Ungmenni geta haft mikil áhrif Matthías Freyr Matthíasson skrifar 4. október 2021 14:00 Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mannréttindi Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þekkir þú ungmenni sem vilja taka þátt í að vinna að mannréttindum barna? Nú þegar samfélagið hefur opnast að nýju eftir Covid-19 faraldurinn köllum við hjá Barnaheillum eftir ungu fólki til að hafa áhrif og leggja sitt af mörkum til að breyta heiminum. Ungheill eru ungmennaráð Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þar eru ungmenni á aldrinum 13 – 18 ára og geta allir sem eru á þessum aldri gefið kost á sér í stjórn ráðsins. Hlutverk Ungheilla er meðal annars að vera til ráðgjafar í starfsemi Barnaheilla. Með þátttöku í ungmennaráðinu gefst ungmennum tækifæri til þess að hafa bein áhrif á málefni sem skipta þau máli. Er það gert með margvíslegum hætti líkt og með greinaskrifum, umsögnum um lagafrumvörp, samstarf við önnur ungmennaráð og félagasamtök og með því að setja þrýsting á stjórnvöld. Þeir sem taka þátt hafa ótal tækifæri til þess að kynnast nýjum málefnum, nýju fólki og jafnvel taka þátt í erlendu samstarfi. Fulltrúi Ungheilla situr stjórnarfundi Barnaheilla. Stjórn Ungheilla starfar eftir gildum og markmiðum Barnaheilla og er Barnasáttmálinn leiðarljós í öllum verkefnum og allri ákvörðunartöku samtakanna. Raddir og skoðanir ungmenna skipta gríðarlega miklu máli og það er mikill auður fyrir Barnaheill að hafa starfandi virkt og öflugt ungmennaráð, en það sem skiptir ekki minna máli eru áhrifin sem ungmennaráð getur haft á samfélagið í heildina með þeim verkefnum sem það tekur sér fyrir hendur. Þann 7. október næstkomandi fer fram aðalfundur Ungheilla á skrifstofu Barnaheilla, Fákafeni 9, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 16:00 og lýkur kl. 19:00. Við hjá Barnaheillum hvetjum ungmenni til þess að mæta og hafa áhrif sem og þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórn ungmennaráðsins. Nánari upplýsingar um Ungheill og Barnaheill má finna á heimasíðu samtakanna http://www.barnaheill.is Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar