Hverfið mitt 2.0 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 3. október 2021 09:01 Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosningin stendur yfir. Þannig er reynt að tryggja sem best aðgengi allra að kosningunni. Það tekur bara örskamma stund að kjósa! Taktu endilega þátt og gerðu þitt hverfi enn betra. Hvers vegna Hverfið mitt? Við viljum öll að sem mest gott sé gert sem fyrst. Við viljum líklega flest ærslaberg í alla hverfiskjarna, leikvelli með óteljandi leiktækjum, fullkomna lýsingu sem allra víðast, frábært umhverfi fyrir hjólreiðar og svo framvegis. Ekki bara það, við viljum það núna strax! Og okkur finnst ekkert sjálfsagðara. Að bæta umhverfið að þessu leyti er vissulega stefnan! En allt tekur tíma og staðan er sú að peningar eru af skornum skammti og það þarf að forgangsraða. Hverfið mitt snýst um að hleypa íbúanum inn í það ferli frekar en að það eigi sér stað í litlum hópi innan fjögurra veggja. Hugmyndirnar eru lýðsprottnar, þær eru útfærðar í samráði við íbúa, þeim er forgangsraðað af íbúum á kjörseðla og svo eru þær endanlega kosnar af íbúum hverfanna. Þið vitið nefnilega best hvað vantar innan ykkar hverfis. Önnur leið væri að leyfa starfsfólki eða kjörnum fulltrúum í borgarstjórn bara að ráða hvað gert er við þessa peninga. Hvað er bætt fyrst og hvernig planið lítur út. En við höfum valið aðra leið: Að leyfa þér að ákveða. Nýtt Hverfið mitt 2.0! Hugmyndir og athugasemdir íbúa á íbúafundum og í almennri umfjöllun hafa leitt til breytinga á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Breytingarnar kristallast í ákveðnum nýjungum í þessari kosningu. Við vonum að með þeim aukist ánægja með Hverfið mitt og þær framkvæmdir sem af því leiðir. En hvaða breytingar hafa orðið? Viðhalds- og öryggisverkefni tekin út Á sínum tíma var það töluvert gagnrýnt að Hverfið mitt kosning stæði stundum milli hugmynda um betrumbætur í hverfunum eins og nýjan ærslabelg eða rólur fyrir alla aldurshópa og svo hugmynda um öryggis- og viðhaldsráðstafanir sem fólki þótti sjálfsagðar. Þó upprunaleg röksemd fyrir þáverandi fyrirkomulagi hafi verið að í kerfi takmarkaðs fjárhags þar sem forgangsröðun er nauðsynleg eigi íbúar að hafa rödd við forgangsröðun, þá var ákveðið eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru að breyta þessu. Við höfum því fjarlægt hugmyndir sem tengjast reglulegum viðhalds- og öryggisverkefnum. Þær tillögur verða hér eftir sendar á annan vettvang innan borgarinnar þar sem viðhalds- og öryggisaðgerðum er forgangsraðað út frá heildstæðri nálgun og mati. Það sem ratað hefur inn eru umfangsmeiri breytingar en hefði ellegar verið ráðist í sem hluti af reglulegu viðhaldi og öryggisumbótaferli sem bæta gæði umhverfis umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Þannig er íbúanum réttur lykillinn að því að forgangsraða hvaða breytingum óskað er eftir öðrum framar á þessum tímapunkti. Stundum eru verkefni jú á löngum lista sem mun taka mörg ár að klára og þá getur Hverfið mitt komið að gagni við að breyta forgangsröðun þess lista. Þó endurnýjun og viðhald leikvalla sé á reglulegri viðhaldsáætlun þá er ekki endilega hluti af því að fá þar inn splunkunýja aparólu eða ærslabelg, sem getur vel verið eitthvað sem skiptir íbúa hverfisins máli. Meira samráð og stærri peningapottur Annað sem okkur var bent á af íbúum varðandi Hverfið mitt var að stundum voru verkefnin sem voru framkvæmd eftir kosningu ekki nægilega vel í takt við upprunalega hugmynd hugmyndahöfunda. Stundum bárust kvartanir úr hverfunum vegna þess að verkefnin voru ekki staðsett á heppilegum stað. Mörgum fannst ruglandi að hugmyndasöfnun eitt árið var farin af stað áður en verkefni síðasta árs voru framkvæmd, þess vegna rötuðu stundum verkefni sem höfðu verið kjörin til framkvæmda eitt árið inn í hugmyndasöfnun næsta árs. Vegna allra þessara þátta var ráðist í breytingar á tímalínu Hverfið mitt hringrásarinnar þannig að tímalínan nær nú yfir tvö ár frekar en eitt ár. Hugmyndasöfnun fer þannig ekki lengur af stað áður en hugmyndir komast til framkvæmda sem minnkar rugling. Með þessu móti er meiri tími til samráðs við hugmyndahöfunda um hugmyndir og verkefni til að auka ánægju með endanlegar niðurstöður framkvæmda og svo gefst með þessu betri tími til að íbúaráðin og íbúar í hverfunum hafi aukna aðkomu að staðsetningu verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er mun stærri peningapottur í hvert skipti þannig að stærri og fleiri verkefni komist til framkvæmda. Verkefni sem hefðu áður kannski ekki náð kosningu eru orðin líklegri í dag, þannig eykst einnig fjölbreytni þeirra verkefna sem ná kosningu. Ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Hverfið mitt er þekkt á heimsvísu sem framsækið lýðræðisverkefni og við erum fyrirmynd margra annarra borga og bæja hvað þetta varðar. Mikil ánægja er með Hverfið mitt en ég vona að þessar breytingar sem sníða af ákveðna vankanta auki ánægju enn frekar svo við öll megum sem best við una. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Píratar Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Hverfið mitt kosningin er hafin! Öll sem eru fædd árið 2006 eða fyrr og eiga lögheimili í Reykjavík, óháð ríkisborgararétti, tekið þátt í kosningunni. Kosningin er rafræn á hverfidmitt.is og stendur yfir í tvær vikur eða til hádegis 14. október. Til að auðvelda þátttöku íbúa sem ekki hafa íslensku sem fyrsta mál er vefurinn einnig á pólsku og ensku. Það er hægt að fá aðstoð við að kjósa í þjónustuveri Reykjavíkurborgar að Borgartúni 12-14 og á öllum fimm þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar á meðan kosningin stendur yfir. Þannig er reynt að tryggja sem best aðgengi allra að kosningunni. Það tekur bara örskamma stund að kjósa! Taktu endilega þátt og gerðu þitt hverfi enn betra. Hvers vegna Hverfið mitt? Við viljum öll að sem mest gott sé gert sem fyrst. Við viljum líklega flest ærslaberg í alla hverfiskjarna, leikvelli með óteljandi leiktækjum, fullkomna lýsingu sem allra víðast, frábært umhverfi fyrir hjólreiðar og svo framvegis. Ekki bara það, við viljum það núna strax! Og okkur finnst ekkert sjálfsagðara. Að bæta umhverfið að þessu leyti er vissulega stefnan! En allt tekur tíma og staðan er sú að peningar eru af skornum skammti og það þarf að forgangsraða. Hverfið mitt snýst um að hleypa íbúanum inn í það ferli frekar en að það eigi sér stað í litlum hópi innan fjögurra veggja. Hugmyndirnar eru lýðsprottnar, þær eru útfærðar í samráði við íbúa, þeim er forgangsraðað af íbúum á kjörseðla og svo eru þær endanlega kosnar af íbúum hverfanna. Þið vitið nefnilega best hvað vantar innan ykkar hverfis. Önnur leið væri að leyfa starfsfólki eða kjörnum fulltrúum í borgarstjórn bara að ráða hvað gert er við þessa peninga. Hvað er bætt fyrst og hvernig planið lítur út. En við höfum valið aðra leið: Að leyfa þér að ákveða. Nýtt Hverfið mitt 2.0! Hugmyndir og athugasemdir íbúa á íbúafundum og í almennri umfjöllun hafa leitt til breytinga á lýðræðisverkefninu Hverfið mitt á vettvangi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur. Breytingarnar kristallast í ákveðnum nýjungum í þessari kosningu. Við vonum að með þeim aukist ánægja með Hverfið mitt og þær framkvæmdir sem af því leiðir. En hvaða breytingar hafa orðið? Viðhalds- og öryggisverkefni tekin út Á sínum tíma var það töluvert gagnrýnt að Hverfið mitt kosning stæði stundum milli hugmynda um betrumbætur í hverfunum eins og nýjan ærslabelg eða rólur fyrir alla aldurshópa og svo hugmynda um öryggis- og viðhaldsráðstafanir sem fólki þótti sjálfsagðar. Þó upprunaleg röksemd fyrir þáverandi fyrirkomulagi hafi verið að í kerfi takmarkaðs fjárhags þar sem forgangsröðun er nauðsynleg eigi íbúar að hafa rödd við forgangsröðun, þá var ákveðið eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru að breyta þessu. Við höfum því fjarlægt hugmyndir sem tengjast reglulegum viðhalds- og öryggisverkefnum. Þær tillögur verða hér eftir sendar á annan vettvang innan borgarinnar þar sem viðhalds- og öryggisaðgerðum er forgangsraðað út frá heildstæðri nálgun og mati. Það sem ratað hefur inn eru umfangsmeiri breytingar en hefði ellegar verið ráðist í sem hluti af reglulegu viðhaldi og öryggisumbótaferli sem bæta gæði umhverfis umfram þær lágmarkskröfur sem gerðar eru. Þannig er íbúanum réttur lykillinn að því að forgangsraða hvaða breytingum óskað er eftir öðrum framar á þessum tímapunkti. Stundum eru verkefni jú á löngum lista sem mun taka mörg ár að klára og þá getur Hverfið mitt komið að gagni við að breyta forgangsröðun þess lista. Þó endurnýjun og viðhald leikvalla sé á reglulegri viðhaldsáætlun þá er ekki endilega hluti af því að fá þar inn splunkunýja aparólu eða ærslabelg, sem getur vel verið eitthvað sem skiptir íbúa hverfisins máli. Meira samráð og stærri peningapottur Annað sem okkur var bent á af íbúum varðandi Hverfið mitt var að stundum voru verkefnin sem voru framkvæmd eftir kosningu ekki nægilega vel í takt við upprunalega hugmynd hugmyndahöfunda. Stundum bárust kvartanir úr hverfunum vegna þess að verkefnin voru ekki staðsett á heppilegum stað. Mörgum fannst ruglandi að hugmyndasöfnun eitt árið var farin af stað áður en verkefni síðasta árs voru framkvæmd, þess vegna rötuðu stundum verkefni sem höfðu verið kjörin til framkvæmda eitt árið inn í hugmyndasöfnun næsta árs. Vegna allra þessara þátta var ráðist í breytingar á tímalínu Hverfið mitt hringrásarinnar þannig að tímalínan nær nú yfir tvö ár frekar en eitt ár. Hugmyndasöfnun fer þannig ekki lengur af stað áður en hugmyndir komast til framkvæmda sem minnkar rugling. Með þessu móti er meiri tími til samráðs við hugmyndahöfunda um hugmyndir og verkefni til að auka ánægju með endanlegar niðurstöður framkvæmda og svo gefst með þessu betri tími til að íbúaráðin og íbúar í hverfunum hafi aukna aðkomu að staðsetningu verkefna. Rúsínan í pylsuendanum er mun stærri peningapottur í hvert skipti þannig að stærri og fleiri verkefni komist til framkvæmda. Verkefni sem hefðu áður kannski ekki náð kosningu eru orðin líklegri í dag, þannig eykst einnig fjölbreytni þeirra verkefna sem ná kosningu. Ég tel að þessar breytingar séu af hinu góða. Hverfið mitt er þekkt á heimsvísu sem framsækið lýðræðisverkefni og við erum fyrirmynd margra annarra borga og bæja hvað þetta varðar. Mikil ánægja er með Hverfið mitt en ég vona að þessar breytingar sem sníða af ákveðna vankanta auki ánægju enn frekar svo við öll megum sem best við una. Höfundur er formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata.
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar