Samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins (NRK) beina rannsakendur augum sínum að auðkennisþjófnaði þar sem líklegt þykir að þau sem stóðu að hvarfinu hafi nýtt sér persónuupplýsingar norsks karlmanns í misjöfnum tilgangi.
Lögreglan vonast til þess að ef auðkennisþjófnaðurinn skýrist muni það varpa ljósi á Hagen-málið, og leggur því höfuðáherslu á þann anga málsins.
Rétt eftir hvarfið sagðist Tom Hagen hafa fundið hótunarbréf í húsinu, þar sem beðið var um að lausnargjald yrði greitt með rafmyntum.
Lögreglan er á því að auðkenni mannsins hafi verið nýtt til að stofna aðganga fyrir Bitcoin og Monero, og í frétt TV2 er líkum leitt að því að auðkennið hafi verið notað í öðrum brotum.