Orkuskipti – stóra tækifærið fyrir Ísland Ingólfur Guðmundsson skrifar 27. október 2021 08:01 Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Bensín og olía Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hagnýting jarðefnaeldsneytis hefur gegnt lykilhlutverki í samfélagsþróun síðustu tvær aldir. Nú er velferð mannkyns ógnað vegna áhrifa losunar koltvísýrings sem fylgir bruna á kolum, jarðgasi og olíu. Mörg Evrópuríki styðja rausnarlega við fjárfestingu og nýsköpun á sviði orkuskipta. Markmiðið er ekki aðeins að draga úr loftslagsvánni heldur einnig að skapa útflutningstekjur og verðmæt störf. Íslendingar, leiðandi þjóð í nýtingu vatnsafls og jarðvarma, eru eftirbátar grannríkjanna í stuðningi við nýsköpun og markaðssetningu grænna lausna. Danir ætla sér leiðandi hlutverk í orkuskiptum og líta á það sem tækifæri til að stórauka útflutningstekjur. Nýlega samþykkti danska þingið 17 milljarða króna framlag til sex verkefna á sviði grænnar orku. Þá eru stjórnvöld að vinna að sameiningu opinberra sjóða sem styrkja verkefni á sviði grænnar tækni. Fjárfestingageta þeirra verður 500 milljarðar króna fram til 2030. Sterkur stuðningur á heimamarkaði veitir dönskum fyrirtækjum ótvírætt samkeppnisforskot. Carbon Recycling International (CRI) er íslenskt hátæknifyrirtæki og hefur undanfarin 15 ár þróað og innleitt tækni til að nýta græna raforku til sjálfbærrar framleiðslu hráefna fyrir iðnað og grænt eldsneyti á skip og bíla. Nú hefur CRI landað fyrstu stóru verkefnunum erlendis. Með slíkri tækni geta Íslendingar orðið leiðandi í lausnum sem leysa munu jarðefnaeldsneyti af hólmi. En sterk staða á alþjóðlegum markaði fyrir grænar lausnir, næst ekki nema að nýsköpunarfyrirtæki geti treyst á stuðning hins opinbera og sterkan heimamarkað. Til að styðja við vöxt eftirspurnar innanlands og skapa atvinnu á sviði grænna lausna, þurfa íslensk stjórnvöld að hraða orkuskiptum með hvötum í skattkerfinu, auknu fjármagni og áherslu á loftslagsmál í opinberum innkaupum. Síðan 2009 hafa notendur eldsneytis á sjó og landi greitt ríkissjóði kolefnisgjald sem ætlað var að hvetja til orkuskipta. Samanlagðar tekjur ríkissjóðs af kolefnisgjaldi nema nú 44.000 milljónum króna en lítið bólar á auknu fjármagni til þróunar og innleiðingar grænni lausna fyrir sjávarútveg og samgöngur. Eftir áratug orða en minni aðgerða, hlýtur næsta ríkisstjórn að spýta í lófana. Með auknum opinberum stuðningi getur íslenskur grænn iðnaður keppt á alþjóðlegum markaði og orðið öflug stoð í hagkerfinu. Valið stendur milli þess að vera leiðandi eða fylgjandi í grænu byltingunni. Loftslagsvandinn er skýr en sóknarfærin blasa einnig við. Höfundur er forstjóri CRI.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar