„Ég gerði það sem ég þurfti að gera“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. nóvember 2021 23:30 Kyle Rittenhouse brotnaði saman er hann svaraði spurningum verjenda síns. Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Kyle Rittenhouse, maðurinn sem ákærður er fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra, segir að hann hafi gert það til að verja sjálfan sig. Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Rittenhouse í réttarhöldunum yfir honum sem fara fram þessa dagana í Bandaríkjunum. Umfangsmikil mótmæli vegna kerfisbundins rasisma í Bandaríkjunum, sem snerust upp í óeirðir, fóru fram í Kenosha síðasta sumar. Hófust þau eftir að lögregluþjónn skaut hinn þeldökka Jacob Blake ítrekað í bakið. Rittenhouse, sem þá var sautján ára gamall, lagði leið sína til borgarinnar, úr öðru ríki og vopnaður hálfsjálfvirkum riffli. Þegar kvöldinu lauk hafði Rittenhouse skotið tvo menn til bana og sært þann þriðja, sem var vopnaður skammbyssu. Kyle Rittenhouse í dómsal í dag.Sean Krajacic/The Kenosha News via AP Hann var ákærður fyrir tvö morð, morðtilraun og fyrir að vera flytja skotvopn milli ríkja, verandi undir lögaldri. Rittenhouse hefur neitað sök í öllum ákæruliðum en hann stendur frammi fyrir mögulegu lífstíðarfangelsi. Sagðist hafa verið að beita sjálfsvörn Í vitnisburðinum reyndi Rittenhouse að mála þá mynd að hann hefði verið á staðnum til að aðstoða aðra og til þess að reyna að slökkva elda sem höfðu verið kveiktir í mótmælunum. Hann hafi aðeins notað skotvopnið þegar á hann var ráðist. „Ég gerði ekkert rangt, ég var að verja sjálfan mig,“ sagði hinn átján ára Rittenhouse. Saksóknarar drógu þó upp aðra mynd af Rittenhouse, og sögðu hann hafa mætt með byssuna til þess að nota hana. Hann hafi verið sjálfskipaður löggæslumaður sem hafi skotið menn til bana án réttlætingar. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera til þess að stöðva þann sem var að ráðast á mig“, sagði Rittenhouse þegar saksóknarinn í málinu spurði hann út í atburði kvöldsins. „Með því að drepa þá?,“ spurði saksóknarinn. „Tveir af þeim létust en ég kom í veg fyrir að þeir réðust á mig“, svaraði Rittenhouse. Framan af vitnisburðinum var Rittenhouse yfirvegaður en þegar lögmaður hans spurði hann út í hvað hafi orðið til þess að hann hafi skotið Joseph Rosenbaum til bana, brotnaði Rittenhouse saman. Myndband af því má sjá hér að ofan. Talið er að réttarhöldin muni taka tvær vikur. Saksóknarar í málinu hafa verið sagðir í vandræðum í réttarsal, þar sem þeim hafi hingað til gengið illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt áður en hann skaut mennina til bana.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55 Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42 Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45 Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36 Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Saksóknarar sagðir í vandræðum í máli Rittenhouse Saksóknarar í málinu gegn Kyle Rittenhouse luku málflutningi sínum í gær. Þeir kölluðu til 22 vitni en gekk illa að sýna fram á að Rittenhouse hafi ekki haft tilefni til að óttast um líf sitt þegar hann skaut þrjá menn. 10. nóvember 2021 10:55
Réttarhöldin gegn Rittenhouse hafin: Flestir höfðu þegar gert upp hug sinn Réttarhöldin gegn Kyle Rittenhouse hófust í gær. Hann var ákærður fyrir að skjóta tvo menn til bana á mótmælum í Kenosha í Bandaríkjunum í fyrra. Illa gekk að finna kviðdómendur til að meta sekt eða sakleysi Rittenhouse. 2. nóvember 2021 10:42
Segja Rittenhouse hetju og föðurlandsvin Samkvæmt lögmönnum Kyle Rittenhouse var hann ekki hræddur táningur sem skaut tvo til bana í sjálfsvörn í Kenosha í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Hann var föðurlandsvinur. Hann var verjandi frelsis síns og réttinda sinna til að bera vopn inn um óeirðir á götum borgarinnar. 24. september 2020 22:45
Þorri atburðarásarinnar í Kenosha fangaður á myndband Lögreglan í Kenosha í Bandaríkjunum handtók í gær Kyle Rittenhouse, sem er sautján ára, fyrir að skjóta tvo til bana og særa þriðja í mótmælum í borginni á dögunum. Atburðarásin náðist að stórum hluta á myndbönd. 27. ágúst 2020 10:36
Lögreglumaðurinn sem skaut Jacob Blake ekki ákærður Enginn lögreglumannanna sem voru viðriðnir mál Jacobs Blake verður ákærður. Blake, sem er svartur, var skotinn sjö sinnum í bakið af lögreglumanni í borginni Kenosha í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í águst og er lamaður fyrir neðan mitti í kjölfar þess. 5. janúar 2021 22:38