Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2021 22:44 Einar Valur Valgarðsson er verkstjóri Suðurverks í Þorskafjarðarbrú. Arnar Halldórsson Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. Í fréttum Stöðvar 2 má sjá þegar sprengingu er hleypt af stað í nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn. Þorskafjörðurinn nötrar og grjótinu rignir yfir vinnusvæðið. Trukkar og gröfur vinna svo á fullu. Sprengt fyrir nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn.Arnar Halldórsson Fimm mánuðir eru frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við þverun Þorskafjarðar. Þeir mættu á svæðið þann 19. apríl en Suðurverk átti lægsta tilboð í verkið, upp á liðlega 2,2 milljarða króna. „Þetta hefur gengið mjög vel og áfallalaust, - góður mannskapur. Við erum komnir hér út að mastri, þar sem brúin á að rísa,“ segir Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Á miðjum firði er búið að gera vinnuplan þar sem smíði 260 metra langrar brúar er að hefjast.Arnar Halldórsson Verkið fram til þessa hefur einkum falist í því að leggja veg út í fjörðinn og gera þar vinnuplan fyrir brúarsmíðina. „Þetta þarf að síga og þetta er að verða nokkuð stabílt. Þannig að nú getur farið að hefjast niðurrekstur á staurum og í framhaldi af því bara brúarsmíðin.“ Sem gæti hafist í næstu viku, að sögn Einars. Eykt annast smíði brúarinnar, sem verður 260 metra löng, en alls bætast við 2,7 kílómetrar af nýjum vegi. Brúin tekur land að austanverðu við Kinnarstaði. Vaðalfjöll í baksýn.Arnar Halldórsson Heimamenn sýna verkinu mikinn áhuga. „Já, það virðist vera mjög mikill áhugi. Fólk kemur hérna mikið og stoppar og fylgist með. Já, það sýnir þessu mikinn áhuga.“ Og ekki bara mannfólkið. Meðan fréttamenn Stöðvar 2 mynduðu brúarvinnuna flaug haförn yfir en Einar Valur segir arnarpar halda til á svæðinu. „Já, þeir fljúga hérna yfir og fylgjast með. Þeir taka þetta út á hverjum degi hérna.“ Séð yfir vinnusvæðið.Arnar Halldórsson En eru ernirnir ekkert hræddir við verktakana? „Nei, þetta eru bara orðnir góðkunningjar okkar. Fara mjög nálægt okkur oft.“ -Það er dálítið spennandi að hafa þá fyrir augunum á hverjum degi. „Já, þetta er tignarlegur og fallegur fugl. Þetta er bara vinalegt að hafa þá hérna,“ svarar verkstjórinn. Verklok eru áætluð í júnílok árið 2024. Við það styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu árum var fjallað um haförn sem kom upp unga við framkvæmdasvæði í Vatnsfirði: Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. 20. júní 2014 17:30 Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28. september 2011 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 má sjá þegar sprengingu er hleypt af stað í nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn. Þorskafjörðurinn nötrar og grjótinu rignir yfir vinnusvæðið. Trukkar og gröfur vinna svo á fullu. Sprengt fyrir nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn.Arnar Halldórsson Fimm mánuðir eru frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við þverun Þorskafjarðar. Þeir mættu á svæðið þann 19. apríl en Suðurverk átti lægsta tilboð í verkið, upp á liðlega 2,2 milljarða króna. „Þetta hefur gengið mjög vel og áfallalaust, - góður mannskapur. Við erum komnir hér út að mastri, þar sem brúin á að rísa,“ segir Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Á miðjum firði er búið að gera vinnuplan þar sem smíði 260 metra langrar brúar er að hefjast.Arnar Halldórsson Verkið fram til þessa hefur einkum falist í því að leggja veg út í fjörðinn og gera þar vinnuplan fyrir brúarsmíðina. „Þetta þarf að síga og þetta er að verða nokkuð stabílt. Þannig að nú getur farið að hefjast niðurrekstur á staurum og í framhaldi af því bara brúarsmíðin.“ Sem gæti hafist í næstu viku, að sögn Einars. Eykt annast smíði brúarinnar, sem verður 260 metra löng, en alls bætast við 2,7 kílómetrar af nýjum vegi. Brúin tekur land að austanverðu við Kinnarstaði. Vaðalfjöll í baksýn.Arnar Halldórsson Heimamenn sýna verkinu mikinn áhuga. „Já, það virðist vera mjög mikill áhugi. Fólk kemur hérna mikið og stoppar og fylgist með. Já, það sýnir þessu mikinn áhuga.“ Og ekki bara mannfólkið. Meðan fréttamenn Stöðvar 2 mynduðu brúarvinnuna flaug haförn yfir en Einar Valur segir arnarpar halda til á svæðinu. „Já, þeir fljúga hérna yfir og fylgjast með. Þeir taka þetta út á hverjum degi hérna.“ Séð yfir vinnusvæðið.Arnar Halldórsson En eru ernirnir ekkert hræddir við verktakana? „Nei, þetta eru bara orðnir góðkunningjar okkar. Fara mjög nálægt okkur oft.“ -Það er dálítið spennandi að hafa þá fyrir augunum á hverjum degi. „Já, þetta er tignarlegur og fallegur fugl. Þetta er bara vinalegt að hafa þá hérna,“ svarar verkstjórinn. Verklok eru áætluð í júnílok árið 2024. Við það styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu árum var fjallað um haförn sem kom upp unga við framkvæmdasvæði í Vatnsfirði:
Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. 20. júní 2014 17:30 Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28. september 2011 19:30 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52
Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. 20. júní 2014 17:30
Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44
Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28. september 2011 19:30