Líklegur kanslari farinn að herma eftir heimsfrægri líkamsstöðu Merkel Snorri Másson skrifar 27. september 2021 20:03 Til vinstri Olaf Scholz, líklega verðandi kanslari Þýskalands, til hægri Maximilian Conrad stjórnmálafræðiprófessor, og svo þarf ekki að segja neinum hver á hendurnar á myndinni úr þýska þinginu. Getty Images/Vísir Á meðan því er spáð hér á landi að sama ríkisstjórn haldi velli, virðast Þjóðverjar vera á leið inn í nýja tíma með jafnaðarmann í kanslarastólnum. Stjórnmálafræðiprófessor segir líkindi með því hvernig stjórnmálin hafa þróast á Íslandi og í Þýskalandi - en telur að ekki sé að vænta vinstrisveiflu af Olaf Scholz, sem sé þegar farinn að leika Angelu Merkel. Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“ Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Niðurstöður kosninganna í Þýskalandi eru skýrar. Jafnaðarmenn bæta við sig 5,2 prósentum og kristilegir demókratar missa átta prósentustig. Báðir mætast þeir stórflokkarnir því í sömu stöðu, í kringum 25%. Eftir þetta afhroð hægrimanna, sem hafa ekki náð vopnum sínum eftir að Merkel hvarf af sviðinu, er ljóst að Þjóðverjar búa ekki við sama munað og Íslendingar - að fljóta rólega í faðm svipaðrar ríkisstjórnar. „Í dag, deginum eftir kosningar, getur maður engan veginn sagt til um hvernig stjórn verður mynduð. Núna þurfa flokkarnir bara að tala saman, en allir hafa þeir gefið út að þeir vilji ræða við alla flokkana,“ segir Maximilian Conrad, stjórnmálafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við fréttastofu. Mest hallast fólk að stjórn jafnaðarmanna með Frjálsum demókrötum og Græningjum, en viðræðurnar eiga það til að dragast á langinn, síðast tóku þær hálft ár, og á meðan starfar núverandi stjórn áfram. „Gárungarnir eru þegar farnir að grínast með þetta og einn blaðamaðurinn spurði í gær hvort það stefndi í að Angela Merkel flytti enn eitt nýársávarpið,“ segir Maximilian. Heimsfræg líkamsstaða Angelu Merkel Þjóðverjar fara ekki varhluta af þeirri alþjóðlegu þróun að smáflokkum fjölgar. „Maður sér þetta á Íslandi líka. Stjórnmálarófið er að verða brotakenndara, flokkarnir eru fleiri og minni, og það hefur auðvitað þær afleiðingar að stjórnarmyndunarviðræður verða sífellt flóknari enda þurfa fleiri að taka þátt í þeim.“ Kanslarinn fráfarandi hefur skilið eftir sig stórt skarð hjá kristilegum demókrötum.A.v.Stocki/ullstein bild - Getty Images Veldur þetta almennri vinstrisveiflu í þýskum stjórnmálum? „Nei það sé ég alls ekki fyrir mér. Í fyrsta lagi útiloka niðurstöður kosninganna að að jafnaðarmenn, græningjar og vinstrimenn myndi saman stjórn og því tel ég vinstrisveiflu ólíklega. Við það bætist að Olaf Scholz var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Merkel og hefur, í takti við það, viljað bjóða upp á órofið áframhald þeirra stjórnarhátta. Hann hefur meira að segja stillt sér upp sem hinum náttúrulega arftaka Angelu Merkel í kosningabaráttunni - og haldið á lofti tíglinum, hinum fræga látbragðstígli Angelu Merkel. Scholz hefur stundað tígulinn í kosningabaráttunni.“
Þýskaland Tengdar fréttir Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47 Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46 Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Sósíaldemókratar merja sigur í kosningunum en margt veltur á stjórnarmyndunarviðræðum Sósíaldemókratar hafa unnið nauman sigur í sambandsþingkosningunum í Þýskalandi, ef marka má fyrstu niðurstöður. Samkvæmt þeim hefur Sósíaldemókrataflokkurinn tryggt sér 25,7 prósent atkvæða en kristilegu íhaldsflokkarnir 24,1 prósent. 27. september 2021 06:47
Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24. september 2021 23:46
Vinstri sveifla skýtur þýskum millum skelk í bringu Þýskir auðkýfingar eru nú sagðir flytja eigur sínar til Sviss af ótta við að vinstri stjórn taki við eftir sambandsþingskosningar á sunnudag. Vinstriflokkarnir hafa boðað hækkun auðlegar- og erfðaskatts. 24. september 2021 15:48