Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. september 2021 15:15 Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hér á landi eru eins og víða annars staðar tækifæri til að auðgast. Dæmi: stunda viðskipti, koma auga á nýja möguleika og jafnvel að finna eitthvað upp sem selst vel. En oft er besta leiðin til að auðgast að komast í einokunaraðstöðu, sérstaklega ef um nýtingu almennra gæða er að ræða. Klassískt er að einhverjir fái að nýta hluta lands og gera hann smám saman að eigin eign. Þetta gerðist oft á öldum áður og þannig urðu til stéttir aðalsmanna sem byggðu á yfirráðum yfir landi. Slíkt kerfi var við lýði í Evrópu og entist fram á 19-öld. Kerfið endaði illa því að ekki var hægt að vinda ofan af því nema með blóðugri byltingu. Við Ísland eru auðug fiskimið sem gefa af sér um tvöfalt meira á hverja flatarmálseiningu en þekktustu önnur fiskimið í Norður-Atlantshafi, svo sem Norðursjórinn og Barentshafið. Tekjumöguleikar eru því miklir, einkum ef fáir njóta gæðanna. Örfáar íslenskar fjölskyldur telja sig nú eiga þessi fiskimið. Þessar fjölskyldur verja rétt sinn af hörku með fulltingi þingflokka sem hindra breytingar í þágu almennings. Þetta er upphaf að myndun stéttar aðalsmanna á Íslandi. Kvótahafar fengu þennan rétt fyrir lítið. Stórútgerðin fær að nota eign almennings, fiskveiðikvótann, og getur meira að segja selt hann frá sér á markaðsverði sem er margfalt það sem hún fær kvótann á. Dæmi eru um að útgerðarfyrirtæki fái botnfiskkvóta, þótt fyrirtækið veiði eingöngu uppsjávarfisk. Sá kvóti er seldur til annarra fyrir um 0,8 milljarða. Tekjur þessa hóps nýríkra aðalsmanna eru miklar. Kvótinn þeirra skapar þeim auð og völd sem ekki hafa áður sést. Gjafakvótinn gerir það að verkum að hagnaður stóru útgerðarfélaganna er svo mikill að þessi fyrirtæki kaupa stóran hluta í öðrum atvinnurekstri og eru líkleg til að eignast nærri allt sem bitastætt er í landinu. Með núverandi kerfi stefnum við að stéttskiptu þjóðfélagi. Það er ekki heillandi framtíðarsýn. Flokkur fólksins vill réttlæti og jöfn tækifæri til þeirra sem byggja og búa á Íslandi. Flokkur fólksins vill að fullt verð verði greitt fyrir aðgang að auðlind þjóðarinnar. Fólkið fyrst – svo allt hitt! Settu X við F á kjördag! Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi, skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun