Börnin í sömu klípu og Jón Arnór fyrir 30 árum: „Aðstaðan er ekki boðleg“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 08:00 Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir krakkana í íþróttasal Laugarnesskóla. Jón Arnór Stefánsson mætti á æfingu hjá þeim í vikunni en hann er úr Laugarneshverfi og horfir nú upp á börnin sín glíma við sama aðstöðuleysi og þegar hann neyddist til að sækja æfingar í Vesturbænum á síðustu öld. Stöð 2 Það ríkir neyðarástand hjá einni stærstu körfuknattleiksdeild landsins, Ármanni, vegna aðstöðuleysis í Laugardal. Jón Arnór Stefánsson hitti Gaupa í pínulitlum íþróttasal sem félagið notar og sagði aðstöðuna jafnvel enn verri en þegar hann neyddist til að sækja æfingar úr Laugardal í Vesturbæinn á sínum tíma. „Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“ Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
„Þetta er brýnt efni og úr þessu þarf að bæta ekki seinna en á morgun. Ég vil skora á Dag B. [Eggertsson, borgarstjóra] og félaga að koma hingað niður í Laugardal og kíkja í heimsókn til okkar, og taka röltið í Laugarnesskóla og Langholtsskóla og fara yfir stöðu mála. Sýna þeim svart á hvítu hversu léleg aðstaðan er og hversu brýnt þetta mál er fyrir okkur íbúana í hverfinu,“ sagði Jón Arnór sem kíkti á æfingu með Gaupa í Laugarnesskóla, en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Gaupi hitti Jón Arnór og Odd í íþróttasal Laugarnesskóla Ármenningar og Þróttarar hafa lengi glímt við aðstöðuleysi en steininn tók úr þegar Laugardalshöllinni var lokað vegna vatnsskemmda. Iðkendur Ármanns æfa í smáum íþróttasölum Laugarnesskóla og Langholtsskóla, og þau sem eldri eru hafa þurft að sækja æfingar út fyrir Laugardal í íþróttahús Kennaraháskólans. Þegar Jón Arnór og vinir hans ákváðu að æfa körfubolta á sínum tíma urðu þeir að sækja æfingar hjá KR til að komast í viðunandi aðstöðu. Börnin hans Jóns eru nú í sömu stöðu og hann var á sínum tíma og Jón er líkt og margir orðinn langeygður eftir nýju, almennilegu íþróttahúsi í Laugardal. Börnin vilji stunda íþróttir en aðstaða ekki fyrir hendi „Síðan 1992, þegar ég byrja, þá er nánast sama staða ef ekki verri. Ármann er hér í hverfinu orðinn það stórt félag að aðstaðan er ekki boðleg. Það er stór ástæða fyrir því að ég fór í KR á sínum tíma og sama er að gerast fyrir mín börn. Ég er bara hérna sem íbúi þessa hverfis og faðir barna sem að stunda íþróttir með Þrótti og Ármanni, og vil vekja athygli á þessari hrikalega lélegu íþróttaaðstöðu sem við höfum í hverfinu. Þetta er mikið áhyggjuefni fyrir okkur foreldra. Börnin vilja stunda íþróttir, þau þurfa einhvers staðar að vera, og það er ekki aðstaða fyrir þau. Þetta er ákall til borgarinnar um að gera eitthvað í þessum málum,“ segir Jón. Hann segir það synd að horfa þurfi á eftir krökkum úr hverfinu í önnur félög og að byggja þurfi upp alvöru íþróttaaðstöðu sem sameini hverfin í kringum Laugardalinn. „Það er búið að skipa einhverja starfshópa, nokkra held ég, síðan árið 2017 til að fara yfir þessi mál en það er bara því miður ekkert að frétta. Við horfum á Laugardalinn sem einhverja íþróttaparadís en staðreyndin er sú að krakkarnir geta hvergi æft. Þróttur og Ármann glíma við neyðartilfelli og við þurfum að bæta úr þessu ekki seinna en á morgun,“ segir Jón. Þjálfarinn Oddur Jóhannsson á sinn þátt í að körfuknattleiksdeild Ármanns er ein sú stærsta á landinu, þrátt fyrir aðstöðuleysið.Stöð 2 „Ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta“ Oddur Jóhannsson, þjálfari Ármanns, tekur í sama streng: „Þetta er eiginlega ekki boðlegt. Allt of lítil hús og allt of margir iðkendur miðað við þessa stærð. Þetta er mjög erfitt. Við höfum mikla reynslu af þessu því þetta hefur verið svona um árabil en vandinn er alltaf að aukast. Þetta krefst gífurlegs skipulags en við erum gífurlega takmörkuð út af þessum þrengslum. Það er ekki hægt að spila eðlilegan körfubolta nema að mjög takmörkuðu leyti,“ segir Oddur og bætir við: „Við erum orðnir langþreyttir. Vandamálið er að vaxa. Það er lúxusvandamál því deildin okkar er alltaf að stækka og okkur gengur mjög vel í yngri flokkunum, og krökkunum fjölgar hratt þrátt fyrir aðstöðuleysið, en eftir því sem þau eldast og þeim fjölgar þá þrengir að okkur og vandamálið stækkar og stækkar.“
Körfubolti Reykjavík Íþróttir barna Þróttur Reykjavík Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn „Holan var of djúp“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik