Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. október 2021 06:00 Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir segir gagnsemi nýrrar hormónameðferðar við breytingaskeiði ótvíræð. Halldóra Skúladóttir segir meðferðina hafa gjörbylt lífi sínu. Laufey Tryggvadóttir forstöðum. rannsókna-og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins vísar í rannsóknir sem sýni ótvíræð tengsl hormóna og brjóstakrabbameins ásamt fleiri áhættuþátta. Konur ættu því helst ekki að nota hormóna nema finna fyrir miklum einkennum og ekki lengur en í þrjú ár. Vísr/Egill Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða. Önnur hver kona á aldrinum 50-59 ára tók tíðahvarfahormón á árunum 1998 til 2002. Þá kom út stór rannsókn sem sýndi tengsl á milli hormónainntöku og brjóstakrabbameins og nokkurra annarra áhættuþátta og hlutfallið lækkaði mikið næstu árin á eftir. Laufey Tryggvadóttir forstöðumaður rannsókna-og skráningarseturs við Krabbameinsfélag Íslands segir þetta jákvæða þróun. „Nú vita læknarnir af þessari áhættu sem en vita líka að stundum þurfa konur að fá hormóna í ákveðinn tíma. Þannig að ég held að þetta sé í miklu betri jafnvægi en þetta var.“ Laufey Tryggvadóttir forstöðumaður rannsókna-og skráningarseturs við Krabbameinsfélag Íslands.Vísir/Egill Laufey vísar til rannsóknar sem birtist í Lancet 2019 sem sýndi að áhætta á að fá brjóstakrabbamein næstu 20 ár hjá 50 ára konum í meðalþyngd var sex af hverjum hundrað konum ef engir hormónar voru notaðir en hækkaði í átta af hverjum hundrað ef konur notuðu hormóna í fimm ár eða lengur. Á síðasta ári notuðu svo um 11% prósent kvenna á aldrinum 40-49 tíðarhvarfahormón og ein af hverjum fjórum 50 ára og eldri. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir telur lágt hlutfall kvenna nota hormón hér á landi. Þá hafi komið fram gallar í fyrri rannsóknum um tengsl brjóstakrabbameins og hormóna. „Við endurskoðun á ýmsum rannsóknum á tengslum milli hormóna og brjóstakrabbameins hefur verið sýnt fram á ýmsa galla. Ég myndi halda að fleiri konur en þarna kemur fram hefðu hagsmuni á að nota hormóna hér á landi, þetta hlutfall er lágt að mínu mati,“ segir Hanna. Hanna segir að sífellt fleiri neikvæð einkenni séu rakin til breytingaskeiðs kvenna. Hanna lLilja Oddgeirsdóttir læknir.Vísir/Egill „Breytingaskeið getur hafist allt að tíu árum áður en tíðahvörf verða. Þegar það byrjar minnkar til að mynda estrógen í líkamanum og það efni eru í öllum frumum líkamans. Konur geta því fengið einkenni út um allan líkamann. Þetta getur verið einkenni allt frá alvarlegum kvíða og þunglyndi, leggangaþurrkur, einkenni þvagfærasýkingar, húðþurrkur, kláði, eyrnarsuð, hjartsláttartruflanir, meltingartruflanir. Í raun getur þetta verið hvað sem er,“ segir Hanna. Vill láta rannsaka hvort kulnun fylgi breytingaskeiðinu Hanna segir vísbendingar um að hluti kvenna detti út af vinnumarkaði vegna kulnunareinkenna sem tengjast breytingaskeiðinu. „Það eru rannsóknir sem benda til þess að allt að tíu prósent kvenna á breytingaskeiðinu detti út af vinnumarkaði vegna mikilla einkenna sem því fylgir og líkjast kulnunarástandi. Þetta þarf að rannsaka betur,“ segir hún. Rannsóknir hafi m.a. sýnt að hormónauppbótameðferð geti haft verndandi áhrif gegn elliglöpum. Vísir/Helgi Laufey hjá Kabbameinsfélaginu segir að vel geti verið að kulnun tengist breytingaskeiðinu en aðrir þætti eins og of mikið álag á íslenskar konur hafi líka áhrif. „Það er alls ekki útilokað að einhverjar konur geti vegna einkenna frá breytingaskeiðinu farið í kulnun. En það eru líka aðrir þættir sem hafa mikil áhrif eins og álag. Íslenskar konur vinna of mikið af mínu mati því flestar þeirra bera líka megin ábyrgð á fjölskyldu og heimili. Það þarf eitthvað að breytast með þetta þá annað hvort að maki taki jafnan þátt eða að fara í minna hlutfall,“ segir Laufey . Hanna segir að í dag sé komin fram ný og betri hormónameðferð en áður með estrogeni og progestroni sem geti reynst mörgum konum á breytingaskeiði vel „Það er nú hægt að fá estrógen í formi gels eða plástur sem er tekið upp í gegnum húð sem er miklu eðlilegra en að fá þetta hormón í töfluformi. Ég er svo að berjast fyrir því að fá hið nýja progestron hormón flutt inn en það er mun náttúrulegra en það sem er nú á markaði hér á landi. Fyrir flestar venjulegar konur án annarra áhættuþátta tel ég að hormónauppbótameðferð eins og þessi geti bætt lífsgæði kvenna á breytingaaldri til mikilla muna. Það hefur líka sýnt sig að hormónauppbótameðferð er verndandi fyrir framtíðarheilsu, ver þig gegn beinþynningu, hjarta- og æða sjúkdómum og mögulega gegn elliglöpum. Þá geti slík meðferð haft jákvæð áhrif á aðra þætti líkamans,“ segir Hanna. Fór úr kulnun og þunglyndi með hormónameðferð Halldóra Skúladóttir hjá er ein þeirra kvenna sem segir kulnun hafa verið eitt af mörgum einkennum breytingaskeiðs hjá sér. Hún fór á nýjustu hormónameðferðina á síðasta ári og segir líf sitt hafa snarbreyst. „Ég var kvíðin, þunglynd og döpur. Missti svona drifkraftinn minn. Þá fann ég til alls konar líkamlegra einkenna eins og t.d. ofsakláða í húð. Ég tengdi ekkert af þessu við breytingaskeiðið var 47 ára og hélt að það byrjaði með hitakófum sem ég hins vegar fann ekkert fyrir. Ég er búsett í Þýskalandi og hlustaði þar á fyrirlestur um breytingaskeiðið og komst að því að þessi einkenni gætu verið vegna þess. Þannig að í stað þess að panta mér tíma hjá sálfræðingi eins og ég ætlaði að gera fór ég til kvenlæknis sem ráðlagði mér að fara á nýjustu hormónin þar sem m.a. estrógen er borið á líkamann í gelformi,“ segir Halldóra. Halldóra Skúladóttir hjá Kvennaráð.is er ein þeirra kvenna sem segir kulnun hafa verið eitt af mörgum einkennum breytingaskeiðs hjá sér. Halldóra segist hafa fundið fyrir gríðarlegum létti eftir ákveðinn tíma. „Á fjórum mánuðum var ég orðin ég aftur, ég fann strax mikinn mun sérstaklega á svefninum mínum. Og þessari andlegu vanlíðan og svo smátt og smátt hjarnaði ég vel við, svona eins og blóm sem er orðið vel þurrt sko og fær loksins vökva. Þessi meðferð gaf mér mig til baka,“ segir Halldóra. Laufey hjá Krabbameinsfélaginu tekur undir með að fyrir einhvern hóp kvenna geti þurft að taka hormóna en telur að það eigi helst ekki að gera í meira en þrjú ár vegna ýmissa áhættuþátta. „Ef manni líður svona illa út af breytingaskeiðinu þá getur verið gott að taka hormóna í smá tíma til að fleyta sér yfir það versta,“ segir Laufey. Skimun fyrir krabbameini Félagsmál Landspítalinn Kvenheilsa Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55 Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Heilsugæslan - fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu Framlög til heilsugæslunnar hafa á kjörtímabilinu verið aukin verulega til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Samtals hafa fjárframlög til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) á kjörtímabilinu aukist um 24%, skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. 24. september 2021 17:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Önnur hver kona á aldrinum 50-59 ára tók tíðahvarfahormón á árunum 1998 til 2002. Þá kom út stór rannsókn sem sýndi tengsl á milli hormónainntöku og brjóstakrabbameins og nokkurra annarra áhættuþátta og hlutfallið lækkaði mikið næstu árin á eftir. Laufey Tryggvadóttir forstöðumaður rannsókna-og skráningarseturs við Krabbameinsfélag Íslands segir þetta jákvæða þróun. „Nú vita læknarnir af þessari áhættu sem en vita líka að stundum þurfa konur að fá hormóna í ákveðinn tíma. Þannig að ég held að þetta sé í miklu betri jafnvægi en þetta var.“ Laufey Tryggvadóttir forstöðumaður rannsókna-og skráningarseturs við Krabbameinsfélag Íslands.Vísir/Egill Laufey vísar til rannsóknar sem birtist í Lancet 2019 sem sýndi að áhætta á að fá brjóstakrabbamein næstu 20 ár hjá 50 ára konum í meðalþyngd var sex af hverjum hundrað konum ef engir hormónar voru notaðir en hækkaði í átta af hverjum hundrað ef konur notuðu hormóna í fimm ár eða lengur. Á síðasta ári notuðu svo um 11% prósent kvenna á aldrinum 40-49 tíðarhvarfahormón og ein af hverjum fjórum 50 ára og eldri. Hanna Lilja Oddgeirsdóttir læknir telur lágt hlutfall kvenna nota hormón hér á landi. Þá hafi komið fram gallar í fyrri rannsóknum um tengsl brjóstakrabbameins og hormóna. „Við endurskoðun á ýmsum rannsóknum á tengslum milli hormóna og brjóstakrabbameins hefur verið sýnt fram á ýmsa galla. Ég myndi halda að fleiri konur en þarna kemur fram hefðu hagsmuni á að nota hormóna hér á landi, þetta hlutfall er lágt að mínu mati,“ segir Hanna. Hanna segir að sífellt fleiri neikvæð einkenni séu rakin til breytingaskeiðs kvenna. Hanna lLilja Oddgeirsdóttir læknir.Vísir/Egill „Breytingaskeið getur hafist allt að tíu árum áður en tíðahvörf verða. Þegar það byrjar minnkar til að mynda estrógen í líkamanum og það efni eru í öllum frumum líkamans. Konur geta því fengið einkenni út um allan líkamann. Þetta getur verið einkenni allt frá alvarlegum kvíða og þunglyndi, leggangaþurrkur, einkenni þvagfærasýkingar, húðþurrkur, kláði, eyrnarsuð, hjartsláttartruflanir, meltingartruflanir. Í raun getur þetta verið hvað sem er,“ segir Hanna. Vill láta rannsaka hvort kulnun fylgi breytingaskeiðinu Hanna segir vísbendingar um að hluti kvenna detti út af vinnumarkaði vegna kulnunareinkenna sem tengjast breytingaskeiðinu. „Það eru rannsóknir sem benda til þess að allt að tíu prósent kvenna á breytingaskeiðinu detti út af vinnumarkaði vegna mikilla einkenna sem því fylgir og líkjast kulnunarástandi. Þetta þarf að rannsaka betur,“ segir hún. Rannsóknir hafi m.a. sýnt að hormónauppbótameðferð geti haft verndandi áhrif gegn elliglöpum. Vísir/Helgi Laufey hjá Kabbameinsfélaginu segir að vel geti verið að kulnun tengist breytingaskeiðinu en aðrir þætti eins og of mikið álag á íslenskar konur hafi líka áhrif. „Það er alls ekki útilokað að einhverjar konur geti vegna einkenna frá breytingaskeiðinu farið í kulnun. En það eru líka aðrir þættir sem hafa mikil áhrif eins og álag. Íslenskar konur vinna of mikið af mínu mati því flestar þeirra bera líka megin ábyrgð á fjölskyldu og heimili. Það þarf eitthvað að breytast með þetta þá annað hvort að maki taki jafnan þátt eða að fara í minna hlutfall,“ segir Laufey . Hanna segir að í dag sé komin fram ný og betri hormónameðferð en áður með estrogeni og progestroni sem geti reynst mörgum konum á breytingaskeiði vel „Það er nú hægt að fá estrógen í formi gels eða plástur sem er tekið upp í gegnum húð sem er miklu eðlilegra en að fá þetta hormón í töfluformi. Ég er svo að berjast fyrir því að fá hið nýja progestron hormón flutt inn en það er mun náttúrulegra en það sem er nú á markaði hér á landi. Fyrir flestar venjulegar konur án annarra áhættuþátta tel ég að hormónauppbótameðferð eins og þessi geti bætt lífsgæði kvenna á breytingaaldri til mikilla muna. Það hefur líka sýnt sig að hormónauppbótameðferð er verndandi fyrir framtíðarheilsu, ver þig gegn beinþynningu, hjarta- og æða sjúkdómum og mögulega gegn elliglöpum. Þá geti slík meðferð haft jákvæð áhrif á aðra þætti líkamans,“ segir Hanna. Fór úr kulnun og þunglyndi með hormónameðferð Halldóra Skúladóttir hjá er ein þeirra kvenna sem segir kulnun hafa verið eitt af mörgum einkennum breytingaskeiðs hjá sér. Hún fór á nýjustu hormónameðferðina á síðasta ári og segir líf sitt hafa snarbreyst. „Ég var kvíðin, þunglynd og döpur. Missti svona drifkraftinn minn. Þá fann ég til alls konar líkamlegra einkenna eins og t.d. ofsakláða í húð. Ég tengdi ekkert af þessu við breytingaskeiðið var 47 ára og hélt að það byrjaði með hitakófum sem ég hins vegar fann ekkert fyrir. Ég er búsett í Þýskalandi og hlustaði þar á fyrirlestur um breytingaskeiðið og komst að því að þessi einkenni gætu verið vegna þess. Þannig að í stað þess að panta mér tíma hjá sálfræðingi eins og ég ætlaði að gera fór ég til kvenlæknis sem ráðlagði mér að fara á nýjustu hormónin þar sem m.a. estrógen er borið á líkamann í gelformi,“ segir Halldóra. Halldóra Skúladóttir hjá Kvennaráð.is er ein þeirra kvenna sem segir kulnun hafa verið eitt af mörgum einkennum breytingaskeiðs hjá sér. Halldóra segist hafa fundið fyrir gríðarlegum létti eftir ákveðinn tíma. „Á fjórum mánuðum var ég orðin ég aftur, ég fann strax mikinn mun sérstaklega á svefninum mínum. Og þessari andlegu vanlíðan og svo smátt og smátt hjarnaði ég vel við, svona eins og blóm sem er orðið vel þurrt sko og fær loksins vökva. Þessi meðferð gaf mér mig til baka,“ segir Halldóra. Laufey hjá Krabbameinsfélaginu tekur undir með að fyrir einhvern hóp kvenna geti þurft að taka hormóna en telur að það eigi helst ekki að gera í meira en þrjú ár vegna ýmissa áhættuþátta. „Ef manni líður svona illa út af breytingaskeiðinu þá getur verið gott að taka hormóna í smá tíma til að fleyta sér yfir það versta,“ segir Laufey.
Skimun fyrir krabbameini Félagsmál Landspítalinn Kvenheilsa Tengdar fréttir Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38 Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55 Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00 Heilsugæslan - fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu Framlög til heilsugæslunnar hafa á kjörtímabilinu verið aukin verulega til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Samtals hafa fjárframlög til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) á kjörtímabilinu aukist um 24%, skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. 24. september 2021 17:45 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Talar opinskátt um krabbameinið: „Það er ekkert annað í boði en að vera jákvæð“ „Ég ætla að tala um krabbamein út frá mannlegu hliðinni, jákvæðu viðhorfi og mikilvægi þess að vera opinská og segja frá,“ segir Anna Dröfn Sigurjónsdóttir, sem heldur erindi á Kvennastund Krafts í Hörpu í dag. 21. október 2021 13:38
Var sjálf með fordóma varðandi breytingaskeiðið „Ég er í miðjunni, ég er í auga stormsins,“ segir Halldóra Skúladóttir um breytingaskeiðið sitt. Hún segir að það hafi tekið smá tíma að viðurkenna upphátt að hún væri komin á breytingaskeið. 21. október 2021 21:55
Valdeflandi fyrir konur að vita hvað er að gerast Sumar konur byrja snemma á breytingaskeiðinu, jafnvel þegar þær eru ekki hættar barneignum. Þegar kona byrjar ung að ganga í gegnum tíðarhvörf er það í sumum tilfellum viðbúið, vegna aðgerða þar sem eggjastokkar eru teknir en það getur líka gerst án þess að kona hafi farið í slíka aðgerð. 18. október 2021 07:00
Heilsugæslan - fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu Framlög til heilsugæslunnar hafa á kjörtímabilinu verið aukin verulega til að tryggja að heilsugæslan verði raunverulegur fyrsti viðkomustaðurinn í heilbrigðiskerfinu. Samtals hafa fjárframlög til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu (HH) á kjörtímabilinu aukist um 24%, skv. fjárlögum, án launa- og verðlagshækkana, þ.e. á föstu verðlagi. 24. september 2021 17:45