Segja Jóhannes Harðarson verða aðstoðarþjálfara ÍA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. október 2021 09:25 Rikki G fer yfir fótboltalandslagið ásamt þeim Mikael Nikulássyni og Kristjáni Óla Sigurðssyni í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni. þungavigtin Breytingar eru fyrirhugaðar á þjálfarateymi karlaliðs ÍA. Samkvæmt heimildum Þungavigtarinnar verður Jóhannes Harðarson næsti aðstoðarþjálfari liðsins. Jóhannes stýrði Start á árunum 2019-21. Hann kom liðinu upp í norsku úrvalsdeildina 2019 en það féll aftur niður í B-deildina árið eftir. Jóhannesi var svo sagt upp störfum um miðjan júní þegar aðeins fimm umferðir voru búnar af norsku B-deildinni. Hann var áður aðstoðarþjálfari Start og lék með liðinu á árunum 2004-08. Jóhannes er nú á heimleið og tekur við stöðu aðstoðarþjálfara hjá uppeldisfélagi sínu ef marka má heimildir Kristjáns Óla Sigurðssonar í Þungavigtinni. „Hann verður aðstoðarþjálfari og hlýtur að fá eitthvað stærra hlutverk innan félagsins. Þetta er risastórt nafn. Starfið hans hjá Start er á topp tíu yfir stærstu störf sem Íslendingar hafa fengið í þjálfun,“ sagði Kristján Óli. Í samtali við Vísi vildi Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ekki staðfesta að Jóhannes væri á leið til ÍA en sagði að breytingar á þjálfarateymi karlaliðs félagsins væru fyrirhugaðar. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA en honum til aðstoðar á síðasta tímabili var Fannar Berg Gunnólfsson. Jóhannes Karl hefur stýrt ÍA undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili björguðu Skagamenn sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni á ævintýralegan hátt og komust í úrslit Mjólkurbikarsins. Jóhannes Harðarson þjálfaði Flekkerøy í Noregi 2013-14 og tók svo við karlaliði ÍBV fyrir tímabilið 2015. Hann fór í leyfi á miðju sumri og sneri ekki aftur til starfa hjá ÍBV. Alla þætti af Þungavigtinni má nálgast á tal.is/vigtin. Pepsi Max-deild karla ÍA Þungavigtin Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Jóhannes stýrði Start á árunum 2019-21. Hann kom liðinu upp í norsku úrvalsdeildina 2019 en það féll aftur niður í B-deildina árið eftir. Jóhannesi var svo sagt upp störfum um miðjan júní þegar aðeins fimm umferðir voru búnar af norsku B-deildinni. Hann var áður aðstoðarþjálfari Start og lék með liðinu á árunum 2004-08. Jóhannes er nú á heimleið og tekur við stöðu aðstoðarþjálfara hjá uppeldisfélagi sínu ef marka má heimildir Kristjáns Óla Sigurðssonar í Þungavigtinni. „Hann verður aðstoðarþjálfari og hlýtur að fá eitthvað stærra hlutverk innan félagsins. Þetta er risastórt nafn. Starfið hans hjá Start er á topp tíu yfir stærstu störf sem Íslendingar hafa fengið í þjálfun,“ sagði Kristján Óli. Í samtali við Vísi vildi Geir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar ÍA, ekki staðfesta að Jóhannes væri á leið til ÍA en sagði að breytingar á þjálfarateymi karlaliðs félagsins væru fyrirhugaðar. Jóhannes Karl Guðjónsson er þjálfari ÍA en honum til aðstoðar á síðasta tímabili var Fannar Berg Gunnólfsson. Jóhannes Karl hefur stýrt ÍA undanfarin fjögur ár. Á síðasta tímabili björguðu Skagamenn sér frá falli úr Pepsi Max-deildinni á ævintýralegan hátt og komust í úrslit Mjólkurbikarsins. Jóhannes Harðarson þjálfaði Flekkerøy í Noregi 2013-14 og tók svo við karlaliði ÍBV fyrir tímabilið 2015. Hann fór í leyfi á miðju sumri og sneri ekki aftur til starfa hjá ÍBV. Alla þætti af Þungavigtinni má nálgast á tal.is/vigtin.
Pepsi Max-deild karla ÍA Þungavigtin Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira