Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 13:10 Dröfn Kærnested hjá embætti héraðssaksóknara. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira