Aurskriðurnar í Útkinn: „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar“ Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2021 22:29 Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, segir lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu. „Það er 3-0 fyrir náttúruna alls staðar hérna,“ segir Bragi Kárason, bóndi á Nípá í Útkinn í Þingeyjarsveit, sem staddur var uppi í fjalli til að kanna aðstæður á rafstöð bæjarins þegar fréttastofa náði tali af honum. Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi. Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Bragi segir að byrjað sé að moka veginn um Útkinn sem sé á kafi í aur eftir skriður helgarinnar. „Þeir eru byrjaðir að moka hérna rétt norðan við að moka í gegnum aurskriður. Svo eru allir skurðir á kafi. Vatn út um allt. Bara djöfulsins vitleysa.“ Bragi og fjölskylda fór af bænum á sunnudagsmorgun þegar ákveðið var að lýsa yfir hættustigi í Útkinn vegna skriðuhættu. Hann hafi þó fengið að snúa aftur í stutta stund í fylgd björgunarsveitarmanna til að sinna skepnunum, mjólka og fóðra. Íbúar fengu svo að snúa aftur heim í gærkvöldi þegar ákveðið var að aflétta rýmingu á svæðinu. Eins og sjá má á drónamyndbandi Kristins Inga Péturssonar að neðan má sjá að gríðarlegar skemmdir hafa orðið á túnum, skurðum og vegum eftir hamfarirnar um helgina. Líkt og himininn væri að rifna Bragi segir að lætin hafi verið gríðarmikil þegar skriðurnar féllu um liðna helgi. „Þegar skriðurnar komu þá var þetta eins og himininn væri að rifna. Ég hef aldrei heyrt svona læti. Svo beið maður bara eftir því að sjá eitthvað færi á [nágrannabæinn] Björg. Ég sá skriðurnar koma og þær fóru margar sex hundruð metra eða eitthvað niður yfir öll túnin hjá þeim alveg niður undir íbúðarhúsin, rétt sunnan við þau. Það komu skriður þarna æ ofan í æ. Mikill þrumugnýr og maður sá á skepnunum að þær voru skíthræddar,“ segir Bragi. Kristinn Ingi Pétursson Tómir sjóðir Bragi segir ömurlegt að sjá aðstæður eftir hamfarirnar. „Það ömurlegasta við allt er að allir þessir sjóðir, Ofanflóðasjóður og hvað þetta nú heitir allt – þetta er allt tómt. Það eru engir peningar í því sem þú átt að geta sótt í. Mér skilst að sveitarstjóri Þingeyjarsveitar sé nú á leiðinni suður til að reyna að útskýra fyrir þingmönnum að það sé enginn tilgangur í tómum sjóðum.“ Bragi segir alveg ljóst að bændur á svæðinu þurfi aðstoð við að vinna úr málum. „Þetta er ekkert sem við náum að vinna sjálf. Þó að við gætum unnið upp túnin sjálf, allar girðingar eru farnar. Við þurfum hjálp. Við sjáum það að á Geirbjarnarstöðum, hinni jörðinni okkar hérna í Útkinn, þá eru öll tún skemmd nema eitt.“ Bragi segir mikið hreinsunarstarf framundan. „Skurðakerfin eru öll kjaftstopp. Það veldur því að það er allt á bólakafi og vatnið lengi að fara. Aurskriðurnar flutu eftir skurðunum og skurðirnir eru því eins og ruðningar,“ segir Bragi.
Landbúnaður Þingeyjarsveit Almannavarnir Tengdar fréttir Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30 „Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Aflétta rýmingu í Útkinn Almannavarnir hafa aflétt rýmingu í Útkinn í Þingeyjarsveit og er íbúum þar nú heimilt að snúa heim til sín. Svæðið var rýmt um helgina vegna skriðuhættu. Enn er hættustig í gildi á svæðinu. 5. október 2021 19:30
„Þetta eru miklar hamfarir“ Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt ratsjármyndir þar sem sjá má samanburð á svæðinu í Kinn og Útkinn fyrir og eftir miklar skriður sem féllu þar um helgina. 5. október 2021 12:17