Bretar hefja notkun lyfs sem gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. nóvember 2021 09:15 Molnupiravir gæti markað þáttaskil í baráttunni við Covid. Merck Bretland er fyrsta ríkið til að heimila notkun veirulyfsins molnupiravir gegn Covid-19 en rannsóknir sýna að notkun þess á fyrstu dögum sýkingar helmingar áhættuna á sjúkrahúsinnlögn og dauða af völdum SARS-CoV-2. Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Notkun lyfsins, sem framleitt er af Merck, var samþykkt í gær en sjúklingar munu fá lyfinu uppáskrifað og nálgast það í næstu lyfjaverslun. Vonir eru bundnar um að lyfið muni marka þáttaskil í baráttunni við Covid-19, þar sem það er fyrsta lyfið gegn kórónuveirunni sem sjúklingar geta tekið heima hjá sér þar sem um er að ræða pillu. Stjórnvöld í Bretlandi hafa nú þegar pantað birgðir af lyfinu fyrir 480 þúsund manns en talsmenn Merck greindu frá því í síðustu viku að fyrirtækið hefði einnig náð samningum við Bandaríkin, Ástralíu, Nýja-Sjáland, Suður-Kóreu, Singapore og Serbíu. Vænta má þess að lyfið verði fáanlegt í Bandaríkjunum í desember en þarlend stjórnvöld hafa pantað nægar birgðir fyrir 1,7 milljón einstaklinga. Kostnaðurinn við lyfið er sagður nema 700 dölum á einstakling en meðferðin hljóðar upp á 40 pillur sem eru teknar á fimm dögum. Stofnunin sem hefur eftirlit með lyfjum og heilbrigðistækjum í Bretlandi hefur mælt með því að fólk fái lyfið sem allra fyrst í kjölfar jákvæðra niðurstaða úr Covid-prófi og innan fimm daga frá fyrstu einkennum. Lyfið verður gefið bæði fullbólusettum og óbólusettum einstaklingum sem tilheyra að minnsta kosti einum áhættuhóp, eru til dæmis 60 ára og eldri eða þjást af offitu. Nærri 40 þúsund einstaklingar greinast nú daglega af Covid-19 í Bretlandi. New York Times greindi frá.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54 Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Sjá meira
Evrópa aftur orðin miðpunktur kórónuveirufaraldursins Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að Evrópa sé enn á ný orðinn miðpunktur kórónuveirufaraldursins en smitum fer nú mjög fjölgandi í flestum ríkjum. 5. nóvember 2021 06:54
Veirulyf í pilluformi virðist draga mjög úr innlögnum og dauðsföllum af völdum Covid-19 Veirulyfið molnupiravir virðist draga verulega úr sjúkrahúslinnlögnum og dauðsföllum meðal nýgreindra Covid-sjúklinga. Lyfjafyrirtækin á bak við lyfið hyggjast sækja um markaðsleyfi sem allra fyrst. 1. október 2021 12:03