Hvað er COP26? Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2021 11:31 Borði fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. Þúsundir manna sækja ráðstefnuna. Þar ræða fulltrúar ríkja tæknilegar útfærslur á Parísarsamkomulaginu en til hliðar eru fulltrúar alls kyns fyrirtækja, félagasamtaka og sveitarstjórna sem deila lausnum á loftslagsvánni. AP/Alastair Grant Ríki heims þurfa að bretta upp ermarnar og auka metnað í aðgerðum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til að hægt verði að komast hjá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna sem hefst um helgina getur varpað ljósi á hversu alvara þeim er með fögrum fyrirheitum um kolefnishlutleysi. Búist er við um 20.000 manns á COP26-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow í Skotlandi á sunnudag og stendur yfir til 12. nóvember. Þar ræða fulltrúar ríkja um hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015 um að takmarka hnattræna hlýnun við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld. Til þess að þau markmið náist þarf að draga úr losun um helming fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Með núverandi markmiðum ríkja heims gæti hlýnun jarðar náð 2,7°C fyrir lok aldarinnar samkvæmt skýrslu umhverfisstofnunar SÞ. COP26 er árleg loftslagsráðstefna þeirra 197 þjóða sem eiga aðild að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var undirritaður í Ríó de Janeiro árið 1992. Skammstöfunin COP stendur fyrir „Conference of the Parties“, ráðstefna aðildarríkjanna. Ráðstefnan er sú 26. í röðinni. Ráðstefnan stendur yfir í tvær vikur. Þjóðarleiðtogar ávarpa hana fyrstu tvo dagana, síðan tekur við samningavinna sendinefnda ríkjanna en í lokinn mæta ráðherrar á svæðið til að leysa úr erfiðustu málunum sem út af standa. Annars staðar á ráðstefnusvæðinu koma saman fulltrúar alls kyns fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarstjórna og ýmissa hagsmunaaðila. Þeim hluta ráðstefnunnar hefur verið lýst sem kaupstefnu loftslagslausna. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC) sem kom út í ágúst dró upp dökka mynd af horfunum. Jafnvel þó að ríki skeri hratt niður losun á gróðurhúsalofttegundum gæti hnattræn hlýnun náð 1,5°C strax á næsta áratug. Skýrslan var þó einnig afdráttarlaus um að lausnir séu mögulegar og að hver gráða umframhlýnunar skipti verulegu máli um alvarleika afleiðinga loftslagsbreytinganna. Hvað verður ákveðið í Glasgow? Með Parísarsamkomulaginu skuldbundu ríkin sig til þess að setja sér sín eigin landsmarkmið um samdrátt í losun. Samningurinn gerir ennfremur ráð fyrir að ríkin uppfæri markmiðin á fimm ára fresti. Þannig var upphaflegt markmið Evrópusambandsins, sem Ísland tekur þátt í ásamt Noregi, 40% samdráttur í losun fyrir árið 2030. Nú stefnir sambandið á 55% samdrátt. Mörg ríki hafa þegar kynnt uppfærð losunarmarkmið sín og sömuleiðis um langtímasýn um hvernig þau ætla sér að ná kolefnishlutleysi, þó ekki Kína og Indland sem eru ásamt Bandaríkjunum stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Ekki er búist við stórum ákvörðunum á COP26 en breska ríkisútvarpið BBC segir að bresku gestgjafarnir vilji líklega að öll ríkin skrifi undir afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem stefna um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og mikinn samdrátt í losun fyrir 2030 verði ítrekuð. Einnig vilja þeir að ríkin einsetji sér að henda kolum og bensín- og dísilbílum á öskuhaug sögunnar. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn á jörðinni meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Í sjöttu skýrslu IPCC sem kom út í ágúst var áætlað að menn hefðu losað um 2.390 milljarða tonna koltvísýringsígilda frá 1850. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Til þess að halda hlýnun innan ákveðinna marka hefur verið talað um kolefnisþak sem ekki má fara yfir. Í skýrslu IPCC var áætlað að losunin frá 2020 megi ekki verða meiri en 300 milljarðar tonna ætli menn að halda hlýnun innan við 1,5°C. Sætti menn sig við helminglíkur á að halda í markmiðið má ekki losa meira en 850 milljarða tonna. Þar sem árleg losun manna nemur nú um fjörutíu milljörðum tonna eru aðeins örfáir áratugir til stefnu áður en þetta svonefnda kolefnisþak springur. Hverjir eru helstu ásteytingarsteinarnir? Um árabil hefur verið deilt um hvernig ríki eiga að deila byrðunum á milli sín þegar kemur að því að hætta bruna á jarðefnaeldsneyti sem hefur knúið velmegun þróaðra ríkja í vel á aðra öld. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. Vandamálið er þó að mannkynið hefur ekki efni á að losa mikið meira af kolefni út í andrúmsloftið ef það ætlar að halda hlýnun innan þeirra marka sem það hefur ákveðið að sé ásættanleg. Því er tæplega svigrúm til að leyfa þróunarríkjum að hífa sig upp úr fátækt með því að brenna jarðefnum líkt og ríku þjóðirnar gerðu á sínum tíma. Þá hafa ríkustu þjóðirnar ekki enn staðið við loforð sín um að hjálpa þróunarríkjunum að aðlagast loftslagsbreytingum. Árið 2009 lofuðu þau að leggja þeim árlega til hundrað milljarða dollara fyrir árið 2020. Það hefur enn ekki orðið að veruleika og gæti frestast til 2023. Allar ákvarðanir sem eru teknar á COP-ráðstefnum þurfa að vera samhljóða. Því geta þær þjóðir sem vilja ganga skemmst tekið fundinn í nokkurs konar gíslingu og haft neitunarvald í reynd. Það getur verið vopn í höndum ríkja sem eiga mikið undir framleiðslu á jarðefnaeldsneyti eins og Sádi-Arabíu, Ástralíu og Rússlands. Í gagnaleka sem greint var frá í síðustu viku kom fram að fulltrúar Sáda, Ástrala og Japana hefðu í gegnum tíðina þrýst á Sameinuðu þjóðirnar að draga úr áherslunni á að ríki heims hætti notkun jarðefnaeldsneytis. Hvað segja leiðtogarnir? Ekki virðist ríkja samstaða um að stefna á kolefnishlutleysi. R.P. Gupta, umhverfisráðherra Indlands, hafnaði því að leggja fram framtíðarsýn um hlutleysi og sagði mikilvægara að gera áætlun um samdrátt í losun. Ástralar, sem kynntu áform um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í síðustu viku, ætla ekki að samþykkja fyrirheit um samdrátt í losun metans þar sem þeir vilja gæta hagsmuna bænda. Metan er enn áhrifameiri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en mun skammlífari í lofthjúpnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur upphaf COP26 en hann hefur staðið í ströngu við að koma helstu stefnumálum sínum í gegnum Bandaríkjaþing undanfarnar vikur. Hann hefur neyðst til þess að draga úr metnaði aðgerða sinna til þess að friðþægja íhaldssamari þingmenn sína. Þrátt fyrir það yrðu þeir 555 milljarðar dollara sem eru eyrnamerktir stuðningi við endurnýjanlega orkugjafa og orkuskipti stærsta loftslagsaðgerð í sögu Bandaríkjanna. Fulltrúar láglendra Kyrrahafseyja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar segja að þjóðir heims verði að sameinast strax um róttækar aðgerðir. „Tíminn er munaður sem við höfum ekki og við verðum að taka höndum saman strax og leggja fram nægilegan metnað á COP26 til þess að standa vörð um framtíð alls mannkyns og reikistjörnunnar okkar,“ segir Henry Puna, fyrrverandi forsætisráðherra Cook-eyja sem er nú formaður ráðs Kyrrahafsríkja. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Skotland COP26 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Búist er við um 20.000 manns á COP26-ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst í Glasgow í Skotlandi á sunnudag og stendur yfir til 12. nóvember. Þar ræða fulltrúar ríkja um hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins frá 2015 um að takmarka hnattræna hlýnun við 2°C, og helst 1,5°C, á þessari öld. Til þess að þau markmið náist þarf að draga úr losun um helming fyrir árið 2030 og ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Með núverandi markmiðum ríkja heims gæti hlýnun jarðar náð 2,7°C fyrir lok aldarinnar samkvæmt skýrslu umhverfisstofnunar SÞ. COP26 er árleg loftslagsráðstefna þeirra 197 þjóða sem eiga aðild að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var undirritaður í Ríó de Janeiro árið 1992. Skammstöfunin COP stendur fyrir „Conference of the Parties“, ráðstefna aðildarríkjanna. Ráðstefnan er sú 26. í röðinni. Ráðstefnan stendur yfir í tvær vikur. Þjóðarleiðtogar ávarpa hana fyrstu tvo dagana, síðan tekur við samningavinna sendinefnda ríkjanna en í lokinn mæta ráðherrar á svæðið til að leysa úr erfiðustu málunum sem út af standa. Annars staðar á ráðstefnusvæðinu koma saman fulltrúar alls kyns fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarstjórna og ýmissa hagsmunaaðila. Þeim hluta ráðstefnunnar hefur verið lýst sem kaupstefnu loftslagslausna. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftlagsbreytingar (IPCC) sem kom út í ágúst dró upp dökka mynd af horfunum. Jafnvel þó að ríki skeri hratt niður losun á gróðurhúsalofttegundum gæti hnattræn hlýnun náð 1,5°C strax á næsta áratug. Skýrslan var þó einnig afdráttarlaus um að lausnir séu mögulegar og að hver gráða umframhlýnunar skipti verulegu máli um alvarleika afleiðinga loftslagsbreytinganna. Hvað verður ákveðið í Glasgow? Með Parísarsamkomulaginu skuldbundu ríkin sig til þess að setja sér sín eigin landsmarkmið um samdrátt í losun. Samningurinn gerir ennfremur ráð fyrir að ríkin uppfæri markmiðin á fimm ára fresti. Þannig var upphaflegt markmið Evrópusambandsins, sem Ísland tekur þátt í ásamt Noregi, 40% samdráttur í losun fyrir árið 2030. Nú stefnir sambandið á 55% samdrátt. Mörg ríki hafa þegar kynnt uppfærð losunarmarkmið sín og sömuleiðis um langtímasýn um hvernig þau ætla sér að ná kolefnishlutleysi, þó ekki Kína og Indland sem eru ásamt Bandaríkjunum stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Ekki er búist við stórum ákvörðunum á COP26 en breska ríkisútvarpið BBC segir að bresku gestgjafarnir vilji líklega að öll ríkin skrifi undir afdráttarlausa yfirlýsingu þar sem stefna um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 og mikinn samdrátt í losun fyrir 2030 verði ítrekuð. Einnig vilja þeir að ríkin einsetji sér að henda kolum og bensín- og dísilbílum á öskuhaug sögunnar. Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn á jörðinni meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Í sjöttu skýrslu IPCC sem kom út í ágúst var áætlað að menn hefðu losað um 2.390 milljarða tonna koltvísýringsígilda frá 1850. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Til þess að halda hlýnun innan ákveðinna marka hefur verið talað um kolefnisþak sem ekki má fara yfir. Í skýrslu IPCC var áætlað að losunin frá 2020 megi ekki verða meiri en 300 milljarðar tonna ætli menn að halda hlýnun innan við 1,5°C. Sætti menn sig við helminglíkur á að halda í markmiðið má ekki losa meira en 850 milljarða tonna. Þar sem árleg losun manna nemur nú um fjörutíu milljörðum tonna eru aðeins örfáir áratugir til stefnu áður en þetta svonefnda kolefnisþak springur. Hverjir eru helstu ásteytingarsteinarnir? Um árabil hefur verið deilt um hvernig ríki eiga að deila byrðunum á milli sín þegar kemur að því að hætta bruna á jarðefnaeldsneyti sem hefur knúið velmegun þróaðra ríkja í vel á aðra öld. Snauðari ríki, sem hafa sögulega séð átt hlutfallslega lítinn þátt í að dæla gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar en gætu fengið einna verst að kenna á afleiðingunum, vilja að ríku þjóðirnar sem bera ábyrgð á meirihluta þeirrar losunar sem hefur átt sér stað taki á sig mestu kvaðirnar. Vandamálið er þó að mannkynið hefur ekki efni á að losa mikið meira af kolefni út í andrúmsloftið ef það ætlar að halda hlýnun innan þeirra marka sem það hefur ákveðið að sé ásættanleg. Því er tæplega svigrúm til að leyfa þróunarríkjum að hífa sig upp úr fátækt með því að brenna jarðefnum líkt og ríku þjóðirnar gerðu á sínum tíma. Þá hafa ríkustu þjóðirnar ekki enn staðið við loforð sín um að hjálpa þróunarríkjunum að aðlagast loftslagsbreytingum. Árið 2009 lofuðu þau að leggja þeim árlega til hundrað milljarða dollara fyrir árið 2020. Það hefur enn ekki orðið að veruleika og gæti frestast til 2023. Allar ákvarðanir sem eru teknar á COP-ráðstefnum þurfa að vera samhljóða. Því geta þær þjóðir sem vilja ganga skemmst tekið fundinn í nokkurs konar gíslingu og haft neitunarvald í reynd. Það getur verið vopn í höndum ríkja sem eiga mikið undir framleiðslu á jarðefnaeldsneyti eins og Sádi-Arabíu, Ástralíu og Rússlands. Í gagnaleka sem greint var frá í síðustu viku kom fram að fulltrúar Sáda, Ástrala og Japana hefðu í gegnum tíðina þrýst á Sameinuðu þjóðirnar að draga úr áherslunni á að ríki heims hætti notkun jarðefnaeldsneytis. Hvað segja leiðtogarnir? Ekki virðist ríkja samstaða um að stefna á kolefnishlutleysi. R.P. Gupta, umhverfisráðherra Indlands, hafnaði því að leggja fram framtíðarsýn um hlutleysi og sagði mikilvægara að gera áætlun um samdrátt í losun. Ástralar, sem kynntu áform um kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í síðustu viku, ætla ekki að samþykkja fyrirheit um samdrátt í losun metans þar sem þeir vilja gæta hagsmuna bænda. Metan er enn áhrifameiri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en mun skammlífari í lofthjúpnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti verður viðstaddur upphaf COP26 en hann hefur staðið í ströngu við að koma helstu stefnumálum sínum í gegnum Bandaríkjaþing undanfarnar vikur. Hann hefur neyðst til þess að draga úr metnaði aðgerða sinna til þess að friðþægja íhaldssamari þingmenn sína. Þrátt fyrir það yrðu þeir 555 milljarðar dollara sem eru eyrnamerktir stuðningi við endurnýjanlega orkugjafa og orkuskipti stærsta loftslagsaðgerð í sögu Bandaríkjanna. Fulltrúar láglendra Kyrrahafseyja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar segja að þjóðir heims verði að sameinast strax um róttækar aðgerðir. „Tíminn er munaður sem við höfum ekki og við verðum að taka höndum saman strax og leggja fram nægilegan metnað á COP26 til þess að standa vörð um framtíð alls mannkyns og reikistjörnunnar okkar,“ segir Henry Puna, fyrrverandi forsætisráðherra Cook-eyja sem er nú formaður ráðs Kyrrahafsríkja.
COP26 er árleg loftslagsráðstefna þeirra 197 þjóða sem eiga aðild að rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem var undirritaður í Ríó de Janeiro árið 1992. Skammstöfunin COP stendur fyrir „Conference of the Parties“, ráðstefna aðildarríkjanna. Ráðstefnan er sú 26. í röðinni. Ráðstefnan stendur yfir í tvær vikur. Þjóðarleiðtogar ávarpa hana fyrstu tvo dagana, síðan tekur við samningavinna sendinefnda ríkjanna en í lokinn mæta ráðherrar á svæðið til að leysa úr erfiðustu málunum sem út af standa. Annars staðar á ráðstefnusvæðinu koma saman fulltrúar alls kyns fyrirtækja, félagasamtaka, sveitarstjórna og ýmissa hagsmunaaðila. Þeim hluta ráðstefnunnar hefur verið lýst sem kaupstefnu loftslagslausna.
Lofttegundir eins og koltvísýringur, metan og vatnsgufa eru nefndar gróðurhúsalofttegundir vegna hlýnunaráhrifa sem þær hafa. Þær hleypa sólargeislum greiðlega í gegnum sig en drekka í sig varmageislun frá jörðinni. Ef ekki væri fyrir gróðurhúsaáhrifin væri meðalhitinn á jörðinni meira en þrjátíu gráðum lægri. Mannkynið hefur magnað upp gróðurhúsaáhrifin og valdið hlýnun með því að dæla gríðarlegu magni af kolefni út í lofthjúpinn frá upphafi iðnbyltingarinnar. Í sjöttu skýrslu IPCC sem kom út í ágúst var áætlað að menn hefðu losað um 2.390 milljarða tonna koltvísýringsígilda frá 1850. Koltvísýringur er langlífur í lofthjúpnum og safnast upp þar. Styrkur koltvísýrings í lofthjúpnum nú er talinn sá mesti í um fjórar milljónir ára. Vegna þessarar uppsöfnuðu losunar lækkaði meðalhiti jarðar ekki aftur til fyrra horfs jafnvel þó að menn hættu allri losun gróðurhúsalofttegunda strax. Til þess að halda hlýnun innan ákveðinna marka hefur verið talað um kolefnisþak sem ekki má fara yfir. Í skýrslu IPCC var áætlað að losunin frá 2020 megi ekki verða meiri en 300 milljarðar tonna ætli menn að halda hlýnun innan við 1,5°C. Sætti menn sig við helminglíkur á að halda í markmiðið má ekki losa meira en 850 milljarða tonna. Þar sem árleg losun manna nemur nú um fjörutíu milljörðum tonna eru aðeins örfáir áratugir til stefnu áður en þetta svonefnda kolefnisþak springur.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Skotland COP26 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira