Daníel Guðni: Ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn Smári Jökull Jónsson skrifar 5. nóvember 2021 20:10 Daníel Guðni og lærisveinar hans í Grindavík eru komnir í toppsæti Subway-deildarinnar. Vísir / Bára „Við gerðum það sem við áttum að gera, létum pressu á þá og létum þá setja boltann í gólfið. Við komum okkur aftur í vörn og það er mjög mikilvægt gegn þeim,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur eftir sigur liðsins á Breiðablik í Subway-deildinni í kvöld. Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum. UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Sjá meira
Með sigrinum er Grindavík komið í toppsæti deildarinnar og Daníel Guðni var ánægður með þá staðreynd. „Við erum að sjá okkar frammistöðu batna og batna og við þurfum að halda áfram á þeirri braut. Þetta má ekki verða þægilegt heldur þurfum við að vera einbeittir á okkar frammistöðu og gera eins vel og við getum í hvert skipti.“ Almennt séð var Daníel ánægður með frammistöð liðsins lengst af en áhlaup heimamanna í 3. leikhluta, þar sem þeir náðu mest 27 stiga forskoti, gerði úti um vonir Blika. „Ég er nokkuð ánægður með hvernig við nálguðumst leikinn. Við vissum alltaf að þeir myndu koma með áhlaup eins og þeir gerðu en fyrri hálfleikur spilaðist nokkuð þægilega. Við vorum góðir fyrstu mínúturnar í þriðja en urðum svo kærulausir í sókninni.“ Lykilatriði hjá Grindvíkingum var að halda Hilmari Péturssyni í skefjum en hann hefur verið frábær á tímabilinu. „Hann er búinn að vera einn besti leikmaðurinn í deildinni í vetur. Við lékum góða vörn hann og létum hann hafa fyrir hlutunum. Við vildum ekki að hann kæmist á hægri höndina og vildum ekki gefa honum frí skot. Það gekk vel upp í kvöld. Ég held þeir hafi skorað yfir 100 stig í öllum leikjum í vetur þannig að ég er nokkuð ánægður með 84 stig“. Kristófer Breki Gylfason átti einn sinn besta leik í Grindavíkurbúningnum. Hann skoraði sex þriggja stiga körfur í átta tilraunum og spilaði auk þess fínan varnarleik. „Hann endaði með 31 í framlag í kvöld, stóð sig mjög vel gegn Tindastóli síðast og hélt bara áfram á sömu braut. Hann er rosalega duglegur varnarlega og er aðallega varnarmaður og getur svo sett þrista. Hann er að gera það mjög vel,“ dagði Daníel Guðni að lokum.
UMF Grindavík Breiðablik Íslenski körfuboltinn Körfubolti Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35 Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Valur | Valsarar geta sent Þórsara í sumarfrí Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Breiðablik 100-84 | Grindavík komið í toppsætið Grindvíkingar eru nýtt topplið í Subway-deild karla í körfuknattleik eftir öruggan sigur á Breiðablik í HS Orku-höllinni í kvöld. Lokatölur 100-84 í leik sem heimamenn leiddu allan tímann. 5. nóvember 2021 20:35