Bandaríkin slaka á ferðabanni til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2021 14:55 Frá JFK-flugvellinum í New York. Spencer Platt/Getty Images) Yfirvöld í Bandaríkjunum munu frá og með nóvember næstkomandi slaka á ferðabanni til landsins sem verið hefur í gildi frá því í mars á síðasta ári. Fullbólusettir íslenskir ferðamenn munu því að öllum líkindum geta ferðast til Bandaríkjanna á ný eftir langt hlé. Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna. Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Sjá meira
Reuters greinir frá og hefur eftir Jeff Zients, embættismanni sem heldur utan um viðbrögð yfirvalda í Bandaríkjunum við kórónuveirufaraldrinum. Hvíta húsið hefur einnig staðfest tíðindin. Í frétt Reuters segir að Bandaríkin munu opna á ferðir fullbólusettra ríkisborgara Kína, Indlands, Bretlands og fjölda ríkja Evrópu. Fastlega má gera ráð fyrir að Ísland sé þar á meðal. Munu tilslakanirnar taka gildi snemma í nóvember. Zients segir að ekki sé búið að taka ákvörðun um hvaða bóluefni verði tekin gild í Bandaríkjunum, Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna muni ákveða það. Þeir sem ferðast til Bandaríkjanna og eru ekki bandarískir ríkisborgarar þurfa að sýna fram á bólusetningu áður en ferðast er til landsins, auk neikvæðrar niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem ekki er eldri en þriggja daga. Fullbólusettir farþegar þurfa ekki að fara í sóttkví við komuna til Bandaríkjanna. „Nýja kerfið miðast við einstaklinga, fremur en frá hvaða löndum þeir koma og er þar af leiðandi sterkara kerfi,“ hefur fréttaveitan AP eftir Zients. Ferðabann, með ákveðnum undantekningum þó, hefur verið í gildi fyrir ríkisborgara þessara landa og fleiri, frá og með í mars á síðasta ári þegar Donald Trump, þáverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti þrjátíu daga ferðabann í upphafi kórónuveirufaraldursins, svo hefta mætti útbreiðslu veirunnar. Ferðabannið sem er í gildi nú tekur fyrir að nær allir ríkisborgarar annarra landa en Bandaríkjanna sem dvalið hafa í tvær vikur í Bretlandi, hinum 26 Schengen ríkjum (þar með talið Íslandi), Írlandi, Kína, Indlandi, Suður-Afríku, Íran og Brasilíu ferðist til Bandaríkjanna.
Bandaríkin Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Sjá meira