Þetta kemur fram á vef Samkeppniseftirlitsins, en í byrjun mánaðar óskaði eftirlitið eftir sjónarmiðum vegna umrædda kaupa um hvort tilefni væri til þess að kalla eftir samrunatilkynningu vegna viðskiptanna á grundvelli heimildar samkeppnislaga, þar sem ekki hafi verið um tilkynningarskyld viðskipti að ræða.
Stofnuninni bárust sjónarmið frá tólf hagsmunaaðilum sem flestir hvöttu eftirlitið til þess að kalla eftir tilkynningu vegna samrunans og mögulegra áhrifa hans á samkeppni á fjarskiptamarkaðnum. Auk þess hafi eftirlitið ýmissa gagna um viðskiptin frá samrunaaðilum.
„Þrátt fyrir að jákvæð samkeppnisleg áhrif geti leitt af því að slitið sé á lóðrétt eignatengsl á milli Símans og Mílu, þarf að mati Samkeppniseftirlitsins að rannsaka hvort önnur atriði tengd samrunanum geti leitt til skaðlegra áhrifa á samkeppni. Sem dæmi telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að taka til skoðunar viðskiptasamband Símans og Mílu í kjölfar samrunans og möguleg áhrif þess á hagsmuni keppinauta og samkeppni á viðkomandi mörkuðum.
Er það því mat Samkeppniseftirlitsins í kjölfar þessarar skoðunar að tilefni sé til þess að kalla eftir samrunatilkynningu vegna kaupanna og taka þau til skoðunar á grundvelli samrunaákvæða samkeppnislaga. Hefur samrunaaðilum verið tilkynnt um það,“ segir í tilkynningunni.