Framtíðin ræðst af aðgerðum Gísli Rafn Ólafsson skrifar 1. nóvember 2021 12:01 Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Alþingi COP26 Loftslagsmál Píratar Mest lesið Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow. COP-26, hófst í gær og stendur yfir til 11. nóvember. Því má búast við að orð eins og hamfarahlýnun, útblástur, kolefnisspor og orkuskipti verði ofarlega á blaði næstu daga og vikur. Sagan sýnir okkur þó að þegar fram líða stundir hverfa þessi mál í skugga líðandi stundar og gleymast, allt þar til næstu hamfarir af völdum hlýnandi loftslags dynja yfir. Í aðdraganda alþingiskosninga í lok september héldu mörg okkar að loftslagsmálin yrðu ofarlega á baugi. Staðan í loftslagsmálum er orðin flestum ljós og ákallið um að grípa til metnaðarfullra aðgerða hljómar um allan heim. Kjósendur virðast þó hafa talið önnur mál mikilvægari að þessu sinni, því tveir stærstu flokkarnir að loknum kosningum skila nánast auðu í loftslagsmálum. Falleinkunn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar í úttekt Ungra umhverfissinna talar sínu máli. Unga fólkið hlustar Vísindasamfélagið hefur lengi varað okkur við loftslagsvánni en mörg, ekki síst af minni kynslóð, hafa ekki enn meðtekið varnaðarorðin. Unga fólkið heyrir hins vegar þessa viðvörun vel, kannski vegna þess að það mun súpa seyðið af aðgerðarleysi stjórnmálanna. Þess vegna hefur unga fólkið risið upp - um allan heim - og krafist aðgerða. Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi látið á sér standa hefur unga fólkið engu að síður haft mótandi áhrif á umræðuna og náð eyrum margra stjórnmálamanna. Við sem eigum börn og barnabörn sem eru að taka sín fyrstu skref í þessari breyttu veröld, þurfum að setja framtíð þeirra í forgang. Neysluhyggja og trú á endalausan aðgang að náttúruauðlindum minnar kynslóðar hefur sett framtíð þeirra í hættu. Hér á Íslandi eru áhrif þessara hnattrænu loftslagsbreytinga byrjuð að gera vart við sig, en þau okkar sem hafa ferðast og búið við miðbaug sjáum afleiðingarnar ágerast með hverju árinu. Skýr sýn til framtíðar Það er kominn tími fyrir okkur sem erum í stjórnmálum að horfast í augu við hinn nýja raunveruleika. Kominn tími til þess að taka erfiðar ákvarðanir og grípa til aðgerða gegn þeim hættum sem við stöndum frammi fyrir. Við erum þjóð sem býr á landi þar sem að hamfarir eru reglulegir vágestir. Við verðum að passa okkur að láta þessa vá ekki taka okkur í bólinu. Við þurfum að vinna saman, þvert á flokkslínur og byggja upp samstöðu um raunverulegt átak í baráttunni gegn þessari loftslagsvá. Ef við sameinumst, hugsum stórt og höfum framtíð barna okkar og barnabarna að leiðarljósi, þá getum við tekist á við þessa ógn. Við getum lagt okkar að mörkum og með skýra sýn á nýsköpun tengdri loftslagsvá getum við hæglega orðið að leiðtoga á alþjóðavettvangi í þessari baráttu.Píratar lögðu fram slíka sýn í kosningabaráttunni, bæði í loftslagsstefnunni okkar (sem Ungir umhverfissinnar töldu vera þá bestu) og nýsköpunarstefnu flokksins (sem er í 20 liðum og hverfist um græna nýsköpun um land allt). Ég hlakka til að tala máli þeirra beggja inni á þingi því ég hef einlæga trú á að innihald þeirra leggi grunn að farsælla og grænna samfélagi til framtíðar. Börnin okkar eiga það skilið. Höfundur er þingmaður Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar