„Þetta var hreinasta helvíti“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Stöðugt fleiri stíga nú fram og segja frá ofbeldi sem þeir urðu fyrir sem börn af hálfu hjónanna Beverly og Einars Gíslasonar. Vísir/Minjasafnið á Akureyri Maður sem sætti miklu ofbeldi af hálfu hjóna sem ráku barnaheimili á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar segir stórundarlegt að hjónin hafi áfram fengið leyfi til að gæta barna í Garðabæ. Foreldrar barna sem voru með börn sín í vistun hjá þeim eru ósáttir við að Garðarbær hafi ekki stöðvað hjónin. Fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af háfu Einars Gíslasonar og eiginkonu hans Beverly Gíslason sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöðvar 2 í gær. Hjónin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979. Talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Karl Ómar Ársælsson var hjá hjónum sumarlangt árið 1972 þá tíu ára. Hann segist alltaf hafa velt fyrir sér hvers vegna hann var sendur á Hjalteyri því hann hafi alls ekki búið við erfiðar heimilisaðstæður eða átt við hegðunarvanda að stríða. „Séra Bragi Benediktsson sóknarprestur í Hafnarfirði talaði svo fallega um hjónin að ég lét tilleiðast að fara til þeirra en þegar maður kom svo á staðinn þá var þetta bara hreinasta helvíti,“ segir Karl. Hann tekur undir með þeim sem þegar hafa stigið fram og segir að ofbeldið á heimilinu hafi verið mikið. „Þú máttir ekki leifa mat, ef þú gerðir það varstu rassskeltur. Það var alveg sama hvað þú gerðir þú varst alltaf rassskelltur, hent inn í kompuna eða inn í rúm,“ segir Karl Ómar. Karl Ómar segist hafa sloppið við kynferðislegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi hafi verið mikið. „Ofbeldið var mjög gróft þarna, maður var oft dreginn á milli herbergja á eyrunum það var aðallega þessi Beverly sem gerði það og maður hafði ekki roð í hana,“ segir Karl. Hann á margar vondar minningar frá dvölinni. „Það var stúlka þarna sem var með ofnæmi fyrir hunangi en við fengum alltaf súrmjóllk og hunang í morgunmat. Þá var þessu bara troðið ofan í hana og henni hent fram að því loknu. Önnur stúlka sem var þarna um sex ára gömul átti til að pissa á sig og þá var henni refsað óskaplega fyrir það,“ segir Karl. Hann segir ótrúlegt að þau Einar og Beverly hafi áfram fengið að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Að barnaverndaryfirvöld skuli ekki hafa tekið á þessum málum er alveg óskiljanlegt. Því það komu fram athugasemdir við aðferðir hjónanna strax árið 1977,“ segir Karl. Foreldrar í Garðabæ áhyggjufullir Foreldrar sem voru með börn sín í dagvistun eða leikskóla í Garðabæ hafa í morgun verið í sambandi við fréttastofu og furðað sig á að hjónin hafi ekki verið stöðvuð þar sem frásagnir um ofbeldið hafi þegar verið komnar fram þegar þau hefja þar störf. Þó hefur eitt foreldri stigið fram og lýst sérstaklega yfir að þau Einar og Beverely hafi verið góðir dagforeldrar en þau hafi gætt barns viðkomandi á árunum 1997-2000. Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vistheimili Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Fólk sem sætti kynferðislegu, andlegu og líkamlegu ofbeldi af háfu Einars Gíslasonar og eiginkonu hans Beverly Gíslason sögðu frá reynslu sinni í fréttaauka Stöðvar 2 í gær. Hjónin ráku barnaheimili á Hjalteyri frá 1972 til 1979. Talið er að í heild hafi áttatíu börn dvalið hjá þeim í lengri eða skemmri tíma. Karl Ómar Ársælsson var hjá hjónum sumarlangt árið 1972 þá tíu ára. Hann segist alltaf hafa velt fyrir sér hvers vegna hann var sendur á Hjalteyri því hann hafi alls ekki búið við erfiðar heimilisaðstæður eða átt við hegðunarvanda að stríða. „Séra Bragi Benediktsson sóknarprestur í Hafnarfirði talaði svo fallega um hjónin að ég lét tilleiðast að fara til þeirra en þegar maður kom svo á staðinn þá var þetta bara hreinasta helvíti,“ segir Karl. Hann tekur undir með þeim sem þegar hafa stigið fram og segir að ofbeldið á heimilinu hafi verið mikið. „Þú máttir ekki leifa mat, ef þú gerðir það varstu rassskeltur. Það var alveg sama hvað þú gerðir þú varst alltaf rassskelltur, hent inn í kompuna eða inn í rúm,“ segir Karl Ómar. Karl Ómar segist hafa sloppið við kynferðislegt ofbeldi en líkamlegt ofbeldi hafi verið mikið. „Ofbeldið var mjög gróft þarna, maður var oft dreginn á milli herbergja á eyrunum það var aðallega þessi Beverly sem gerði það og maður hafði ekki roð í hana,“ segir Karl. Hann á margar vondar minningar frá dvölinni. „Það var stúlka þarna sem var með ofnæmi fyrir hunangi en við fengum alltaf súrmjóllk og hunang í morgunmat. Þá var þessu bara troðið ofan í hana og henni hent fram að því loknu. Önnur stúlka sem var þarna um sex ára gömul átti til að pissa á sig og þá var henni refsað óskaplega fyrir það,“ segir Karl. Hann segir ótrúlegt að þau Einar og Beverly hafi áfram fengið að gæta barna eftir Hjalteyrarárin. „Að barnaverndaryfirvöld skuli ekki hafa tekið á þessum málum er alveg óskiljanlegt. Því það komu fram athugasemdir við aðferðir hjónanna strax árið 1977,“ segir Karl. Foreldrar í Garðabæ áhyggjufullir Foreldrar sem voru með börn sín í dagvistun eða leikskóla í Garðabæ hafa í morgun verið í sambandi við fréttastofu og furðað sig á að hjónin hafi ekki verið stöðvuð þar sem frásagnir um ofbeldið hafi þegar verið komnar fram þegar þau hefja þar störf. Þó hefur eitt foreldri stigið fram og lýst sérstaklega yfir að þau Einar og Beverely hafi verið góðir dagforeldrar en þau hafi gætt barns viðkomandi á árunum 1997-2000.
Félagsmál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Vistheimili Akureyri Hörgársveit Barnaheimilið á Hjalteyri Tengdar fréttir Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Prestar sem voru í barnaverndarnefndum á sínum tíma gáfu heimilinu samþykki sitt þrátt fyrir að hafa fengið ábendingar um að þar væri ekki allt með felldu. 21. nóvember 2021 19:56