Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Njarðvík 113-110 | Þór Þorlákshöfn er meistari meistaranna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. október 2021 23:45 Þórsarar unnu meistarakeppni KKÍ. KKÍ Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar eru meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum Njarðvíkur 113-100. Fyrri hálfleikur bauð upp á nóg af hasar. Þórsarar byrjuðu á að skora fyrstu sjö stig leiksins áður en Njarðvíkingar tóku gott áhlaup og snéru stöðunni sér í hag. Heimamenn tóku þá aftur áhlaup og þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 25-21, Þórsurum í vil. Annar leikhluti var enn fjörugri en sá fyrsti. Gestirnir byrjuðu vel og náðu fljótt sex stiga forskoti. Þegar annar leikhluti var rétt rúmlega hálfnaður fannst Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur, brotið á sínum manni og lét dómara leiksins heyra það. Dómararnir voru hins vegar ekki í neinu stuði fyrir það og Benedikt fékk tæknivillu að launum. Það stoppaði hann þó ekki í því að halda áfram og fyrir það fékk hann aðra viðstöðulausa tæknivillu og var þar með sendur úr húsi. Liðin skiptust á að skora eftir þetta og heimamenn náðu forystunni aftur í stöðunni 55-53. Njarðvíkingar voru fljótir að svara fyrir sig og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 59-57, Njarðvíkingum í vil. Þórsarar mættu virkilega grimmir til leiks í seinni háflleik og náðu fljótt yfirhöndinni. Heimamenn skoruðu fyrstu tíu stig þriðja leikhluta, og raunar náðu þeir 14-2 áhlaupi á fyrstu mínútum seinni hálfleiksins. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 89-71, og heimamenn höfðu því unnið þriðja fjórðunginn með tuttugu stigum. Í fjórða leikhluta var þetta nánast orðið formsatriði fyrir Þórsara. Gestirnir gerðu ágætis tilraun til að gera leikinn spennandi þegar þeir minnkuðu muninn í tíu stig þegar um tvær og hálf mínútua voru eftir, en heimamenn voru klókir á lokamínútunum og unnu að lokum góðan 13 stiga sigur, 113-100. Af hverju vann Þór? Þórsarar spiluðu virkilega góðan sóknarleik í 40 mínútur í kvöld. Þegar að þeir tvinnuðu það saman við góðan varnarleik í seinni hálfleik var fljótlega ljóst að sigurinn yrði þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Mortensen var öflugur í liði heimamanna í kvöld. Hann skilaði 26 stigum og tók auk þess 7 fráköst. Ronaldas Rutkauskas skilaði einnig góðu dagsverki, en skoraði 23 tig og tók 12 fráköst. Í liði gestanna var það Fotios Lampropolous sem var atkvæðamestur með 26 stig og 11 fráköst. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að hemja sóknarleik andstæðinganna mest allan leikinn. Vörn heimamanna datt þó í gír í þriðja leikhluta og það var líklega það sem skóp sigurinn. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á fimmtudaginn í Njarðvík klukkan 18:15 þegar að deildin fer af stað á nýjan leik. Logi Gunnarsson: Við áttum ekki séns í þá í seinni Logi Gunnarsson var svekktur að hafa ekki tekið bikarinn með sér heim.VÍSIR/VILHELM „Við vissum svo sem að þetta eru Íslandsmeistararnir og þeir eru flottir, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Logi Gunanrsson, fyrirliði Njarðvíkur í leikslok. „Þeir eru komnir með fjóra nýja erlenda leikmenn og allir flottir og hittu náttúrulega úr öllu. Við vorum flatir í þriðja, ég veit ekki hvað það var því mér fannst við vera ágætir í fyrri hálfleik.“ „Við vorum yfir þarna með þrem eða fjórum stigum en þeir settu okkur einhvernvegin á hælana og við áttum ekki séns í þá í seinni.“ Logi segir að varnarleikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska í kvöld, og að það gangi ekki að fá á sig vel yfir hundrað stig ef þeir ætli sér að gera eitthvað í deildinni í vetur. „Það vantaði varnarleikinn. Þetta var smá svona „wake-up call“ fyrir varnarleikinn okkar. Við erum að fá á okkur 113 stig og það er allt of mikið ef þú ætlar að vera gott lið í þessari deild. Kannski er þetta eitthvað sem við þurftum á að halda, smá spark í rassinn.“ „En við vildum vinna þennan titil. Þetta er ekki eitthvað sem þú færð oft að taka þátt í. Það eru bara Íslands- og bikarmeistarar sem fá að keppa, þannig að ég er svekktur að hafa ekki unnið hann.“ Logi hélt svo áfram að tala um varnarleik liðsins, og segir að Njarðvíkurliðinu hafi vantað ákefð í kvöld. „Þetta tengist allt. Varnarleikurinn snýst líka um það að setja boltapressu og vera ákveðinn. Mér fannst við bara flatir sem er bara óskiljanlegt og óþarfi fannst mér.“ „En við breytum því, við fáum þá aftur á fimmtudaginn sko,“ sagði Logi léttur í lokin. Körfubolti UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Íslenski körfuboltinn
Íslandsmeistarar Þórs Þorlákshafnar eru meistarar meistaranna eftir sigur á bikarmeisturum Njarðvíkur 113-100. Fyrri hálfleikur bauð upp á nóg af hasar. Þórsarar byrjuðu á að skora fyrstu sjö stig leiksins áður en Njarðvíkingar tóku gott áhlaup og snéru stöðunni sér í hag. Heimamenn tóku þá aftur áhlaup og þegar fyrsta leikhluta lauk var staðan 25-21, Þórsurum í vil. Annar leikhluti var enn fjörugri en sá fyrsti. Gestirnir byrjuðu vel og náðu fljótt sex stiga forskoti. Þegar annar leikhluti var rétt rúmlega hálfnaður fannst Benedikt Guðmundssyni, þjálfara Njarðvíkur, brotið á sínum manni og lét dómara leiksins heyra það. Dómararnir voru hins vegar ekki í neinu stuði fyrir það og Benedikt fékk tæknivillu að launum. Það stoppaði hann þó ekki í því að halda áfram og fyrir það fékk hann aðra viðstöðulausa tæknivillu og var þar með sendur úr húsi. Liðin skiptust á að skora eftir þetta og heimamenn náðu forystunni aftur í stöðunni 55-53. Njarðvíkingar voru fljótir að svara fyrir sig og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 59-57, Njarðvíkingum í vil. Þórsarar mættu virkilega grimmir til leiks í seinni háflleik og náðu fljótt yfirhöndinni. Heimamenn skoruðu fyrstu tíu stig þriðja leikhluta, og raunar náðu þeir 14-2 áhlaupi á fyrstu mínútum seinni hálfleiksins. Þegar komið var að lokaleikhlutanum var staðan 89-71, og heimamenn höfðu því unnið þriðja fjórðunginn með tuttugu stigum. Í fjórða leikhluta var þetta nánast orðið formsatriði fyrir Þórsara. Gestirnir gerðu ágætis tilraun til að gera leikinn spennandi þegar þeir minnkuðu muninn í tíu stig þegar um tvær og hálf mínútua voru eftir, en heimamenn voru klókir á lokamínútunum og unnu að lokum góðan 13 stiga sigur, 113-100. Af hverju vann Þór? Þórsarar spiluðu virkilega góðan sóknarleik í 40 mínútur í kvöld. Þegar að þeir tvinnuðu það saman við góðan varnarleik í seinni hálfleik var fljótlega ljóst að sigurinn yrði þeirra. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Mortensen var öflugur í liði heimamanna í kvöld. Hann skilaði 26 stigum og tók auk þess 7 fráköst. Ronaldas Rutkauskas skilaði einnig góðu dagsverki, en skoraði 23 tig og tók 12 fráköst. Í liði gestanna var það Fotios Lampropolous sem var atkvæðamestur með 26 stig og 11 fráköst. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að hemja sóknarleik andstæðinganna mest allan leikinn. Vörn heimamanna datt þó í gír í þriðja leikhluta og það var líklega það sem skóp sigurinn. Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á fimmtudaginn í Njarðvík klukkan 18:15 þegar að deildin fer af stað á nýjan leik. Logi Gunnarsson: Við áttum ekki séns í þá í seinni Logi Gunnarsson var svekktur að hafa ekki tekið bikarinn með sér heim.VÍSIR/VILHELM „Við vissum svo sem að þetta eru Íslandsmeistararnir og þeir eru flottir, sérstaklega á heimavelli,“ sagði Logi Gunanrsson, fyrirliði Njarðvíkur í leikslok. „Þeir eru komnir með fjóra nýja erlenda leikmenn og allir flottir og hittu náttúrulega úr öllu. Við vorum flatir í þriðja, ég veit ekki hvað það var því mér fannst við vera ágætir í fyrri hálfleik.“ „Við vorum yfir þarna með þrem eða fjórum stigum en þeir settu okkur einhvernvegin á hælana og við áttum ekki séns í þá í seinni.“ Logi segir að varnarleikur liðsins hafi ekki verið upp á marga fiska í kvöld, og að það gangi ekki að fá á sig vel yfir hundrað stig ef þeir ætli sér að gera eitthvað í deildinni í vetur. „Það vantaði varnarleikinn. Þetta var smá svona „wake-up call“ fyrir varnarleikinn okkar. Við erum að fá á okkur 113 stig og það er allt of mikið ef þú ætlar að vera gott lið í þessari deild. Kannski er þetta eitthvað sem við þurftum á að halda, smá spark í rassinn.“ „En við vildum vinna þennan titil. Þetta er ekki eitthvað sem þú færð oft að taka þátt í. Það eru bara Íslands- og bikarmeistarar sem fá að keppa, þannig að ég er svekktur að hafa ekki unnið hann.“ Logi hélt svo áfram að tala um varnarleik liðsins, og segir að Njarðvíkurliðinu hafi vantað ákefð í kvöld. „Þetta tengist allt. Varnarleikurinn snýst líka um það að setja boltapressu og vera ákveðinn. Mér fannst við bara flatir sem er bara óskiljanlegt og óþarfi fannst mér.“ „En við breytum því, við fáum þá aftur á fimmtudaginn sko,“ sagði Logi léttur í lokin.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu