) með appelsínu á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Rómantískasta uppátækið? Nýveidd bleikja, blóðbergsté og Vilko pönnukökur í bröns með konunni í útilegu á Hofsafrétti. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira
Bjarni Jónsson leiðir lista Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í kosningunum. „Mér er oft sagt að ég hafi tekið fyrstu orðin á fjósloftinu á Hvanneyri þegar faðir minn var þar við skólann, en það hafi nú bara verið baul. Við fluttum síðan til Noregs í þrjú ár á meðan faðir minn stundaði nám við Landbúnaðarháskólann í Ási og mamma vann sem þroskaþjálfi á sjúkrahúsinu. Ég ólst þó að mestu leiti upp í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi. Þar lærði ég til verka, bæði til lands og sjós og um leið að bera virðingu fyrir náttúrunni og nýtingu hennar. Á unglingsárunum fluttumst við að Hólum í Hjaltadal þar sem faðir minn gerðist skólameistari Hólaskóla og hef ég búið í Skagafirði meira og minna síðan.“ „Ég bjó um tíma í Bandaríkjunum, í Oregon þar sem að ég lagði stund á fiskifræði. Ég hef starfað sem háskólakennari við Háskólann á Hólum og stunda rannsóknir á náttúru Íslands til lands og sjávar og veiti ráðgjöf um auðlindanýtingu. Lengst af hef ég starfað sem fiskifræðingur. Eiginkonu minni Izati Zahra, sem er frá Indónesíu kynntist ég fyrst í brúðkaupi frænku hennar, en leið barst fyrst til Indónesíu í gegnum samstarfsfólk í fiskirannsóknum og þar ferðaðist ég líka nokkrar ferðir á milli eyja með bók Alfred Russel Wallace í bakpokanum, sem skrifaði fyrstur um þær kenningar sem við þekkjum um þróun lífs á jörðinni byggða á ferðum sínum um svæðið og reyndar einnig um svæðisbundna menningu. Það handrit lá á skrifborðinu hjá Darwin nokkrum vini hans til yfirlestrar, þangað til Darwin hafði sjálfur birt sína frægu bók um uppruna tegundanna. Ég hef ferðast víða með þessum hætti til að kynnast náttúru og menningu í öðrum heimshornum, en ekki síður hef ég gaman af því að ferðast um Ísland og njóta náttúru landsins og sögu og hitta og kynnast fólki. Við Zahra eiginkona mín eigum saman hann Jón Kolka sem að er 4 ára og er í leikskóla á Sauðárkróki. Síðan á ég Kristínu Kolka sem að er 26 ára gömul, lögfræðingur og býr hún og starfar erlendis hjá Uppbyggingarsjóði EFTA. Ég hef verið mikið í félagsstörfum og starfað á vettvangi sveitastjórna um árabil. Tók fyrst sæti árið 2002 í Skagafirði. Í pólitíkinni er mér helst hugleikið að byggja upp fjölskylduvænt samfélag og fjölbreytt atvinnutækifæri við allra hæfi. til þess tel ég þurfa róttæka byggðastefnu, styrkingu innviði svo treysta megi búsetu um land allt. Þá er virðing og sátt við náttúruna mér mjög hugleikin.“ Klippa: Oddvitaáskorun - Bjarni Jónsson Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Kothraunsgil í Bjarnarhafnarfjalli. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða mjólkurís hreinan og ómengaðan. Íslenski rjóminn fær að njóta sín. Uppáhalds bók? Richard Brautigan: In Watermelon sugar. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) Skriðjöklar – Ég sé um hestinn. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Holta- og Landsveit. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Hámhorf á sjávardýra teiknimyndaseríur Octonauts, Peppa Pig, dýralífsmyndir, og járnbrautalestir á youtube með 4 ára syni. Hvað tekur þú í bekk? 100 kg og vil komast aftur í 120 í vetur. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Fyrir Fjölskyldan með höfnina í Stykkishólmi í bakgrunni. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Bóndi og náttúruskáld. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? Er ekki allt gott að frétta af fjölskyldunni? Bjarni er lítið fyrir bragðaref því hann vill ísinn sinn hreinan og ómengaðan. Uppáhalds tónlistarmaður? KK. Besti fimmaurabrandarinn? Heyrt á La Colina Pizzeria Borgarnesi: „Viltu að ég skeri pizzuna í 6 eða 8 sneiðar?“ -„Bara 6, ég held að 8 sneiðar séu of mikið.“ Ein sterkasta minningin úr æsku? Grásleppuvertíð frá Bjarnarhöfn á Síldinni með afa. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Bernie Sanders. Besta íslenska Eurovision-lagið? Halla Margrét - „Hægt og hljótt“. Besta frí sem þú hefur farið í? Vikuganga einn um Landmannaafrétt. Uppáhalds þynnkumatur? Pylsur, egg og hákarl með Egils malt. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Einu sinni. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Sundmeistari. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Fjáröflunarbandí fyrir íþróttafélag FNV (Fjölbrautaskóla NV) með appelsínu á milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. Rómantískasta uppátækið? Nýveidd bleikja, blóðbergsté og Vilko pönnukökur í bröns með konunni í útilegu á Hofsafrétti.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Vinstri græn Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Hollywood speglarnir slá í gegn Lífið samstarf Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Sjá meira