Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 20:00 Frá vettvangi sprengjuárásar á mosku í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistan. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni, þar sem 46 manns týndu lífi og fjöldi fólks særðist. AP/Abdullah Sahil Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. AP-fréttaveitan greinir frá því að mögulegt samstarf Bandaríkjamanna og Talibana gegn ISIS sé eitt þeirra atriða sem aðila greinir verulega á um í viðræðum sem nú fara fram í Doha, höfuðborg Katar, milli fulltrúa bandarískra stjórnvalda og Talibana. Haft er eftir talsmanni stjórnar Talibana, Suhail Shaheen, að enginn möguleiki væri á að til slíks samstarfs kæmi. „Við getum tekist á við [ISIS] sjálfir,“ sagði hann þegar hann var inntur eftir því hvort Talibanar gætu hugsað sér að vinna með Bandaríkjamönnum, sem höfðu þar til fyrr á þessu ári verið með fasta hernaðarviðveru í landinu í 20 ár. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Afganistan á síðustu árum, en eru sögð vera að sækja í sig veðrið nú þegar Bandaríkjamanna nýtur ekki lengur við í landinu. Þannig féllu 46 manns í árás á mosku í borginni Kunduz á föstudag, og tugir særðust. Viðurkenni ekki völd Talibana Meðal annars sem til umræðu er í viðræðum aðila um helgina er friðarsamkomulag Talibana við bandarísk stjórnvöld, sem gert var á síðasta ári. Þar var kveðið á um brotthvarf bandaríska heraflans frá Afganistan, meðal annars að Talibanar skyldu hleypa útlendingum og innlendu samstarfsfólki erlendra aðila óhindrað úr landi. Er búist við því að bandaríska sendinefndin muni þrýsta á um að Talibanar virði þau fyrirheit, sem og að réttindi kvenna og stúlkna til náms og starfa verði virt, og að alþjóðlega hjálparstofnanir fái að starfa á svæðum þar sem fólk á um sárt að binda vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Heimildarmaður AP úr ranni Bandaríkjastjórnar lagði áherslu á að í viðræðunum fælist ekki viðurkenning á Talibönum sem lögmætum stjórnvöldum í Afganistan. Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að mögulegt samstarf Bandaríkjamanna og Talibana gegn ISIS sé eitt þeirra atriða sem aðila greinir verulega á um í viðræðum sem nú fara fram í Doha, höfuðborg Katar, milli fulltrúa bandarískra stjórnvalda og Talibana. Haft er eftir talsmanni stjórnar Talibana, Suhail Shaheen, að enginn möguleiki væri á að til slíks samstarfs kæmi. „Við getum tekist á við [ISIS] sjálfir,“ sagði hann þegar hann var inntur eftir því hvort Talibanar gætu hugsað sér að vinna með Bandaríkjamönnum, sem höfðu þar til fyrr á þessu ári verið með fasta hernaðarviðveru í landinu í 20 ár. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í Afganistan á síðustu árum, en eru sögð vera að sækja í sig veðrið nú þegar Bandaríkjamanna nýtur ekki lengur við í landinu. Þannig féllu 46 manns í árás á mosku í borginni Kunduz á föstudag, og tugir særðust. Viðurkenni ekki völd Talibana Meðal annars sem til umræðu er í viðræðum aðila um helgina er friðarsamkomulag Talibana við bandarísk stjórnvöld, sem gert var á síðasta ári. Þar var kveðið á um brotthvarf bandaríska heraflans frá Afganistan, meðal annars að Talibanar skyldu hleypa útlendingum og innlendu samstarfsfólki erlendra aðila óhindrað úr landi. Er búist við því að bandaríska sendinefndin muni þrýsta á um að Talibanar virði þau fyrirheit, sem og að réttindi kvenna og stúlkna til náms og starfa verði virt, og að alþjóðlega hjálparstofnanir fái að starfa á svæðum þar sem fólk á um sárt að binda vegna skorts á mat og öðrum nauðsynjum. Heimildarmaður AP úr ranni Bandaríkjastjórnar lagði áherslu á að í viðræðunum fælist ekki viðurkenning á Talibönum sem lögmætum stjórnvöldum í Afganistan.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira