COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2021 21:02 Mótmælandi við COP26-rástefnuna í Glasgow vitnar í söngvaskáldið Bob Dylan: „Hlýðið kalli okkar eða víkið til hliðar“. Aðgerðasinnar hafa fordæmt ráðstefnuna og sagt að henni hafi mistekist ætlunarverk sitt. AP/Scott Heppell Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Loftslagsráðstefnu 197 aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna lauk eftir „framlengingu“ á laugardag. Fulltrúar ríkjanna höfðu þá þrætt um nákvæmt orðalag samkomulags sem þurfti einróma samþykki þeirra allra til að verða að veruleika. Niðurstaðan var baráttufólki og fulltrúum láglendra Kyrrahafsríkja vonbrigði. Þrátt fyrir að talað væri um í fyrsta skipti að draga úr notkun kola í samkomulaginu var orðalag um það nokkuð útvatnað frá fyrri drögum sem voru birt. Þá duga núverandi markmið ríkjanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan einnar og hálfrar, eða einu sinni tveggja gráða, á þessari öld eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Þess í stað gæti hlýnunin náð um 2,4°C samkvæmt greiningu sem var kynnt á meðan á ráðstefnunni stóð. Ekki varð fátækari þjóðum heldur að óskum sínum um fjárhagsaðstoð vegna loftslagsbreytinga og nokkurs konar viðlagasjóð vegna loftslagshamfara sem ríkari þjóðir eiga að fjármagna. Þróuð ríki hafa ekki staðið við fyrra loforð sitt um að veita hundrað milljörðum dollara í loftslagsaðstoð á ári. Greta Thunberg, sænska unglingsstúlkan sem vakti heimsathygli fyrir skólaverkfall fyrir loftslagið, sagði það sem margir róttækir aðgerðasinnar hugsuðu þegar hún tísti um lok ráðstefnunnar á laugardag. „COP26 er lokið. Hér er stutt samantekt: bla, bla, bla,“ tísti Thunberg. The #COP26 is over. Here s a brief summary: Blah, blah, blah.But the real work continues outside these halls. And we will never give up, ever. https://t.co/EOne9OogiR— Greta Thunberg (@GretaThunberg) November 13, 2021 Nær því en nokkru sinni fyrr en forðast „glundroða“ Alok Sharma, forseti ráðstefnunnar, sagðist skilja vonbrigði eyríkja með að ekki hafi verið gengi lengra. Hann harmaði að ekki hefði náðst samstaða um orðalag um kolabruna. „Það sem var mikilvægt var að koma samningi í rásmark og að tryggja að öll sú mikla vinna sem var unnin rynni ekki út í sandinn,“ sagði Sharma þegar samkomulag lá fyrir. Þegar endanlegt samkomulag COP26 var kynnt hafði fulltrúum Indlands tekist að draga tennurnar úr setningu um að notkun kola. Þannig var nú talað um að „draga úr notkun í áföngum“ (e. phase down) í staðinn „taka úr notkun í áföngum“ (e. phase out). Þá var talað um að hætta „óskilvirkum“ niðugreiðslum á jarðefnaeldsneyti í áföngum. Á meðal markmiða samkomunnar var að tryggja að ríki heims helminguðu losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 til þess að 1,5°C markmiðið gæti náðst og margmilljarða dollara fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þau snauðari. „Við náðum ekki þessum markmiðum á þessari ráðstefnu en við erum með grundvöll fyrir framförum,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Brennandi kolahaugur nærri borginni Dhanbad í austanverðu Indlandi. Indverjar eru afar háðir kolum til orkuframleiðslu en komu því til leiðar að orðalag um kol var útvatnað í samkomulagi Glasgow-fundarins.AP/Altaf Qadri Þrátt fyrir að orðalagið um kol og jarðefnaeldsneyti væri á endanum ekki eins afgerandi og margir vildu var samkomulagið í Glasgow það fyrsta þar sem minnst var á jarðefnaeldsneyti berum orðum. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, sagði að ef aðrar þjóðir hefðu ekki fallist á tillögu Indverja hefði ekkert samkomulag náðst. Það muni gagnast heimsbyggðinni. „Við erum í raun nær því en nokkru sinni fyrr að forðast loftslagsglundroða og að tryggja hreint loft, öruggt vatn og heilbrigðari plánetu,“ sagði Kerry á blaðamannafundi við ráðstefnulok. Helen Mountford, varaforseti hugveitu Alþjóðlegu auðlindastofnunarinnar, segir við AP að málamiðlunin um orðlagið um kolanotkun skipti kannski ekki svo miklu máli þegar uppi er staðið þar sem kol séu hvort eð er að verða úrelt í samkeppni við ódýrari endurnýjanlega orkugjafa. „Kol eru dauð. Kol eru á leiðinni út í áfögnum. Það er synd að þau skuli hafa útvatnað þetta,“ segir hún. Tími til að lýsa 1,5 gráðu markmiðið dautt Vísindamenn sem AP-fréttastofan ræddi við eru svartsýnir á að það sem ríki heims sættust á í Glasgow dugi til þess að halda lífi í markmiðinu um að halda hlýnun innan 1,5°C á þessari öld. „Einnar og hálfrar gráðu markmiðið var í öndunarvél fyrir Glasgow og nú fer að verða kominn tími til að lýsa það dautt,“ segir Michael Oppenheim, loftslagsvísindamaður við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar um 1,1°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Mannkynið getur ekki losað mikið meira af kolefni út í andrúmloftið ef hlýnun á ekki að fara umfram 1,5°C markmiðið. Hún hleypur nú á tugum milljarða tonna á hverju ári. „Það er engin trúverðug leið til að takmarka hlýnun við eina og hálfa eða jafnvel tvær gráður ef kol eru ekki tekin úr notkun í áföngum og eins hratt og hægt er ásamt olíu og gasi,“ segir Jon Sterman, prófessor við MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Í samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í ágúst var varað við því að jafnvel þó að ríki heimsins drægju hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda væru líkur á því að 1,5°C markmiðið brysti strax á næsta áratug. „Ég fór inn í þetta með þeirri hugsun að 1,5°C væru enn á lífi en það virðist sem að þjóðarleiðtogar hafi ekki haft bein í nefinu til þess,“ segir Jonathan Overpeck, loftslagsvísindamaður og deildarforseti umhverfisskóla Michigan-háskóla. Hvert brot úr gráðu skipti máli Aðrir eru bjartsýnni. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og höfundur svonefnds Hokkíkylfugrafs sem sýndi svart á hvítu hvernig hlýnað hefur á jörðinni, segist í fyrsta skipti sjá mögulega leið til að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu. „En það krefst þess að ríki bæði (a) standi við núverandi fyrirheit sín og (b) bæti enn við núverandi loforð,“ segir Mann við AP. Glasgow-samkomulagið tekur á því síðarnefnda. Kveðið er á um að margar þjóðir skuli uppfæra markmið sín og metnað strax á næsta ári í stað þess að bíða með það til 2025 eins og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Í skoðanagrein sem hann skrifaði í Los Angeles Times hafnaði Mann jafnframt bölmóði sumra aðgerðasinna sem vilja helst kasta COP-ferlinu út á hafsauga. Þegar öllu sé á botninn hvolft sé það eini fjölhliða vettvangurinn til þess að semja um loftslagsstefnu heimsbyggðarinnar. „Þó að hraði vinnunnar hafi ekki verið nægjanlegur náðist raunverulegur árangur á lykilsviðum,“ skrifaði Mann og vísaði til samninga um eyðingu skóga, metanlosun og losun vegna jarðefnaeldsneytis sem voru kynntir á ráðstefnunni. „Þetta er auðvitað ekki nóg. Við verðum að halda hlýnun innan 1,5°C til að forðast margar af verstu afleiðingum loftslagsbreytinga en nýjustu fyrirheitin skipta máli og það er hægt að byggja á þeim,“ segir í grein Mann. Annar loftslagsvísindamaður, Zeke Hausfather frá Breakthrough-stofnuninni sem vinnur meðal annars með loftslagslíkön, bendir einnig á að jafnvel þó að 1,5°C-markmiðið sé dautt skipti hvert brot úr gráðu máli fyrir framtíðina. Hann áætlar að samkomulagið í Glasgow hafi mögulega tálgað 0,1 gráður af framtíðarhlýnun. „Hver tíund úr gráðu skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðarkynslóðir og niðurstaða sem er vel innan við 2°C er mun betri en mörg okkar grunaði að væri möguleg fyrir áratug,“ tísti Hausfather eftir ráðstefnuna. Even if 1.5C is dead, climate is ultimately a matter of degrees rather than thresholds. Every tenth of a degree matters for the natural world and generations to come, and an outcome of well-below 2C warming is still far batter than many of us suspected was possible a decade ago.— Dr. Zeke Hausfather (@hausfath) November 15, 2021 Ekki sé hægt að útiloka að vistvæn tækni verði ódýrari og aðgerðir verði hraðari en menn gera nú ráð fyrir þannig að hlýnun gæti náð jafnvægi í kringum 1,5°C við lok aldarinnar. Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri SÞ, líkti Parísarsamkomulaginu við maraþon í viðtali við Vísi árið 2018. „Að segja að Parísarsamkomulagið komi okkur ekki undir tvær eða eina komma fimm gráður er eins og að segja að þegar þú ferð af ráslínu maraþons hafir þú ekki lokið maraþoni. Það er rétt því þú hefur ekki lokið maraþoninu. En maraþonið á að vera í fullri lengd.“Vísir/Vilhelm COP26 hafi óneitanlega hraðað aðgerðum Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um að COP26 væri síðasta tækifærið til þess að forða hamförum var frá upphafi ljóst að glíman við loftslagsbreytingar ætti hvorki eftir að vinnast né tapast í Glasgow. Ríki heims höfðu þegar uppfært losunarmarkmið sín eins og þeim er uppálagt að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu töluvert áður en byrjað var að funda á Skotlandi. Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna og einn arkítekta Parísarsamkomulagsins, segir það rétt viðbrögð hjá aðgerðasinnum að vera reiðir og pirraðir hversu hægt gengur að ná árangri gegn loftslagsvánni. Gríðarlegar kerfisbreytingar þurfi að eiga sér stað og undir sívaxandi tímapressu. Tekist hafi verið á um ólíka og andstæða hagsmuni á COP26 og erfitt hafi verið að sætta ólík sjónarmið. Í því ljósi hafi málamiðlarnir verið óumflýjanlegar. Engu að síður hafi ráðstefnan flýtt þeim breytingum sem þurfa að gerast. Þannig segir hún það marka tímamót að nær allir tali nú um mikilvægi þess að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5°C. Það var samþykkt nokkuð óvænt vegna þrýstings láglendra Kyrrahafsríkja. „Enginn með réttu ráði talar um „vel undir tveimur gráðum“ lengur. Vísindin eru ótvíræð og þess skilningur mun halda áfram að neyða okkur til að hraða aðgerðum eftir því sem tíminn líður,“ skrifar Figueres í grein í The Guardian í dag. Ein af niðurstöðum fundarhaldanna í Glasgow er að flýta því að mörg ríki kynni hert markmið. Figueres segir árlegar uppfærslur á losunarmarkmiðum geta haldið 1,5°C-markmiðinu á lífi. Einnig segir hún að samningar um verndun og endurheimt skóga lykilatriði ef það markmið á að nást. Þegar ríkin funda næst í Egyptalandi á næsta ári verði þau hins vegar að gera meira til þess að styðja þróunarríki sem þurfa mest á aðstoð að halda vegna loftslagsbreytinga en bera á sama tíma minnsta ábyrgð á þeim. Enginn geti þó neitað því að COP26 hafi hraðað á hjólum breytinganna. „Á hinn bóginn er sú spurning enn opin hvort að við endum að lokum undir þessari rútu, en munu hraðari aðgerðir koma okkur og afkomendum okkar í örugga höfn? Svarið við henni er undir okkur öllum komið,“ skrifar Figueres. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 „Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13. nóvember 2021 22:44 Heimsleiðtogar hafi brugðist komandi kynslóðum Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi. 13. nóvember 2021 16:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Loftslagsráðstefnu 197 aðildarríkja loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna lauk eftir „framlengingu“ á laugardag. Fulltrúar ríkjanna höfðu þá þrætt um nákvæmt orðalag samkomulags sem þurfti einróma samþykki þeirra allra til að verða að veruleika. Niðurstaðan var baráttufólki og fulltrúum láglendra Kyrrahafsríkja vonbrigði. Þrátt fyrir að talað væri um í fyrsta skipti að draga úr notkun kola í samkomulaginu var orðalag um það nokkuð útvatnað frá fyrri drögum sem voru birt. Þá duga núverandi markmið ríkjanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda ekki til þess að halda hnattrænni hlýnun innan einnar og hálfrar, eða einu sinni tveggja gráða, á þessari öld eins og stefnt er að í Parísarsamkomulaginu. Þess í stað gæti hlýnunin náð um 2,4°C samkvæmt greiningu sem var kynnt á meðan á ráðstefnunni stóð. Ekki varð fátækari þjóðum heldur að óskum sínum um fjárhagsaðstoð vegna loftslagsbreytinga og nokkurs konar viðlagasjóð vegna loftslagshamfara sem ríkari þjóðir eiga að fjármagna. Þróuð ríki hafa ekki staðið við fyrra loforð sitt um að veita hundrað milljörðum dollara í loftslagsaðstoð á ári. Greta Thunberg, sænska unglingsstúlkan sem vakti heimsathygli fyrir skólaverkfall fyrir loftslagið, sagði það sem margir róttækir aðgerðasinnar hugsuðu þegar hún tísti um lok ráðstefnunnar á laugardag. „COP26 er lokið. Hér er stutt samantekt: bla, bla, bla,“ tísti Thunberg. The #COP26 is over. Here s a brief summary: Blah, blah, blah.But the real work continues outside these halls. And we will never give up, ever. https://t.co/EOne9OogiR— Greta Thunberg (@GretaThunberg) November 13, 2021 Nær því en nokkru sinni fyrr en forðast „glundroða“ Alok Sharma, forseti ráðstefnunnar, sagðist skilja vonbrigði eyríkja með að ekki hafi verið gengi lengra. Hann harmaði að ekki hefði náðst samstaða um orðalag um kolabruna. „Það sem var mikilvægt var að koma samningi í rásmark og að tryggja að öll sú mikla vinna sem var unnin rynni ekki út í sandinn,“ sagði Sharma þegar samkomulag lá fyrir. Þegar endanlegt samkomulag COP26 var kynnt hafði fulltrúum Indlands tekist að draga tennurnar úr setningu um að notkun kola. Þannig var nú talað um að „draga úr notkun í áföngum“ (e. phase down) í staðinn „taka úr notkun í áföngum“ (e. phase out). Þá var talað um að hætta „óskilvirkum“ niðugreiðslum á jarðefnaeldsneyti í áföngum. Á meðal markmiða samkomunnar var að tryggja að ríki heims helminguðu losun sína á gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 til þess að 1,5°C markmiðið gæti náðst og margmilljarða dollara fjárhagsaðstoð ríkari þjóða við þau snauðari. „Við náðum ekki þessum markmiðum á þessari ráðstefnu en við erum með grundvöll fyrir framförum,“ sagði Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Brennandi kolahaugur nærri borginni Dhanbad í austanverðu Indlandi. Indverjar eru afar háðir kolum til orkuframleiðslu en komu því til leiðar að orðalag um kol var útvatnað í samkomulagi Glasgow-fundarins.AP/Altaf Qadri Þrátt fyrir að orðalagið um kol og jarðefnaeldsneyti væri á endanum ekki eins afgerandi og margir vildu var samkomulagið í Glasgow það fyrsta þar sem minnst var á jarðefnaeldsneyti berum orðum. John Kerry, sendifulltrúi Bandaríkjanna í loftslagsmálum, sagði að ef aðrar þjóðir hefðu ekki fallist á tillögu Indverja hefði ekkert samkomulag náðst. Það muni gagnast heimsbyggðinni. „Við erum í raun nær því en nokkru sinni fyrr að forðast loftslagsglundroða og að tryggja hreint loft, öruggt vatn og heilbrigðari plánetu,“ sagði Kerry á blaðamannafundi við ráðstefnulok. Helen Mountford, varaforseti hugveitu Alþjóðlegu auðlindastofnunarinnar, segir við AP að málamiðlunin um orðlagið um kolanotkun skipti kannski ekki svo miklu máli þegar uppi er staðið þar sem kol séu hvort eð er að verða úrelt í samkeppni við ódýrari endurnýjanlega orkugjafa. „Kol eru dauð. Kol eru á leiðinni út í áfögnum. Það er synd að þau skuli hafa útvatnað þetta,“ segir hún. Tími til að lýsa 1,5 gráðu markmiðið dautt Vísindamenn sem AP-fréttastofan ræddi við eru svartsýnir á að það sem ríki heims sættust á í Glasgow dugi til þess að halda lífi í markmiðinu um að halda hlýnun innan 1,5°C á þessari öld. „Einnar og hálfrar gráðu markmiðið var í öndunarvél fyrir Glasgow og nú fer að verða kominn tími til að lýsa það dautt,“ segir Michael Oppenheim, loftslagsvísindamaður við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar um 1,1°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Mannkynið getur ekki losað mikið meira af kolefni út í andrúmloftið ef hlýnun á ekki að fara umfram 1,5°C markmiðið. Hún hleypur nú á tugum milljarða tonna á hverju ári. „Það er engin trúverðug leið til að takmarka hlýnun við eina og hálfa eða jafnvel tvær gráður ef kol eru ekki tekin úr notkun í áföngum og eins hratt og hægt er ásamt olíu og gasi,“ segir Jon Sterman, prófessor við MIT-háskóla í Bandaríkjunum. Í samantektarskýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í ágúst var varað við því að jafnvel þó að ríki heimsins drægju hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda væru líkur á því að 1,5°C markmiðið brysti strax á næsta áratug. „Ég fór inn í þetta með þeirri hugsun að 1,5°C væru enn á lífi en það virðist sem að þjóðarleiðtogar hafi ekki haft bein í nefinu til þess,“ segir Jonathan Overpeck, loftslagsvísindamaður og deildarforseti umhverfisskóla Michigan-háskóla. Hvert brot úr gráðu skipti máli Aðrir eru bjartsýnni. Michael Mann, loftslagsvísindamaður við Ríkisháskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og höfundur svonefnds Hokkíkylfugrafs sem sýndi svart á hvítu hvernig hlýnað hefur á jörðinni, segist í fyrsta skipti sjá mögulega leið til að takmarka hlýnun við eina og hálfa gráðu. „En það krefst þess að ríki bæði (a) standi við núverandi fyrirheit sín og (b) bæti enn við núverandi loforð,“ segir Mann við AP. Glasgow-samkomulagið tekur á því síðarnefnda. Kveðið er á um að margar þjóðir skuli uppfæra markmið sín og metnað strax á næsta ári í stað þess að bíða með það til 2025 eins og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. Í skoðanagrein sem hann skrifaði í Los Angeles Times hafnaði Mann jafnframt bölmóði sumra aðgerðasinna sem vilja helst kasta COP-ferlinu út á hafsauga. Þegar öllu sé á botninn hvolft sé það eini fjölhliða vettvangurinn til þess að semja um loftslagsstefnu heimsbyggðarinnar. „Þó að hraði vinnunnar hafi ekki verið nægjanlegur náðist raunverulegur árangur á lykilsviðum,“ skrifaði Mann og vísaði til samninga um eyðingu skóga, metanlosun og losun vegna jarðefnaeldsneytis sem voru kynntir á ráðstefnunni. „Þetta er auðvitað ekki nóg. Við verðum að halda hlýnun innan 1,5°C til að forðast margar af verstu afleiðingum loftslagsbreytinga en nýjustu fyrirheitin skipta máli og það er hægt að byggja á þeim,“ segir í grein Mann. Annar loftslagsvísindamaður, Zeke Hausfather frá Breakthrough-stofnuninni sem vinnur meðal annars með loftslagslíkön, bendir einnig á að jafnvel þó að 1,5°C-markmiðið sé dautt skipti hvert brot úr gráðu máli fyrir framtíðina. Hann áætlar að samkomulagið í Glasgow hafi mögulega tálgað 0,1 gráður af framtíðarhlýnun. „Hver tíund úr gráðu skiptir máli fyrir náttúruna og framtíðarkynslóðir og niðurstaða sem er vel innan við 2°C er mun betri en mörg okkar grunaði að væri möguleg fyrir áratug,“ tísti Hausfather eftir ráðstefnuna. Even if 1.5C is dead, climate is ultimately a matter of degrees rather than thresholds. Every tenth of a degree matters for the natural world and generations to come, and an outcome of well-below 2C warming is still far batter than many of us suspected was possible a decade ago.— Dr. Zeke Hausfather (@hausfath) November 15, 2021 Ekki sé hægt að útiloka að vistvæn tækni verði ódýrari og aðgerðir verði hraðari en menn gera nú ráð fyrir þannig að hlýnun gæti náð jafnvægi í kringum 1,5°C við lok aldarinnar. Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri SÞ, líkti Parísarsamkomulaginu við maraþon í viðtali við Vísi árið 2018. „Að segja að Parísarsamkomulagið komi okkur ekki undir tvær eða eina komma fimm gráður er eins og að segja að þegar þú ferð af ráslínu maraþons hafir þú ekki lokið maraþoni. Það er rétt því þú hefur ekki lokið maraþoninu. En maraþonið á að vera í fullri lengd.“Vísir/Vilhelm COP26 hafi óneitanlega hraðað aðgerðum Þrátt fyrir hástemmdar yfirlýsingar um að COP26 væri síðasta tækifærið til þess að forða hamförum var frá upphafi ljóst að glíman við loftslagsbreytingar ætti hvorki eftir að vinnast né tapast í Glasgow. Ríki heims höfðu þegar uppfært losunarmarkmið sín eins og þeim er uppálagt að gera samkvæmt Parísarsamkomulaginu töluvert áður en byrjað var að funda á Skotlandi. Christiana Figueres, fyrrverandi loftslagsstjóri Sameinuðu þjóðanna og einn arkítekta Parísarsamkomulagsins, segir það rétt viðbrögð hjá aðgerðasinnum að vera reiðir og pirraðir hversu hægt gengur að ná árangri gegn loftslagsvánni. Gríðarlegar kerfisbreytingar þurfi að eiga sér stað og undir sívaxandi tímapressu. Tekist hafi verið á um ólíka og andstæða hagsmuni á COP26 og erfitt hafi verið að sætta ólík sjónarmið. Í því ljósi hafi málamiðlarnir verið óumflýjanlegar. Engu að síður hafi ráðstefnan flýtt þeim breytingum sem þurfa að gerast. Þannig segir hún það marka tímamót að nær allir tali nú um mikilvægi þess að ná metnaðarfyllra markmiði Parísarsamkomulagsins um 1,5°C. Það var samþykkt nokkuð óvænt vegna þrýstings láglendra Kyrrahafsríkja. „Enginn með réttu ráði talar um „vel undir tveimur gráðum“ lengur. Vísindin eru ótvíræð og þess skilningur mun halda áfram að neyða okkur til að hraða aðgerðum eftir því sem tíminn líður,“ skrifar Figueres í grein í The Guardian í dag. Ein af niðurstöðum fundarhaldanna í Glasgow er að flýta því að mörg ríki kynni hert markmið. Figueres segir árlegar uppfærslur á losunarmarkmiðum geta haldið 1,5°C-markmiðinu á lífi. Einnig segir hún að samningar um verndun og endurheimt skóga lykilatriði ef það markmið á að nást. Þegar ríkin funda næst í Egyptalandi á næsta ári verði þau hins vegar að gera meira til þess að styðja þróunarríki sem þurfa mest á aðstoð að halda vegna loftslagsbreytinga en bera á sama tíma minnsta ábyrgð á þeim. Enginn geti þó neitað því að COP26 hafi hraðað á hjólum breytinganna. „Á hinn bóginn er sú spurning enn opin hvort að við endum að lokum undir þessari rútu, en munu hraðari aðgerðir koma okkur og afkomendum okkar í örugga höfn? Svarið við henni er undir okkur öllum komið,“ skrifar Figueres.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir „Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18 „Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13. nóvember 2021 22:44 Heimsleiðtogar hafi brugðist komandi kynslóðum Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi. 13. nóvember 2021 16:17 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Auðvitað hefði maður viljað sjá okkur ganga lengra“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segir að þrátt fyrir að niðurstaða loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna séu viss vonbrigði sé mjög mikilvægt að samkomulag hafi náðst um að reyna að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður. 14. nóvember 2021 00:18
„Við römbum enn á barmi loftslagshamfara“ António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, telur að pólitískan vilja hafi skort til að ryðja úr vegi djúpstæðum ágreiningi um viðbrögð þjóða við loftslagsvánni. 13. nóvember 2021 22:44
Heimsleiðtogar hafi brugðist komandi kynslóðum Formaður Ungra umhverfissinna segir að leiðtogar heims hafi brugðist þegar kemur að því að sýna fram á metnaðarfull markmið í loftslagsmálum á lofstlagsráðstefnunni í Glasgow. Með samningsdrögum ráðstefnunnar verði erfitt að halda markmiði um að halda hlýnun innan 1,5 gráðu á lífi. 13. nóvember 2021 16:17