Staðhæfingar Páls koma Páleyju spánskt fyrir sjónir Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2021 11:16 Páley segist ekki geta tjáð sig um rannsóknina, hún sé í eðlilegum farvegi en eitt sé þó víst að hún sé stödd í Finnlandi en ekki Reykjavík, eins og Páll staðhæfir. vísir/vilhelm/FG Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari fullyrðir að rannsókn á hvarfi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra hjá Samherja sem og hvort og hvernig hafi verið eitrað fyrir skipstjóranum sé langt komin og niðurstaða liggi fyrir í drögum. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri var stödd á ráðstefnu í Finnlandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni síðdegis í gær til að bera undir hana þessi tíðindi. Þegar hins vegar efni bloggpistils Páls var reifað í hennar eyru hváði hún? „Já! Þetta er mjög … sérstakt,“ sagði Páley. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um rannsóknina, hún yrði að fá að hafa sinn gang. Þegar hún var spurð hvort ekki mætti hafa samband við sig þegar niðurstöðu væri að vænta, til dæmis eftir viku, sagði Páley: „Höfum það frekar tvær.“ Páley hafði samband við sitt fólk í lögreglunni sérstaklega eftir að blaðamaður Vísis, sem og fleiri fjölmiðlamenn því tilkynningar um ótal ósvöruð símtöl voru í farsíma hennar, höfðu nánast eyðilagt ráðstefnuna fyrir henni. Til að kanna sérstaklega hvort það gæti mögulega verið svo að eitthvað nýtt væri í málinu? Hún hafði svo aftur samband við blaðamann Vísis og sagði að rannsóknin væri í hefðbundnum farvegi. Sakar blaðamenn um að hafa sýnt skipstjóra banatilræði Páll Vilhjálmsson dregur á hinn bóginn ekki af sér í alhæfingum í pistli sem bæði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar, hafa fyrir sína parta lýst yfir að sé fjarstæðukennt raus sem eigi sér enga stoð. Í bloggpistli Páls segir meðal annars: „Rannsókn málsins er langt komin. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra fer með forræði rannsóknarinnar. Hún hefur verið í Reykjavík alla þessa viku. Búið er að yfirheyra starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir. Atburðarásin, með tímalínum og atvikalýsingum, er kunn. Andleg vanheilsa grunaðra hefur verið rannsökuð og læknisvottorð metin.“ Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson stóðu að gerð sjónvarpsþáttar um umsvif Samherja í Namibíu. Páll Vilhjálmsson fullyrðir nú andleg vanheilsa þeirra sé nú rannsökuð og læknisvottorð metin. Í fyrri bloggpistli sínum segir Páll að Helgi sé nú í "veikindaleyfi að leika fórnarlamb".vísir/vilhelm Páll fullyrðir að lögreglan hafi tekið lífssýni af Páli skipstjóra í tengslum við rannsókn á „lífshættulegu tilræði þegar síma Páls var stolið 4. maí í vor.“ Páll vitnar í heimildir sem eru hans eigin pistlar um málið sem eru margir. „Síma Páls var stolið þegar hann lá í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því að greina ástæður skyndilegra lífshættulegra veikinda skipstjórans. Í tölvupósti til Páls er hann beðinn um lífssýni til að „finna út hvort þú hafir orðið fyrir eitrun.““ Páley, sem eins og áður sagði vill ekki tjá sig um rannsóknina, bendir á að í það minnsta sé það ekki svo að hún sé í Reykjavík, hún sé í Finnlandi. Vísa staðhæfingum Páls á bug sem yfirgengilegu rugli Þegar Vísir fór að grennslast fyrir um efni pistilsins í gær, meðal annars með því að hafa samband við Aðalstein Kjartansson blaðamann spurði hann í forundran: „Ertu í alvöru að spyrja hvort ég hafi eitrað fyrir Páli Steingrímssyni?“ Hann ákvað svo sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessar ásakanir horfa við sér í pistli sem hann birtir á Stundinni og kallar „Svar við ásökun um glæp“. Aðalsteinn segir það ekki glæp að segja fréttir jafnvel þó einhverjum líki illa við það. Og þá helgi tilgangurinn meðalið: „Líka að ljúga. Stimpla blaðamenn sem „geðveika“ og saka þá um að fremja glæpi, jafnvel banatilræði. Ég veit hreinlega ekki hvað er til ráða gagnvart svona samsæriskenningum. Meiðyrðamál mun líklega engu breyta. Svona svar kannski ekki heldur. Yfirleitt næ ég að hunsa svona málflutning, hvort sem hann birtist á Moggablogginu eða í kommentakerfinu, en þetta var sérstaklega ósvífið.“ Þórður Snær hafnar þessu einnig sem yfirgengilegu og meiðandi rugli í pistili undir yfirskriftinni „Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar“. Hann segir að staðhæfingar Páls ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hvorki hann néð aðrir starfsmenn Kjarnans hafi verið yfirheyrðir. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum,“ skrifar Þórður meðal annars um þessar kenningar. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur. 20. október 2021 09:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri var stödd á ráðstefnu í Finnlandi þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni síðdegis í gær til að bera undir hana þessi tíðindi. Þegar hins vegar efni bloggpistils Páls var reifað í hennar eyru hváði hún? „Já! Þetta er mjög … sérstakt,“ sagði Páley. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um rannsóknina, hún yrði að fá að hafa sinn gang. Þegar hún var spurð hvort ekki mætti hafa samband við sig þegar niðurstöðu væri að vænta, til dæmis eftir viku, sagði Páley: „Höfum það frekar tvær.“ Páley hafði samband við sitt fólk í lögreglunni sérstaklega eftir að blaðamaður Vísis, sem og fleiri fjölmiðlamenn því tilkynningar um ótal ósvöruð símtöl voru í farsíma hennar, höfðu nánast eyðilagt ráðstefnuna fyrir henni. Til að kanna sérstaklega hvort það gæti mögulega verið svo að eitthvað nýtt væri í málinu? Hún hafði svo aftur samband við blaðamann Vísis og sagði að rannsóknin væri í hefðbundnum farvegi. Sakar blaðamenn um að hafa sýnt skipstjóra banatilræði Páll Vilhjálmsson dregur á hinn bóginn ekki af sér í alhæfingum í pistli sem bæði Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans og Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður Stundarinnar, hafa fyrir sína parta lýst yfir að sé fjarstæðukennt raus sem eigi sér enga stoð. Í bloggpistli Páls segir meðal annars: „Rannsókn málsins er langt komin. Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra fer með forræði rannsóknarinnar. Hún hefur verið í Reykjavík alla þessa viku. Búið er að yfirheyra starfsmenn RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Efnisatriði í drög að skýrslu liggja fyrir. Atburðarásin, með tímalínum og atvikalýsingum, er kunn. Andleg vanheilsa grunaðra hefur verið rannsökuð og læknisvottorð metin.“ Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson stóðu að gerð sjónvarpsþáttar um umsvif Samherja í Namibíu. Páll Vilhjálmsson fullyrðir nú andleg vanheilsa þeirra sé nú rannsökuð og læknisvottorð metin. Í fyrri bloggpistli sínum segir Páll að Helgi sé nú í "veikindaleyfi að leika fórnarlamb".vísir/vilhelm Páll fullyrðir að lögreglan hafi tekið lífssýni af Páli skipstjóra í tengslum við rannsókn á „lífshættulegu tilræði þegar síma Páls var stolið 4. maí í vor.“ Páll vitnar í heimildir sem eru hans eigin pistlar um málið sem eru margir. „Síma Páls var stolið þegar hann lá í öndunarvél á gjörgæslu. Rannsókn lögreglu beinist m.a. að því að greina ástæður skyndilegra lífshættulegra veikinda skipstjórans. Í tölvupósti til Páls er hann beðinn um lífssýni til að „finna út hvort þú hafir orðið fyrir eitrun.““ Páley, sem eins og áður sagði vill ekki tjá sig um rannsóknina, bendir á að í það minnsta sé það ekki svo að hún sé í Reykjavík, hún sé í Finnlandi. Vísa staðhæfingum Páls á bug sem yfirgengilegu rugli Þegar Vísir fór að grennslast fyrir um efni pistilsins í gær, meðal annars með því að hafa samband við Aðalstein Kjartansson blaðamann spurði hann í forundran: „Ertu í alvöru að spyrja hvort ég hafi eitrað fyrir Páli Steingrímssyni?“ Hann ákvað svo sjálfur að gera grein fyrir því hvernig þessar ásakanir horfa við sér í pistli sem hann birtir á Stundinni og kallar „Svar við ásökun um glæp“. Aðalsteinn segir það ekki glæp að segja fréttir jafnvel þó einhverjum líki illa við það. Og þá helgi tilgangurinn meðalið: „Líka að ljúga. Stimpla blaðamenn sem „geðveika“ og saka þá um að fremja glæpi, jafnvel banatilræði. Ég veit hreinlega ekki hvað er til ráða gagnvart svona samsæriskenningum. Meiðyrðamál mun líklega engu breyta. Svona svar kannski ekki heldur. Yfirleitt næ ég að hunsa svona málflutning, hvort sem hann birtist á Moggablogginu eða í kommentakerfinu, en þetta var sérstaklega ósvífið.“ Þórður Snær hafnar þessu einnig sem yfirgengilegu og meiðandi rugli í pistili undir yfirskriftinni „Glæpur í höfði Páls Vilhjálmssonar“. Hann segir að staðhæfingar Páls ekki í nokkru samhengi við raunveruleikann. Hvorki hann néð aðrir starfsmenn Kjarnans hafi verið yfirheyrðir. „Til að taka af allan vafa: það er enginn blaðamaður til rannsóknar fyrir að hafa reynt að drepa skipstjóra, né fyrir að stela símanum hans. Þetta er hugarburður og áróður til að reyna að grafa undan þeim blaðamönnum sem komu að umfjöllun Kjarnans og Stundarinnar um „skæruliðadeildina“ og RÚV fyrir að hafa opinberað Namibíumál Samherja fyrir rúmum tveimur árum,“ skrifar Þórður meðal annars um þessar kenningar.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14 Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur. 20. október 2021 09:15 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Páll ekki rekinn en hlýtur ákúrur frá skólameistara Kristinn Þorsteinsson skólameistari Fjölbrautarskólans í Garðabæ hefur sent nemendum og aðstandendum skólans bréf þar sem hann fer yfir mál Páls Vilhjálmssonar kennara við skólann sem varða afar umdeild bloggskrif hans um Helga Seljan fréttamann. Skólameistari lýsir sig afar ósáttan við skilaboð Páls til geðsjúkra. 27. október 2021 12:14
Anna Sigrún lætur í veðri vaka að Páll Vilhjálmsson sé siðblindur Anna Sigrún Baldursdóttir, framkvæmdastjóri skrifstofu forstjóra Landspítala, ritar grein þar sem hún lætur að því liggja að Páll Vilhjálmsson bloggari og framhaldsskólakennari sé siðblindur. 20. október 2021 09:15