Velsældin í „landi tækifæranna“ Aldís Schram skrifar 21. september 2021 21:00 Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring Skoðun Skoðun Skoðun Smábátar bjóða betur! Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hverskonar frelsi vill Viðreisn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Tíminn til að njóta Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Forvarnir og fyrirmyndir er á ábyrgð okkar allra Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hóflegan jöfnuð fremur en ójöfnuð? Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móses og Martin Luther King Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Stjórnlaust útlendingahatur Útlendingastofnunar Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun 40 ára ráðgáta leyst Arnór Bjarki Svarfdal skrifar Skoðun Kvenréttindi varða okkur öll - óháð kyni Rósa S. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Vegna bílslyss árið 2020 missti Una Bjarnhéðinsdóttir vinnuna og fór á örorkubætur þess valdandi að hún, einstæð móðirin, hefur nú ekki efni á hollustumat, tannlækni, læknum, sálfræðingi, sjúkraþjálfun, tryggingum, líkamsrækt, hárgreiðslu, fatnaði, strætómiðum, námskeiðum, leikhúsmiðum, tónleikamiðum, gjöfum, utanbæjarferðum og utanlandsferðum og getur ekki efnt það loforð við átta ára dóttur sína að hún megi fara í tónlistarskóla í vetur. Hvað á Una að gera? 1) Setja barnið í tónlistarskóla og lifa sjálf á loftinu? 2) Hækka yfirdráttarheimildina? 3) Betla mataraðstoð? 4) Gerast vændiskona? 5) Efna ekki loforðið við barnið sitt? Kvótakóngurinn í bænum hans Einars Benediktssonar seldi kvótann burt árið 2018, með þeim lyktum að Jón missti vinnuna og húsið og gerðist bæjarómagi, þess valdandi að hann á nú ekki fyrir útskriftargjöf handa sonarsyninum. Hvað á hann að gera? 1) Mæta með gjöf upp á 10.000 krónur og borða ekki í fimm daga í staðinn? 2) Taka lán hjá banka? 3) Ræna Samherja? 4) Mæta tómhentur í veisluna? 5) Mæta ekki í veisluna? Jón Sigurðsson, sem gert er að lifa af ellilífeyri, á ekki fyrir lyfjum. Hvað á hann að gera? 1) Leysa út lyfin og lifa á kattamat í staðinn? 2) Láta loka fyrir rafmagn, síma, hita, sjónvarp og tryggingar og leysa út lyfin? 3) Kaupa flugmiða til Danmerkur, aðra leiðina? 4) Leysa ekki út lyfin? 5) Bjóða til síðustu kvöldmáltíðar á Hótel Íslandi og láta skrifa hjá fjármálaráðherra? Er nema von að kjósendur spyrji sig hvað stjórnarflokksmenn ætli sér að gera, haldi þeir velli? 1) Svíkja gefin loforð um að bæta hag eldri borgara? 2) Skeyta ekki um skýrslu Vörðu um örbirgð fatlaðs fólks? 3) Hækka beina skatta á lág- og millitekjufólk en lækka veiðigjöldin og skatta á kvótakóngana? 4) Virða að vettugi skoðanakannanir sem m.a. sýna að meirihluti þjóðarinnar vill að markaðsgjald verði greitt fyrir afnot af fiskimiðum landsins, hátekjufólkið borgi stærri hluta í skatt og að ríkisvaldið beiti sér fyrir því að minnka tekjumun í landinu? 5) Hunsa enn og aftur tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem samþykktar voru í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012 - m.a. þess efnis að 10% kjósenda geti lagt frumvarp til laga fyrir Alþingi, og þar með hindra að lýðræðislegur vilji landsmanna nái fram að ganga? Við vitum nú þegar svarið, því af ávöxtunum þekkjum við þá. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Eru vísindin á dagskrá? Eiríkur Steingrímsson,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Innviðauppbygging og viðhald í Sveitarfélaginu Árborg Álfheiður Eymarsdóttir,Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Jólin og börnin okkar: Að leggja áherslu á samveru frekar en gjafir Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun