FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 22:45 Larry Nassar afplánar nú jafngildi lífstíðardóms í fangelsi fyrir brot sín gegn fjölda fimleikakvenna. Vísir/Getty Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Nassar braut gegn fjölda ungra fimleikastúlkna og kvenna, bæði í starfi sínu sem liðslæknir fimleikalandsliðsins og hjá Ríkisháskólanum í Michigan. Hann var sakfelldur fyrir kynferðislega misnotkun og vörslu á barnaklámi og afplánar nú jafngildi lífstíðarfangelsisdóms. Alríkislögreglan fékk fyrst vitneskju um stórfelld brot Nassar árið 2015 þegar Fimleikasamband Bandaríkjanna tilkynnti henni um þau. Þar dagaði málið uppi. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins fór hörðum orðum um tvo fulltrúa alríkislögreglunnar og hvernig þeir tóku á máli Nassar. Yfirmenn á skrifstofu FBI í Indianapolis hefðu ekki gert yfirvöldum í þeim ríkjum og sýslum sem Nassar framdi brotin viðvart um þau. Einn þeirra hefði logið að rannsakendum endurskoðandans til að hylma yfir eigin hagsmunaárekstra og mistök FBI, að því er segir í frétt New York Times. Yfirsjónir FBI hafi leitt til þess að Nassar hafi gefist tími til að brjóta á enn fleiri stúlkum áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann á endanum. Á fjórða hundrað stúlkna og kvenna hafa sakað Nassar um að brjóta á sér, þar á meðal Simone Biles, fremsta fimleikakona heims. Dómsmálaráðuneytið kaus að ákæra ekki FBI-fulltrúana fyrir framferði sitt á sínum tíma. Afar fátítt er sagt að ráðuneytið kjósi að endurskoða slíka ákvörðun. Simone Biles þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings um brot Nassar og mistök FBI í síðasta mánuði.AP/Saul Loeb Ræddi við yfirmann fimleikasambandsins um starf Þegar ásakanirnar á hendur Nassar komu inn á borð FBI í Indianapolis átti W. Jay Abbott, yfirmaður útibúsins þar í viðræðum við forseta bandaríska fimleikasambandsins um starf fyrir Ólympíunefndina. Í skýrslu innri endurskoðanda dómsmálaráðuneytisins kemur fram að Abbot hafi sótt um starfið en ekki fengið það. Hann laug að rannsakendum að hann hefði ekki sóst eftir starfinu. Abbott er hættur störfum fyrir FBI. Michael Langeman, yfirmaður hjá FBI í Indianapolis, var rekinn í síðasta mánuði. Hann er sakaður um að hafa logið að rannsakendum til þess að gera sem minnst úr mistökum sínum eða réttlæta þau, að sögn Washington Post. Christopher Wray, forstjóri FBI, og Lisa O. Monaco, aðstoðardómsmálaráðherra, hafa bæði eðist afsökunar á mistökum FBI í máli Nassar. Biles og fleiri fimleikakonur báru vitni um brot Nassar og mistök FBI á dögunum. Þar sagðist Biles kenna Nassar um en einnig „heilu kerfi sem gerðu brot hans möguleg og framlengdi þau“.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12 Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Sjá meira
Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. 15. september 2021 20:12
Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. 25. febrúar 2021 21:15
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17