Karl Axelsson hæstaréttardómari orðinn prófessor við HÍ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 16:31 Karl Axelsson, sem starfar sem hæstaréttardómari, hefur verið gerður prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Vísir Karl Axelsson, dómari við Hæstarétt, er orðinn prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Undanfarið hafa dómarar við réttinn sætt gagnrýni vegna aukastarfa sinna utan dómstólanna og töluverð umræða skapast um það fyrirkomulag. Karl er nú skráður sem prófessor á vef Háskóla Íslands en hann fékk framgang í starf prófessors þann 1. júlí síðastliðinn. Karl er ekki einn dómara við Hæstarétt sem sinnir kennslu við Háskóla Íslands. Benedikt Bogason, forseti réttarins, er einnig prófessor við lagadeild. Ólafur Börkur Þorvaldsson er þá stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Bæði Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir sögðu störfum sínum við háskólann lausum þegar þær voru skipaðar við Hæstarétt í nóvember í fyrra. Þá var Sigurður Tómas Magnússon stundakennari við Háskólann í Reykjavík en eftir mikla gagnrýni, eftir að hann var dómari í máli HR í Hæstarétti, sagði hann skilið við þá stöðu. Aukastörf dómara hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri og hafa margir harðlega gagnrýnt þau. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, hefur verið einn hörðustu gagnrýnendanna. Var hann einstaklega harðorður í garð dómaranna í vor þegar hann sagði frá því að hæstaréttardómarar hafi, að sögn Jóns, óskað eftir því sérstaklega þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm eins og hugmyndir voru uppi um að gera. Að mati Jóns höfðu dómararnir séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólum. „Það er ekki boðlegt það bandalag sme myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir,“ skrifaði Jón Steinar í grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. maí síðastliðinn. Gagnrýndi hann þar að dómarar við Hæstarétt væru á launaskrá hjá Háskóla Íslands. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, hefur einnig gagnrýnt aukastörfin mikið og meðal annars bent á hve óeðlilegt honum þyki að dómarar við Hæstarétt séu fastráðnir við deildir háskóla. Þar geti þeir til að mynda haft áhrif á deildarfundi og túlkun laga sem geti svo haft áhrif á hvort aðrir séu tilbúnir til að gagnrýna störf réttarins. Greint var frá því nokkrum dögum síðar að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, væri í 48 prósenta starfshlutfalli sem prófessor við HÍ og fengi fyrir það 423.003 krónur í mánaðarlaun. Karl Axelsson var þá skráður sem dósent í 20 prósenta starfsstöðu og fengi liðlega 142 þúsund krónur í laun á mánuði. Benedikt tilkynnti þó í kjölfarið að hann myndi draga úr kennslu við HÍ á næsta skólaári, því sem er nú hafið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hvenær Karl fékk framgang í starf prófessors. Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Stjórnarskrá Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. 31. maí 2021 10:47 Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. 31. maí 2021 09:49 Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Karl er nú skráður sem prófessor á vef Háskóla Íslands en hann fékk framgang í starf prófessors þann 1. júlí síðastliðinn. Karl er ekki einn dómara við Hæstarétt sem sinnir kennslu við Háskóla Íslands. Benedikt Bogason, forseti réttarins, er einnig prófessor við lagadeild. Ólafur Börkur Þorvaldsson er þá stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Bæði Björg Thorarensen og Ása Ólafsdóttir sögðu störfum sínum við háskólann lausum þegar þær voru skipaðar við Hæstarétt í nóvember í fyrra. Þá var Sigurður Tómas Magnússon stundakennari við Háskólann í Reykjavík en eftir mikla gagnrýni, eftir að hann var dómari í máli HR í Hæstarétti, sagði hann skilið við þá stöðu. Aukastörf dómara hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri og hafa margir harðlega gagnrýnt þau. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi Hæstaréttardómari, hefur verið einn hörðustu gagnrýnendanna. Var hann einstaklega harðorður í garð dómaranna í vor þegar hann sagði frá því að hæstaréttardómarar hafi, að sögn Jóns, óskað eftir því sérstaklega þegar Landsréttur var stofnaður að vera áfram sjö talsins í stað fimm eins og hugmyndir voru uppi um að gera. Að mati Jóns höfðu dómararnir séð sér leik á borði þegar álagið minnkaði í Hæstarétti til að taka að sér vel launuð aukastörf, eins og við kennslu í háskólum. „Það er ekki boðlegt það bandalag sme myndast með þessum hætti milli lagadeildar HÍ og réttarins. Deildin hefur því hlutverki að gegna að fjalla með gagnrýnum hætti um dómaframkvæmd í landinu. En þarna eru allir vinir,“ skrifaði Jón Steinar í grein sem birtist í Morgunblaðinu 15. maí síðastliðinn. Gagnrýndi hann þar að dómarar við Hæstarétt væru á launaskrá hjá Háskóla Íslands. Bjarni Már Magnússon, prófessor við lagadeild HR, hefur einnig gagnrýnt aukastörfin mikið og meðal annars bent á hve óeðlilegt honum þyki að dómarar við Hæstarétt séu fastráðnir við deildir háskóla. Þar geti þeir til að mynda haft áhrif á deildarfundi og túlkun laga sem geti svo haft áhrif á hvort aðrir séu tilbúnir til að gagnrýna störf réttarins. Greint var frá því nokkrum dögum síðar að Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar, væri í 48 prósenta starfshlutfalli sem prófessor við HÍ og fengi fyrir það 423.003 krónur í mánaðarlaun. Karl Axelsson var þá skráður sem dósent í 20 prósenta starfsstöðu og fengi liðlega 142 þúsund krónur í laun á mánuði. Benedikt tilkynnti þó í kjölfarið að hann myndi draga úr kennslu við HÍ á næsta skólaári, því sem er nú hafið. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um hvenær Karl fékk framgang í starf prófessors.
Aukastörf dómara Dómstólar Háskólar Skóla - og menntamál Stjórnsýsla Stjórnarskrá Tengdar fréttir Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. 31. maí 2021 10:47 Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. 31. maí 2021 09:49 Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Forseti Hæstaréttar dregur úr kennslu við HÍ á næsta skólaári Benedikt Bogason, forseti Hæstaréttar og prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, mun draga úr starfsframlagi sínu við lagadeildina frá og með næsta kennsluári. Hann segir það þó vera óháð nýlegri umræðu um aukastörf dómara. 31. maí 2021 10:47
Kennsla og dómarastörf í beggja þágu Undanfarið hefur í fjölmiðlum verið fjallað nokkuð um aukastörf dómara og hefur sú umræða meðal annars tekið til kennslustarfa þeirra. 31. maí 2021 09:49
Reglur um aukastörf dómara „talsvert strangari“ en hjá nágrannaþjóðum „Þetta snýst alltaf um sjálfstæði og óhæði dómaranna. Að borgarinn geti treyst því að hann njóti og geti flutt mál sitt og fengið úrlausn hjá sjálfstæðum og óvilhöllum dómstól,“ segir Berglind Svavarsdóttir fráfarandi formaður Lögmannafélagsins um aukastörf dómara. 30. maí 2021 14:51