Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍR 92-79 | Sterkur heimasigur á Hlíðarenda Sverrir Már Smárason skrifar 11. nóvember 2021 23:24 vísir/bára Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð. Í upphafi voru ÍR-ingar öflugir varnarlega og gekk vel að loka á sóknir Vals en um miðjan fyrsta leikhluta keyrði Valur upp hraðann, nýtti sínar sóknir betur og komst yfir. Eftir fyrsta leikhluta voru Valsmenn yfir 26-21 og þá var Kári Jónsson kominn í gír eftir að hafa byrjað á bekknum en hann skoraði sex af síðustu átta stigum Vals í fyrsta leikhluta og opnaði annan leikhluta með tveimur þristum í röð. Annar leikhluti spilaðist nokkuð jafnt og náðu ÍR-ingar að halda ágætlega í við Valsmenn. Staðan í hálfleik 48-37 heimamönnum í vil en ÍR-liðið hitti aðeins úr 36% skota sinna í hálfleiknum. Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að skora og leikurinn var áfram nokkuð jafn. ÍR-ingar fóru að hitta betur og með aðeins betri vörn hefðu þeir hæglega getað saxað meira á forystu Vals en Valsliðið er seigt og sótti stig úr öllum áttum. Staðan 72-58 þegar fjórði leikhluti fór af stað. Fjórði leikhlutinn var sveiflukenndur því í upphafi leikhlutans skoruðu ÍR-ingar sjö stig í röð og minnkuðu bilið niður í níu stig. Þá tók Finnur Freyr, þjálfari Vals, leikhlé fyrir Val sem í kjölfarið gerði út um vonir ÍR því á næstu tveimur mínútum skoruðu Valsmenn átta stig gegn tveimur hjá ÍR. Bæði lið leyfðu ungum leikmönnum að koma inn af bekknum undir lokin á meðan sigur Vals færðist nær. Að lokum voru það heimamenn í Val sem unnu leikinn með þrettán stiga mun, 92-79. Kári Jónsson var stigahæstur í leiknum með 29 stig og Callum Lawson var næstur með 21 stig. Kristófer Acox skoraði 12 stig og greip 15 fráköst. Í liði ÍR var Collin Pryor stigahæstur með 19 stig og 24 framlagsstig. Sigvaldi Eggertsson skoraði 14 stig og átti 9 fráköst. Flestar stoðsendingar í leiknum átti Shakir Smith, 9 talsins. Af hverju vann Valur? Meiri stöðugleiki og meiri gæði heilt yfir. Valsmenn voru í mun betri takti og eftir að hafa náð forystunni í fyrsta leikhluta hleyptu þeir ÍR aldrei aftur inn í leikinn. Að geta geymt leikmann eins og Kára Jónsson á bekknum í upphafi leiks sem kemur svo inn og skorar 29 stig segir kannski margt um þetta Vals-lið. Hverjir voru bestir? Kári Jónsson var bestur í kvöld. Spilaði um 24 mínútur og skoraði 29 stig líkt og fyrr segir. Kristófer Acox og Sigvaldi Eggertsson einnig flottir. Callum Lawson spilaði vel og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Hvað má betur fara? Friðrik Ingi talaði um það í viðtali eftir leik að liðið hafi ekki verið í takti og að oft hafi hans menn virkað hálf freðnir í varnarleiknum. Ég er sammála reynsluboltanum þar því oft var full auðvelt fyrir Val að skora. Ég efast ekki um það að Friðrik Ingi muni ‚drilla‘ liðið sitt á komandi vikum og við sjáum öflugra ÍR-lið í lok árs. Hvað gerist næst? Áður en liðin fara í landsleikjafrí þá eiga þau einn leik eftir í deildinni. Valur mætir Keflavík úti föstudaginn 19. nóv kl. 20:15 og getur fært sig ennþá nær toppi deildarinnar fyrir frí. ÍR fær KR til sín í Breiðholtið fimmtudaginn 18. nóv kl. 18:15 og freistar þess að ná í sigur númer tvö. Subway-deild karla Valur ÍR
Valur fékk ÍR í heimsókn á Hlíðarenda í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. ÍR-ingar frumsýndu nýjan þjálfara því hinn margreyndi Friðrik Ingi Rúnarsson tók að sjálfsögðu við liðinu í vikunni. Heimamenn fóru rólega af stað en tóku fljótt yfir leikinn. Að lokum vann Valur 13 stiga sigur, 92-79. Valsmenn með sinn þriðja deildarsigur í röð. Í upphafi voru ÍR-ingar öflugir varnarlega og gekk vel að loka á sóknir Vals en um miðjan fyrsta leikhluta keyrði Valur upp hraðann, nýtti sínar sóknir betur og komst yfir. Eftir fyrsta leikhluta voru Valsmenn yfir 26-21 og þá var Kári Jónsson kominn í gír eftir að hafa byrjað á bekknum en hann skoraði sex af síðustu átta stigum Vals í fyrsta leikhluta og opnaði annan leikhluta með tveimur þristum í röð. Annar leikhluti spilaðist nokkuð jafnt og náðu ÍR-ingar að halda ágætlega í við Valsmenn. Staðan í hálfleik 48-37 heimamönnum í vil en ÍR-liðið hitti aðeins úr 36% skota sinna í hálfleiknum. Í þriðja leikhluta skiptust liðin á að skora og leikurinn var áfram nokkuð jafn. ÍR-ingar fóru að hitta betur og með aðeins betri vörn hefðu þeir hæglega getað saxað meira á forystu Vals en Valsliðið er seigt og sótti stig úr öllum áttum. Staðan 72-58 þegar fjórði leikhluti fór af stað. Fjórði leikhlutinn var sveiflukenndur því í upphafi leikhlutans skoruðu ÍR-ingar sjö stig í röð og minnkuðu bilið niður í níu stig. Þá tók Finnur Freyr, þjálfari Vals, leikhlé fyrir Val sem í kjölfarið gerði út um vonir ÍR því á næstu tveimur mínútum skoruðu Valsmenn átta stig gegn tveimur hjá ÍR. Bæði lið leyfðu ungum leikmönnum að koma inn af bekknum undir lokin á meðan sigur Vals færðist nær. Að lokum voru það heimamenn í Val sem unnu leikinn með þrettán stiga mun, 92-79. Kári Jónsson var stigahæstur í leiknum með 29 stig og Callum Lawson var næstur með 21 stig. Kristófer Acox skoraði 12 stig og greip 15 fráköst. Í liði ÍR var Collin Pryor stigahæstur með 19 stig og 24 framlagsstig. Sigvaldi Eggertsson skoraði 14 stig og átti 9 fráköst. Flestar stoðsendingar í leiknum átti Shakir Smith, 9 talsins. Af hverju vann Valur? Meiri stöðugleiki og meiri gæði heilt yfir. Valsmenn voru í mun betri takti og eftir að hafa náð forystunni í fyrsta leikhluta hleyptu þeir ÍR aldrei aftur inn í leikinn. Að geta geymt leikmann eins og Kára Jónsson á bekknum í upphafi leiks sem kemur svo inn og skorar 29 stig segir kannski margt um þetta Vals-lið. Hverjir voru bestir? Kári Jónsson var bestur í kvöld. Spilaði um 24 mínútur og skoraði 29 stig líkt og fyrr segir. Kristófer Acox og Sigvaldi Eggertsson einnig flottir. Callum Lawson spilaði vel og skoraði nokkrar mikilvægar körfur. Hvað má betur fara? Friðrik Ingi talaði um það í viðtali eftir leik að liðið hafi ekki verið í takti og að oft hafi hans menn virkað hálf freðnir í varnarleiknum. Ég er sammála reynsluboltanum þar því oft var full auðvelt fyrir Val að skora. Ég efast ekki um það að Friðrik Ingi muni ‚drilla‘ liðið sitt á komandi vikum og við sjáum öflugra ÍR-lið í lok árs. Hvað gerist næst? Áður en liðin fara í landsleikjafrí þá eiga þau einn leik eftir í deildinni. Valur mætir Keflavík úti föstudaginn 19. nóv kl. 20:15 og getur fært sig ennþá nær toppi deildarinnar fyrir frí. ÍR fær KR til sín í Breiðholtið fimmtudaginn 18. nóv kl. 18:15 og freistar þess að ná í sigur númer tvö.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti