Vonast til þess að lykilupplýsingar um uppruna Covid-19 leynist í gömlum blóðsýnum í Wuhan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2021 23:30 Frá Wuhan í Kína. Getty Yfirvöld í Kína hyggjast skima tugi þúsunda blóðsýna sem safnað var saman í Wuhan-borg allt frá lokum ársins 2019, í von um að upplýsingar sem þar leynist geti varpað ljósi á hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Vísindamenn vilja að erlendir sérfræðingar fái að fylgjast með ferlinu. Allt að tvö hundruð þúsund blóðsýni eru geymd í blóðbanka í Wuhan-borg, þar sem fyrst varð vart við veiruna sem breiddist svo út um allan heim þaðan. Rannsakendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bentu á í febrúar að þarna gætu leynst lykilupplýsingar um hvar og hvenær Covid-19 barst fyrst í menn. Í frétt CNN segir að blóðsýnin nái aftur til ársins 2019. Kínversk yfirvöld segja að blóðsýnin séu geymd í tvö ár sé þeirra þörf sem sönnunargögn í lögsóknum sem tengjast blóðgjöfum. Þessi tveggja ára biðtími er senn á enda fyrir blóðsýni sem tekin voru í október og nóvember árið 2019, en á þeim tíma telja sérfræðingar líklegt að veiran hafi fyrst borist í menn. Vonast er til þess að blóðsýnin geti varpað ljósi á það hvenær Covid-19 barst fyrst í menn.Getty/David Silverman Embættismenn í Kína segja í frétt CNN að þegar þessi tveggja ára biðtími sé á enda muni rannsókn á blóðsýnunum hefjast. Mauren Miller, faraldsfræðingur hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum segir að það sé algjörlega víst að í blóðsýnunum muni leynast mikilvægar vísbendingar um hvar og hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Kallar hún eftir því að yfirvöld í Kína leyfi erlendum sérfræðingum að fylgjast með ferlinu. „Það mun engin trúa útgefnum niðurstöðum frá Kína nema hæfir sérfræðingar fái að minnsta kosti að fylgjast með ferlinu,“ segir hún. Í frétt CNN segir að ef blóðsýnin hafi verið geymd á réttan hátt sé mögulegt að finna þar fyrstu merki um að móttefni hafi verið myndað gegn Covid-19. Finnist vísbendingar um það sé hægt að finna út hvenær Covid-19 barst fyrst í menn út frá dagsetningu blóðsýnanna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira
Allt að tvö hundruð þúsund blóðsýni eru geymd í blóðbanka í Wuhan-borg, þar sem fyrst varð vart við veiruna sem breiddist svo út um allan heim þaðan. Rannsakendur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bentu á í febrúar að þarna gætu leynst lykilupplýsingar um hvar og hvenær Covid-19 barst fyrst í menn. Í frétt CNN segir að blóðsýnin nái aftur til ársins 2019. Kínversk yfirvöld segja að blóðsýnin séu geymd í tvö ár sé þeirra þörf sem sönnunargögn í lögsóknum sem tengjast blóðgjöfum. Þessi tveggja ára biðtími er senn á enda fyrir blóðsýni sem tekin voru í október og nóvember árið 2019, en á þeim tíma telja sérfræðingar líklegt að veiran hafi fyrst borist í menn. Vonast er til þess að blóðsýnin geti varpað ljósi á það hvenær Covid-19 barst fyrst í menn.Getty/David Silverman Embættismenn í Kína segja í frétt CNN að þegar þessi tveggja ára biðtími sé á enda muni rannsókn á blóðsýnunum hefjast. Mauren Miller, faraldsfræðingur hjá Columbia-háskólanum í Bandaríkjunum segir að það sé algjörlega víst að í blóðsýnunum muni leynast mikilvægar vísbendingar um hvar og hvernig Covid-19 barst fyrst í menn. Kallar hún eftir því að yfirvöld í Kína leyfi erlendum sérfræðingum að fylgjast með ferlinu. „Það mun engin trúa útgefnum niðurstöðum frá Kína nema hæfir sérfræðingar fái að minnsta kosti að fylgjast með ferlinu,“ segir hún. Í frétt CNN segir að ef blóðsýnin hafi verið geymd á réttan hátt sé mögulegt að finna þar fyrstu merki um að móttefni hafi verið myndað gegn Covid-19. Finnist vísbendingar um það sé hægt að finna út hvenær Covid-19 barst fyrst í menn út frá dagsetningu blóðsýnanna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Vísindi Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Fleiri fréttir Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Sjá meira