KR vann 75 stiga sigur á Snæfelli er liðin mættust á Stykkishólmi, lokatölur 121-46. Þorvaldur Orri Árnason var stigahæstur í liði með KR 22 stig, þar á eftir kom Almar Orri Atlason með 16 stig.
ÍR vann 35 stiga sigur á Sindra er liðin mættust á Höfn í Hornafirði, lokatölur 103-68. Sigvaldi Eggertsson var stigahæstur í liði ÍR með 19 stig, Modestas Žaunieriūnas kom þar á eftir með 18 stig.
Vestri vann 17 stiga sigur á Hamri er liðin mættust í Hveragerði, lokatölur 103-86. Ken-Jah Bosley var stigahæstur í liði gestanna með 29 stig.
Þór Akureyri vann 11 stiga sigur á Fjölni er liðin mættust í Grafarvogi, lokatölur 98-87. Atle Bouna Black Ndiaye var stigahæstur í liði Þórsara með 21 stig.
Engin úrslit höfðu borist úr leik Selfoss og ÍA er fréttin var skrifuð.