Ný ríkisstjórn Noregs ætla að halda áfram olíuvinnslu Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2021 13:59 Jonas Gahr Støre sestur í forsætisráðherrastólinn. Verkamannaflokkur hans myndaði minnihlutastjórn með Miðflokknum. Vísir/EPA Jonas Gahr Støre kynnti nýja ríkisstjórn Verkamannaflokks hans og Miðflokksins í dag. Flokkarnir eru sammála um að halda áfram að leita að og vinna olíu og gas næstu árin. Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi. Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira
Nýja miðvinstristjórnin verður minnihlutastjórn en Vinstri sósíalistar drógu sig út úr stjórnarmyndunarviðræðrum flokkanna þriggja. Konur eru í meirihluta í ríkisstjórninni í fyrsta skipti í sögu Noregs. Af átján ráðherrum verða tíu konur, að sögn norska ríkisútvarpsins NRK. Á meðal þeirra kvenna sem taka sæti í stjórninni er Emilie Enger Mehl sem verður dómsmálaráðherra, aðeins 28 ára gömul. Hún er með meistaragráðu í lögfræði og sat í utanríkis- og dómsmálanefnd norska þingsins á síðasta kjörtímabili. Trygve Slagsvold Vedum úr Miðflokknum verður fjármálaráðherra en hann hefur setið í fjárlaganefnd Stórþingsins undanfarin tvö kjörtímabil. Anniken Huitfeldt úr Verkamannaflokknum verður utanríkisráðherra og Hadia Tajik, atvinnu- og aðlögunarráðherra. Tveir ráðherrar eru eftirlifendur úr hryðjuverkaárásinni á Úteyju 22. júlí árið 2011. Tonje Brenna, menntamálaráðherra, og Jan Christian Vestre, viðskipta- og iðnaðarráðherra, voru bæði á ungmennamóti Verkamannaflokksins í eynni þegar hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik myrti 77 félaga þeirra. Emilie Enger Mehl, nýr dómsmálaráðherra, (t.v.) með Odd Roger Enoksen varnarmálaráðherra og Anette Trettebergstuen, menningar- og jafnréttismálaráðherra.Vísir/EPA Ætla ekki að leggja olíuiðnaðinn niður Loftslagsmál og framtíð olíu- og gasiðnaðarins sem hefur gert Noreg að vellauðugu landi voru á meðal stærstu mála kosningabaráttunar í haust. Verkamanna- og Miðflokkurinn boða engar stórar breytingar á iðnaðinum. „Norski olíuiðnaðurinn verður þróaður áfram en ekki tekinn í sundur,“ sögðu flokkarnir í stefnuyfirlýsingu sinni. Áfram verður haldið að gefa út ný leyfi til olíuleitar en stefnan er að ný vinnsla verði á hafsvæðum sem eru þegar lögð undir olíuborpalla. Norðmenn framleiða um fjórar milljónir tunna af olíu á hverjum degi. Um helmingur af útflutningstekjum landsins koma frá sölu á jarðefnaeldsneyti. Olíuiðnaðurinn tók tíðindunum fagnandi, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áform ríkisstjórnarinnar um að veita honum aðgang að nýjum olíulindum séu mikilvæg til að olíu- og gasvinnsla haldi áfram að skapa tekjur. Umhverfisverndarsamtök eru ekki eins hrifin. „Við fáum nýja ríkisstjórn en með ábyrgðalausu stefnumálin um jarðefnaeldsneyti og fyrri stjórnir. Stefnuskrá ríkisstjórnarinnar þýðir að það er haldið fulla ferð áfram með olíuleit,“ segir Frode Pleym, forsvarsmaður Grænfriðunga í Noregi.
Noregur Þingkosningar í Noregi Bensín og olía Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Sjá meira