Héraðsdómari telur að gjá hafi skapast í umræðu um kynferðisbrot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 16:04 Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Aðsend Héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík telur að ákveðin gjá hafi skapast í umræðunni um kynferðisbrot. Hún segir málin erfið og að umræðan skiptist í fylkingar - í staðinn fyrir að málin séu rædd á upplýstum grundvelli. Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira
Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sjá meira