Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2021 10:44 Meðlimir glæpagengja Haítí eru bæði fleiri og betur vopnaðir en lögreglan. AP/Rodrigo Abd Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise. Haítí Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira
Mikill eldsneytisskortur hefur leikið íbúa landsins grátt undanfarna daga en meðlimir glæpagengja sitja um hafnir þar sem eldsneytisbirgðir landsins eru og leyfa ekki flutning þeirra. Leiðtogar þessara glæpagengja krefjast þess að Ariel Henry, forsætisráðherra, segi af sér. Samkvæmt frétt Reuters hefur glæpamaðurinn Jimmy Cherizier, sem leiðir G9 sem er eitt stærsta gengi landsins, sagt að vegir verði ekki opnaðir á ný fyrr en Herny hafi sagt af sér. Mikil óreiða hefur ríkt í Haítí eftir að Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu fyrr á árinu. Til stóð að halda kosningar í nóvember en þeim var frestað þegar Henry rak meðlimi ráðs sem skipulagði kosningar í Haítí. Hann hefur heitið því að mynda nýtt ópólitískt ráð sem ætti að skipuleggja kosningar. Sjá einnig: Saksóknari bað um að forsætisráðherra Haítí yrði ákærður og var fljótt rekinn AP fréttaveitan segir að í áratugi hafi leiðtogar Haítí verið studdir af glæpagengjum og öfugt. Eftir dauða Moise sé hið opinbera varla lengur til staðar og nú fái gengin ekki lengur peninga frá stjórnmálamönnum, eins og hefur gerst um árabil. Engin bönd á glæpamönnum Nú halda þeim engin bönd en glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Til marks um þessa aukna glæpaöldu hefur mannránum í Haítí fjölgað gífurlega. Blaðamaður AP fylgdi eftir Jimmy Cherizier, sem gengur undir nafninu Barbecue, fyrr í þessum mánuði. Hann er fyrrverandi lögregluþjónn sem leiðir gengið G9, eins og áður hefur komið fram, og stjórnar stórum hluta Port-au-Prince, höfuðborgar landsins. Mest allar matar- og eldsneytissendingar flæða í gegnum yfirráðasvæði Barbecue og hann getur í raun stöðvað það flæði að vild. Glæpamenn opna sendingar vopna sem eru framleidd í Bandaríkjunum.AP/Rodrigo Abd Fyrir framan blaðamenn tók Barbecue tvo riffla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum upp úr kassa og gekk svo um yfirráðasvæði sitt með blaðamennina í eftirdragi. Barbecue sagðist tala fyrir fátæka íbúa Haítí og vera óvinur elítunnar sem stjórnaði landinu. Talaði hann frjálslega um mögulega borgarastyrjöld og lýsti sér sem uppreisnarmanni. Í grein AP segir þó að hann hafi gengið þungvopnaður inn á heimili fólks, án leyfis og án þess að kasta á þau kveðju, og tala um slæm lífsskilyrði þeirra. Á meðan hann hélt ræður sínar stóðu íbúar hússins álútir og horfðu til jarðar. Er þeim lýst sem aukaleikurum í leikriti sem flutt sé án aðkomu þeirra. Á einum tímapunkti fékk Barbecue seðlabúnt frá táningi sem var lífvörður hans, sem leiðtoginn rétti svo konu sem átti heima í húsinu. Jimmy Cherizier, eða Barbecue,AP/Rodrigo Abd Sakaður um hræðileg fjöldamorð Sameinuðu þjóðirnar og aðrar stofnanir hafa sakað Barbecue um aðkomu að þremur fjöldamorðum frá 2018 til 2020. Minnst tvö hundruð manns hafi dáið, konum hafi verið nauðgað og heilu íbúðahverfi brennd í ódæðunum þremur og öll eru sögð hafa verið kostuð af meðlimur úr ríkisstjórn Moise.
Haítí Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Sjá meira