Janus Daði meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Melsungen í síðustu viku.
Í tilkynningu frá Göppingen segir að skoðun hafi leitt í ljós að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. Hins vegar hafi komið í ljós óstöðugleiki í hægri öxlinni sem þurfi að meðhöndla með sérstökum æfingum.
Janus Daði glímdi við meiðsli í sömu öxl á síðustu leiktíð og varð að draga sig úr landsliðshópi Íslands á HM vegna þeirra. Hann gekkst svo undir aðgerð vegna þeirra í kjölfarið, um mánaðamótin janúar-febrúar.