Umfjöllun og viðtöl: Þór Þ. - Vestri 100-77| Fyrsti sigur Íslandsmeistaranna í Subway-deildinni Andri Már Eggertsson skrifar 14. október 2021 21:10 vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik í Subway-deildinni. Íslandsmeistararnir voru ekki í vandræðum með nýliða Vestra. Þór Þorlákshöfn gerði 30 stig í 3. leikhluta og stakk af. Þór vann á endanum 23 stiga sigur 100-77. Í kvöld fór fram fyrsti heimaleikur Þór Þorlákshafnar í Subway-deildinni. Andstæðingur kvöldsins var Vestri sem er nýliði í deildinni. Í síðustu tveimur heimaleikjum Þórs hefur liðið orðið Íslandsmeistari og meistari meistaranna. Stuðningsfólk félagsins hefur verið ofdekrað af góðu gengi árið 2021 og var því heimaleikur gegn nýliðum Vestra ekki að fylla kofann. Þór Þorlákshöfn byrjaði á að gera fyrstu fimm stig leiksins og var sóknarleikur Þórs öflugur á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þór gerði 25 stig í 1. leikhluta og einkenndist leikhluti þeirra af óeigingirni. Ragnar Örn Bragason sýndi frábær tilþrif þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af 1. leikhluta. Ragnar stal boltanum og fylgdi því eftir með troðslu. Áhorfendur leiksins klöppuðu fyrir þessum tilþrifum. Þegar 14 mínútur voru liðnar af leiknum virtist Þór vera að ganga frá leiknum. Þór var 16 stigum yfir 39-23. Vestri var ekki á því að leggja árar í bát. Vestri vann sig betur inn í leikinn með góðum varnarleik sem skilaði sér í stigum á hinum enda vallarins og minnkaði forskot Þórs í 10 stig. Staðan í hálfleik 44-34. Vestri byrjaði afar illa í seinni hálfleik. Vestri átti fá svör við þéttum varnarleik Þórs. Gestirnir gerðu sex stig á sex mínútum og var hver karfa eftir brösótta sókn. Þór Þorlákshöfn spilaði óaðfinnanlega í 3. leikhluta. Þeir veiddu Vestra í hverja vitleysu á fætur annari og gerðu 30 stig úr öllum áttum. Þjálfarar beggja liða vissu að úrslit leiksins voru ráðin í 4. leikhluta og fóru að gefa leikmönnum sem höfðu lítið spilað tækifæri. Vestri vann leikhlutann með einu stigi en tapaði leiknum 100-77. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þór Þorlákshöfn spilaði frábæran varnarleik. Þeir settu Vestra undir mikla pressu og töpuðu nýliðarnir 22 boltum sem er allt of mikið. Þór nýtti sér klaufagang í sóknarleik Vestra og keyrði trekk í trekk í bakið á gestunum. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Mortensen var stigahæsti maður vallarins með 27 stig. Daniel tók einnig 11 fráköst. Davíð Arnar Ágústsson byrjaði á bekknum en skilaði góðu framlagi og gerði 12 stig allt úr þriggja stiga skotum. Nemanja Knezevic var stiga- og frákastahæstur í liði Vestra með 14 stig og 11 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vestra var á köflum afar tilviljunarkenndur. Vestri tapaði 22 boltum. Sókn Vestra var að mestu einstaklingsframtak. Vestri var aðeins með 11 stoðsendingar í heildina. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn fer í Mathús Garðabæjar-höllina og mætir Stjörnunni eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Föstudaginn 22. október mætast Vestri og Þór Akureyri á Ísafirði klukkan 18:15. Pétur Már: Margir gallar í okkar leik Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, átti erfitt með að koma upp orði strax eftir 23 stiga tap kvöldsins. „Það sem fór með leikinn voru tapaðir boltar, sóknarfráköst og léleg vörn,“ sagði Pétur hundsvekktur með liðið sitt. Vestri tapaði 22 boltum í leiknum og fannst Pétri hans menn höndla pressu Þórs afar illa. „Ég verð að geta treyst þeim sem bera upp boltann í mínu liði fyrir því og geta höndlað pressu. Það eru margir gallar í okkar leik.“ Þegar Vestri lenti 16 stigum undir í fyrri hálfleik sýndu þeir karakter og minnkuðu leikinn í 10 stig en þar við sat. „Eftir að við náðum að minnka forskot þeirra vorum við klaufar og fórum að tapa boltanum. Í seinni hálfleik stoppuðum við þá þrisvar í röð en töpuðum sjálfir boltanum í öll skiptin.“ Pétur Már var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og fannst honum halla á Vestra í leiknum. „Það hallaði á okkur í dómgæslunni. Ef ég væri að tala um dómarana núna væri ég að sýna mikið veikleikamerki. Dómararnir gera sitt besta eins og leikmenn og verðum við að aðlagast því,“ sagði Pétur Már að lokum. Subway-deild karla Þór Þorlákshöfn Vestri
Þór Þorlákshöfn vann sinn fyrsta leik í Subway-deildinni. Íslandsmeistararnir voru ekki í vandræðum með nýliða Vestra. Þór Þorlákshöfn gerði 30 stig í 3. leikhluta og stakk af. Þór vann á endanum 23 stiga sigur 100-77. Í kvöld fór fram fyrsti heimaleikur Þór Þorlákshafnar í Subway-deildinni. Andstæðingur kvöldsins var Vestri sem er nýliði í deildinni. Í síðustu tveimur heimaleikjum Þórs hefur liðið orðið Íslandsmeistari og meistari meistaranna. Stuðningsfólk félagsins hefur verið ofdekrað af góðu gengi árið 2021 og var því heimaleikur gegn nýliðum Vestra ekki að fylla kofann. Þór Þorlákshöfn byrjaði á að gera fyrstu fimm stig leiksins og var sóknarleikur Þórs öflugur á fyrstu tíu mínútum leiksins. Þór gerði 25 stig í 1. leikhluta og einkenndist leikhluti þeirra af óeigingirni. Ragnar Örn Bragason sýndi frábær tilþrif þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir af 1. leikhluta. Ragnar stal boltanum og fylgdi því eftir með troðslu. Áhorfendur leiksins klöppuðu fyrir þessum tilþrifum. Þegar 14 mínútur voru liðnar af leiknum virtist Þór vera að ganga frá leiknum. Þór var 16 stigum yfir 39-23. Vestri var ekki á því að leggja árar í bát. Vestri vann sig betur inn í leikinn með góðum varnarleik sem skilaði sér í stigum á hinum enda vallarins og minnkaði forskot Þórs í 10 stig. Staðan í hálfleik 44-34. Vestri byrjaði afar illa í seinni hálfleik. Vestri átti fá svör við þéttum varnarleik Þórs. Gestirnir gerðu sex stig á sex mínútum og var hver karfa eftir brösótta sókn. Þór Þorlákshöfn spilaði óaðfinnanlega í 3. leikhluta. Þeir veiddu Vestra í hverja vitleysu á fætur annari og gerðu 30 stig úr öllum áttum. Þjálfarar beggja liða vissu að úrslit leiksins voru ráðin í 4. leikhluta og fóru að gefa leikmönnum sem höfðu lítið spilað tækifæri. Vestri vann leikhlutann með einu stigi en tapaði leiknum 100-77. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Þór Þorlákshöfn spilaði frábæran varnarleik. Þeir settu Vestra undir mikla pressu og töpuðu nýliðarnir 22 boltum sem er allt of mikið. Þór nýtti sér klaufagang í sóknarleik Vestra og keyrði trekk í trekk í bakið á gestunum. Hverjir stóðu upp úr? Daniel Mortensen var stigahæsti maður vallarins með 27 stig. Daniel tók einnig 11 fráköst. Davíð Arnar Ágústsson byrjaði á bekknum en skilaði góðu framlagi og gerði 12 stig allt úr þriggja stiga skotum. Nemanja Knezevic var stiga- og frákastahæstur í liði Vestra með 14 stig og 11 fráköst. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Vestra var á köflum afar tilviljunarkenndur. Vestri tapaði 22 boltum. Sókn Vestra var að mestu einstaklingsframtak. Vestri var aðeins með 11 stoðsendingar í heildina. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn fer í Mathús Garðabæjar-höllina og mætir Stjörnunni eftir viku. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Föstudaginn 22. október mætast Vestri og Þór Akureyri á Ísafirði klukkan 18:15. Pétur Már: Margir gallar í okkar leik Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Vestra, átti erfitt með að koma upp orði strax eftir 23 stiga tap kvöldsins. „Það sem fór með leikinn voru tapaðir boltar, sóknarfráköst og léleg vörn,“ sagði Pétur hundsvekktur með liðið sitt. Vestri tapaði 22 boltum í leiknum og fannst Pétri hans menn höndla pressu Þórs afar illa. „Ég verð að geta treyst þeim sem bera upp boltann í mínu liði fyrir því og geta höndlað pressu. Það eru margir gallar í okkar leik.“ Þegar Vestri lenti 16 stigum undir í fyrri hálfleik sýndu þeir karakter og minnkuðu leikinn í 10 stig en þar við sat. „Eftir að við náðum að minnka forskot þeirra vorum við klaufar og fórum að tapa boltanum. Í seinni hálfleik stoppuðum við þá þrisvar í röð en töpuðum sjálfir boltanum í öll skiptin.“ Pétur Már var ekki sáttur með dómgæsluna í leiknum og fannst honum halla á Vestra í leiknum. „Það hallaði á okkur í dómgæslunni. Ef ég væri að tala um dómarana núna væri ég að sýna mikið veikleikamerki. Dómararnir gera sitt besta eins og leikmenn og verðum við að aðlagast því,“ sagði Pétur Már að lokum.
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu