Aue stóð aðeins í Kiel framan af en stórliðið leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 17-12, og fór á endanum með öruggan tólf marka sigur af hólmi, lokatölur 38-26.
Arnar Birkir Hálfdánarson skoraði fjögur mörk í liði Aue og lagði upp önnur þrjú til viðbótar. Sveinbjörn Pétursson var einn þriggja markvarða liðsins í leiknum og varði fjögur skot.
Melsungen vann tveggja marka sigur á Bietigheim-Metterzimmern, lokatölur 30-28. Alexander Petersson skoraði fimm mörk í liði Melsungen, þar á eftir kom Elvar Örn Jónsson með fjögur mörk ásamt því að gefa eina stoðsendingar. Arnar Freyr Arnarsson skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu.