Banatilræði við forsætisráðherra Írak misheppnaðist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 08:01 Mustafa al-Khadimi lifði af banatilræði sem gert var gegn honum í morgun. AP Photo/Khalid Mohammed, File Mustafa al-Kadhimi forsætisráðherra Íraks lifði af banatilræði sem gert var gegn honum á heimili hans í morgun. Sjö öryggisverðir slösuðust í árásinni en notast var við tvo vopnaða dróna í henni. Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu. Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Þetta staðfestu tveir opinberir írakskir starfsmenn í samtali við fréttastofu AP í morgun. Talið er að árásin tengist deilum írakskra stjórnvalda og íranskra vígahópa, sem hafa neitað að samþykkja niðurstöður þingkosninga sem fóru fram í síðasta mánuði. Samkvæmt heimildum var notast við tvo vopnaða dróna við banatilræðið og spjótum beint að heimili Kadhimis í Baghdad. „Það er í lagi með mig og ég er núna með fjölskyldunni minni. Guði sé lof,“ tísti forsætisráðherrann stuttu eftir árásina. *Hann kallaði jafnframt eftir því að fólk héldi ró sinni, „fyrir Írak.“ Öryggissveitir standa vörð fyrir utan græna svæðið.AP Photo/Hadi Mizban Seinna í morgun mætti hann svo í sjónvarpsviðtal og virtist rólegur. Ítrekaði hann þar að „heigulslegar drónaárásir byggðu hvorki upp föðurlönd né framtíð.“ Í yfirlýsingu frá yfirvöldum kemur fram að drónarnir hafi verið hlaðnir sprengiefni og hafi þeim verið beint að heimili Kadhimis. Heimili hans er á svokölluðu grænu svæði, hverfi þar sem stjórnmálamenn búa, sendiráð eru og ríkisskrifstofur. Íbúar í nágrenninu heyrðu sprenginguna og strax eftir hana byssuskot. Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni en í frétt AP er það tekið fram að mikil spenna hafi verið milli öryggissveita og vígahópa íranskra shía múslima frá því að þingkosningar fóru fram í Írak. Stuðningsmenn írönsku vígasveitana hafi undanfarinn mánuð haldið til fyrir utan hliðin að græna svæðinu og neita að samþykkja niðurstöður þingkosninganna, en þar misstu þeir tvo þriðju af þeim þingsætum sem þeir áður höfðu.
Írak Tengdar fréttir Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Gengið til kosninga eftir sleitulaus mótmæli Kjörstaðir voru opnaðir í Írak í morgun eftir háværa kröfu mótmælenda um að flýta þingkosningum vegna spillingar í landinu. Kosningar áttu að fara fram á næsta ári en eftir sleitulaus og ofbeldisfull fjöldamótmæli allt frá árinu 2019 var þeim flýtt um sex mánuði. 10. október 2021 16:46