Hverfið þitt Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 16. nóvember 2021 14:00 Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sanna Magdalena Mörtudóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Félagsmál Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Skoðun KSÍ og kvennaboltinn Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana Sandra B. Franks skrifar Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íbúar Reykjavíkur eru rúmlega 133 þúsund og búa í yfir 57 þúsund íbúðum víða um borgina. Það geta ekki allir keypt íbúð og margir leigja, t.d. hjá Félagsbústöðum sem sér um félagslegar leiguíbúðir sem eru ætlaðar fjölskyldum og einstaklingum sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum. Markmið Reykjavíkurborgar eru að Félagsbústaðir eigi 5% allra íbúða í borginni og það hefur tekist. Markmið um að það hlutfall eigi við í öllum hverfum borgarinnar hefur þó ekki náð fram að ganga. Félagsleg blöndun eru orð sem heyrast oft þegar talað er um mikilvægi þess að hverfi samanstandi af íbúum með fjölbreyttan bakgrunn. Samt hef ég helst heyrt þessi orð notuð þegar verið er að tala um uppbyggingu félagslegra íbúða og að þær megi ekki verða of margar í tilteknum hverfum eða svæðum. Mikilvægt sé að huga að blöndun með tilliti til félagslegra þátta líkt og efnahagslegrar stöðu íbúanna. Það sé talið svo slæmt að stór hópur fólks með lágar tekjur búi á sama svæði og þess vegna sé mikilvægt að huga að blöndun. En hvað um hverfi þar sem skortur er á fjölbreytni íbúanna innan þess? Þurfa íbúar þar ekki á félagslegri blöndun á að halda? Tökum sem dæmi, þá eru einungis 2% íbúða í Hlíðum og Háleiti- og Bústaðahverfi, almennar félagslegar íbúðir og einungis 1,6% íbúða í Vesturbæ. Þar er hætta á að einsleitni einkenni svæðið þar sem efnahagslega vel stæðir íbúar búi. Breiðholt er það hverfi þar sem uppbygging húsnæðis á félagslegum forsendum hefur verið hvað öflugust og þar er hlutfall almennra félagslegra íbúða 7,5% af öllum íbúðum í hverfinu. Fjölda íbúða í hverfum fékk ég með því að skoða Borgarvefsjá og fjöldi almennra félagslegra íbúða eftir hverfum miðast við stöðuna í árslok 2020. Uppbygging félagslegs húsnæðis þarf að vera kröftug innan allra hverfa borgarinnar, þá sérstaklega þar sem hallað hefur á slíka uppbyggingu. Vesturbær myndi þurfa á 443 almennum félagslegum íbúðum á að halda, Háaleiti- og Bústaðir 370 íbúðum og Hlíðar um 252 íbúðir til að ná að verða jafn öflugt hverfi og Breiðholt hvað varðar uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Hverfin verða að endurspegla margbreytileika samfélagsins. Ef þau gera það ekki er hætta á að við búum til hverfi þar sem fólk fær ekki að kynnast því hvernig samfélagið lítur í raun og veru út. Skólar borgarinnar eru hverfaskólar, það þýðir að börn fara gjarnan í skóla í sínu hverfi. Skólinn undirbýr okkur til að taka þátt í samfélaginu og mikilvægt að við fáum rétta mynd af því í skólanum og hverfinu sem við ölumst upp í. Hvað ef þú færð ekki tækifæri á að kynnast börnum og fjölskyldum sem búa í fjölbreyttu húsnæði? Getum við verið fullviss um að við þekkjum öll leigjenda? Búum nálægt leigjenda? Þekkjum við manneskju sem er að sækja um milliflutning? Vitum við öll hvað það er? Búum við nokkuð í hverfi þar sem ein tegund húsnæðis er ríkjandi? Hvað ef við myndum bara þekkja fólk sem byggi í einbýlishúsi? Myndi slíkt ekki takmarka heimsýn okkar? Tryggjum að öll hverfi séu fjölbreytt, tölum gegn einsleitni og aðgreiningu. Þannig byggjum við upp gott samfélag. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands og uppalin í Breiðholti.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar