Fimm atriði sem kjósendur þurfa að vita um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar 20. september 2021 14:00 Mikilvægasta málið í dag er hvernig við ætlum að stöðva hlýnun jarðarinnar sem mun að óbreyttu gera jörðina okkar sem næst óbyggilega. Við Íslendingar erum ekki undanskildir frekar en aðrir jarðarbúar. Stjórnmálin hafa ekki sinnt þessum málaflokki nægjanlega en það er kominn tími á að breyta því. Það er mikið í húfi valdir séu flokkar sem vilja taka málin föstum tökum því tíminn er að renna frá okkur. Margir hafa skoðanir á þessum málum og eðlilega eru ekki allir vel upplýstir. Hér verða taldar upp nokkrar staðreyndir sem allir kjósendur þurfa að vita. 1. Ísland er í flokki með þeim sem standa sig hvað verst Því er haldið fram reglulega í fjölmiðlum að Ísland sé á einhvern hátt til fyrirmyndar í því að taka á loftslagsvandanum. Því fer fjarri þótt mörg ágæt skref hafi vissulega verði tekin. En veruleikinn sá að nær enginn árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi. Ef við skoðun losunina á hvert mannsbarn eigum við þann vafasama heiður að losa langmest af öllum löndum Evrópu (41 tonn af GHL á mann) eða rúmlega fimm sinnum meira en meðallosun í Evrópu, sem er 7 tonn á mann, og tvöfalt meira en Lúxemborg sem er þó í öðru sæti. Á heimsvísu eru örfá lönd sem losa meira per haus en við Íslendingar. Á Íslandi búa rúmlega 368.000 manns en í Noregi búa 5,4 milljónir manna en árleg heildarlosun Íslands er það mikil að hún er um þriðjungur af árlegri losun Noregs. 2. Áherslur í loftslagsmálum eru ekki þær bestu Sú aðgerð, sem flestir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á, er að skipta um orkugjafa í samgöngum. Með því að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn vistvæna orkugjafa drögum við úr losun sem nemur einni milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári. Þetta er mikilvæg aðgerð en skilar samt litlum ávinningi þegar á heildina er litið. Til að setja þessa tölu í samhengi losar illa farið land, sem er að stórum hluta vegna langvarandi ofbeitar á viðkvæmum gróðursvæðum, fjórum sinnum meira af GHL á hverju einasta ári. Framræst votlendi á Íslandi losar rúmar 9 milljónir tonna af þeim 18 milljónum tonna sem teljast til heildarlosunar Íslands (með illa förnu landi), sem þýðir að árleg losun frá landi er jafn mikil og samanlögð losun frá samgöngum í 13 ár. Forgangsröðunin er því hæpin. 3. Framræst votlendi og illa farið land varla nefnt hjá sumum stjórnmálaflokkum Af orðræðu sumra stjórnmálamanna mætti halda að álverin séu mesta ástæðan fyrir því að losun á Íslandi sé eins mikil og raun ber vitni. Einn flokkur hefur gengið svo langt í loftslagsstefnunni að vilja fjölga álverum á Íslandi til að forða þeim frá því að vera byggð í Kína og knúin með kolabrennslu. Látum þessa mjög sérstöku röksemdafærslu liggja milli hluta en ef við tökum álver sem dæmi þá er árleg losun GHL frá framræstu votlendi á Íslandi sambærileg við losun frá 33 álverum eins og í Straumsvík. Hið gríðarlega mikla magn GHL sem kemur frá framræstu votlendi er varla nefnt á nafn í mörgum loftlagsstefnum stjórnmálaflokka og það sama má segja um illa farið land. Af þeim 18 milljónum tonna sem Ísland losar koma 13.3 milljónir tonna frá framræstu landi (9,3 milljónir tonna) og illa förnu landi (4 milljónir tonna). 4. Þrír stjórnmálaflokkar hafa góða stefnu í loftslagsmálum en fimm fá falleinkunn Faglegt mat á stefnu stjórnmálaflokka sem Ungir umhverfissinnar gerðu sýndi að í þessu stærsta máli samtímans eru eingöngu þrír stjórnmálaflokkar sem fá mjög góða einkunn þ.e. Viðreisn, Píratar og VG og fimm aðrir algjöra falleinkunn, þar af tveir stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. 5. Neyðarástand yfirvofandi ef ekki tekst að draga hratt úr losun Samkvæmt vísindamönnum verður að draga úr losun um helming á næstu 10 árum því annars fer illa. Það þýðir á mannamáli að Ísland verður að draga úr losum sem nemur 9 milljónum tonna á næstu 10 árum. Tökum stór skref strax Forgangsröðun aðgerða hjá stjórnvöldum skiptir miklu máli ef árangur á að nást og byrja verður á stóru tölunum sem eru einnig einföldustu og ódýrustu aðgerðirnar. Það að stöðva strax beit á svæðum sem þola ekki beit ætti ekki að vera flókið mál ásamt því að stórauka landgræðslu og skógrækt. Það að loka skurðum og endurheimta votlendi á jörðum er ekki flókin aðgerð heldur. Hér þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka ákvarðanir. Höfundur er á framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Loftslagsmál Suðvesturkjördæmi Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta málið í dag er hvernig við ætlum að stöðva hlýnun jarðarinnar sem mun að óbreyttu gera jörðina okkar sem næst óbyggilega. Við Íslendingar erum ekki undanskildir frekar en aðrir jarðarbúar. Stjórnmálin hafa ekki sinnt þessum málaflokki nægjanlega en það er kominn tími á að breyta því. Það er mikið í húfi valdir séu flokkar sem vilja taka málin föstum tökum því tíminn er að renna frá okkur. Margir hafa skoðanir á þessum málum og eðlilega eru ekki allir vel upplýstir. Hér verða taldar upp nokkrar staðreyndir sem allir kjósendur þurfa að vita. 1. Ísland er í flokki með þeim sem standa sig hvað verst Því er haldið fram reglulega í fjölmiðlum að Ísland sé á einhvern hátt til fyrirmyndar í því að taka á loftslagsvandanum. Því fer fjarri þótt mörg ágæt skref hafi vissulega verði tekin. En veruleikinn sá að nær enginn árangur hefur náðst í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á Íslandi. Ef við skoðun losunina á hvert mannsbarn eigum við þann vafasama heiður að losa langmest af öllum löndum Evrópu (41 tonn af GHL á mann) eða rúmlega fimm sinnum meira en meðallosun í Evrópu, sem er 7 tonn á mann, og tvöfalt meira en Lúxemborg sem er þó í öðru sæti. Á heimsvísu eru örfá lönd sem losa meira per haus en við Íslendingar. Á Íslandi búa rúmlega 368.000 manns en í Noregi búa 5,4 milljónir manna en árleg heildarlosun Íslands er það mikil að hún er um þriðjungur af árlegri losun Noregs. 2. Áherslur í loftslagsmálum eru ekki þær bestu Sú aðgerð, sem flestir stjórnmálaflokkar leggja áherslu á, er að skipta um orkugjafa í samgöngum. Með því að skipta út jarðefnaeldsneyti og nota í staðinn vistvæna orkugjafa drögum við úr losun sem nemur einni milljón tonna af gróðurhúsalofttegundum á ári. Þetta er mikilvæg aðgerð en skilar samt litlum ávinningi þegar á heildina er litið. Til að setja þessa tölu í samhengi losar illa farið land, sem er að stórum hluta vegna langvarandi ofbeitar á viðkvæmum gróðursvæðum, fjórum sinnum meira af GHL á hverju einasta ári. Framræst votlendi á Íslandi losar rúmar 9 milljónir tonna af þeim 18 milljónum tonna sem teljast til heildarlosunar Íslands (með illa förnu landi), sem þýðir að árleg losun frá landi er jafn mikil og samanlögð losun frá samgöngum í 13 ár. Forgangsröðunin er því hæpin. 3. Framræst votlendi og illa farið land varla nefnt hjá sumum stjórnmálaflokkum Af orðræðu sumra stjórnmálamanna mætti halda að álverin séu mesta ástæðan fyrir því að losun á Íslandi sé eins mikil og raun ber vitni. Einn flokkur hefur gengið svo langt í loftslagsstefnunni að vilja fjölga álverum á Íslandi til að forða þeim frá því að vera byggð í Kína og knúin með kolabrennslu. Látum þessa mjög sérstöku röksemdafærslu liggja milli hluta en ef við tökum álver sem dæmi þá er árleg losun GHL frá framræstu votlendi á Íslandi sambærileg við losun frá 33 álverum eins og í Straumsvík. Hið gríðarlega mikla magn GHL sem kemur frá framræstu votlendi er varla nefnt á nafn í mörgum loftlagsstefnum stjórnmálaflokka og það sama má segja um illa farið land. Af þeim 18 milljónum tonna sem Ísland losar koma 13.3 milljónir tonna frá framræstu landi (9,3 milljónir tonna) og illa förnu landi (4 milljónir tonna). 4. Þrír stjórnmálaflokkar hafa góða stefnu í loftslagsmálum en fimm fá falleinkunn Faglegt mat á stefnu stjórnmálaflokka sem Ungir umhverfissinnar gerðu sýndi að í þessu stærsta máli samtímans eru eingöngu þrír stjórnmálaflokkar sem fá mjög góða einkunn þ.e. Viðreisn, Píratar og VG og fimm aðrir algjöra falleinkunn, þar af tveir stjórnarflokkanna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. 5. Neyðarástand yfirvofandi ef ekki tekst að draga hratt úr losun Samkvæmt vísindamönnum verður að draga úr losun um helming á næstu 10 árum því annars fer illa. Það þýðir á mannamáli að Ísland verður að draga úr losum sem nemur 9 milljónum tonna á næstu 10 árum. Tökum stór skref strax Forgangsröðun aðgerða hjá stjórnvöldum skiptir miklu máli ef árangur á að nást og byrja verður á stóru tölunum sem eru einnig einföldustu og ódýrustu aðgerðirnar. Það að stöðva strax beit á svæðum sem þola ekki beit ætti ekki að vera flókið mál ásamt því að stórauka landgræðslu og skógrækt. Það að loka skurðum og endurheimta votlendi á jörðum er ekki flókin aðgerð heldur. Hér þarf að horfast í augu við staðreyndir og taka ákvarðanir. Höfundur er á framboðslista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar